Björgólfur: „Það var persónulegur greiði við vin minn Skúla Mogensen“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2019 18:39 Björgólfur Thor Björgólfsson. Fréttablaðið/GVA „Hvorki ég né nokkur á mínum vegum átti nokkru sinni sæti í kröfuhafaráði WOW. Ég samþykkti hins vegar þær tillögur sem lagðar voru fyrir skuldabréfaeigendur, um hugsanlega breytingu krafna í hlutafé í þeim tilgangi að bjarga verðmætum, öllum til hagsbóta.“ Þetta skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson á heimasíðu sinni, btb.is. Hann segir að ranglega sé haldið fram í nýútkominni bók um ris og fall WOW air, að hann hafi verið hluthafi í félaginu á síðustu dögum starfsemi þess vegna þátttöku hans í skuldabréfaútboði WOW í haust. Björgólfur kom að því að kaupa hluta skuldabréfa WOW fyrir 3 milljónir evra, sem nemur 418 milljónum íslenskra króna, í september síðast liðnum. „Það var persónulegur greiði við vin minn Skúla Mogensen. Eins og allir vita hafði hann unnið þrekvirki við uppbyggingu félagsins en stóð frammi fyrir miklum vanda,“ skrifaði Björgólfur. Milljónirnar þrjár voru greiddar í peningum þann 26. september síðasta árs. Tillögurnar sem áður voru nefndar fólust í því að nýir fjárfestar kæmu með hlutafé inn í félagið en það hafi ekki gengið eftir. „Það er missir að WOW og leitt að ekki hafi tekist að koma félaginu fyrir vind. Ég leyfi mér þó að vona að umfjöllun um málefni félagsins verði rétt og sanngjörn og að rangfærslur, á borð við þá að ég hafi verið hluthafi í WOW eða átt einhverja aðkomu þar aðra en kaup á skuldabréfum sl. haust, heyri sögunni til.“ WOW Air Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
„Hvorki ég né nokkur á mínum vegum átti nokkru sinni sæti í kröfuhafaráði WOW. Ég samþykkti hins vegar þær tillögur sem lagðar voru fyrir skuldabréfaeigendur, um hugsanlega breytingu krafna í hlutafé í þeim tilgangi að bjarga verðmætum, öllum til hagsbóta.“ Þetta skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson á heimasíðu sinni, btb.is. Hann segir að ranglega sé haldið fram í nýútkominni bók um ris og fall WOW air, að hann hafi verið hluthafi í félaginu á síðustu dögum starfsemi þess vegna þátttöku hans í skuldabréfaútboði WOW í haust. Björgólfur kom að því að kaupa hluta skuldabréfa WOW fyrir 3 milljónir evra, sem nemur 418 milljónum íslenskra króna, í september síðast liðnum. „Það var persónulegur greiði við vin minn Skúla Mogensen. Eins og allir vita hafði hann unnið þrekvirki við uppbyggingu félagsins en stóð frammi fyrir miklum vanda,“ skrifaði Björgólfur. Milljónirnar þrjár voru greiddar í peningum þann 26. september síðasta árs. Tillögurnar sem áður voru nefndar fólust í því að nýir fjárfestar kæmu með hlutafé inn í félagið en það hafi ekki gengið eftir. „Það er missir að WOW og leitt að ekki hafi tekist að koma félaginu fyrir vind. Ég leyfi mér þó að vona að umfjöllun um málefni félagsins verði rétt og sanngjörn og að rangfærslur, á borð við þá að ég hafi verið hluthafi í WOW eða átt einhverja aðkomu þar aðra en kaup á skuldabréfum sl. haust, heyri sögunni til.“
WOW Air Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira