Enski boltinn

Stuðningsmannalag Liverpool komst á topplista Spotify á Íslandi eftir Meistaradeildarsigurinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hópsöngur eftir leikinn á laugardaginn.
Hópsöngur eftir leikinn á laugardaginn. vísir/getty
Stuðningsmenn Liverpool hafa haft ástæðu til þess að fagna undanfarna sólahringa en liðið varð Evrópumeistari á laugardagskvöldið með 2-0 sigri á Tottenham í Madríd.

Mohamed Salah og Divock Origi sáu til þess að Liverpool færi með sigur af hólmi í enskum úrslitaleik og stuðningsmenn Liverpool hafa ekki farið leynt með gleði sína.

Talið er að 750 þúsund manns hafi verið á götum Liverpool-borgar á sunnudaginn er liðið kom heim með bikarinn frá Madríd en íslenskir stuðningsmenn láta sitt ekki eftir liggja.

Ari Magnús Þorgeirsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, vakti athygli á því á Twitter-síðu sinni í gær að stuðningsmannalag Liverpool væri komið á topp 50 lista Spotify á Íslandi.







Í 33. sæti má sjá You'll Never Walk Alone lagið sem stuðningsmenn Liverpool syngja fyrir hvern einasta leik en rafmögnuð stund var eftir leikinn í Madríd þar sem stuðningsmenn, leikmenn og þjálfarateymi sungu lagið saman.

Þegar þetta er skrifað er lagið dottið út af listanum en hann uppfærist á hverjum einasta degi. Það verður fróðlegt að sjá hvort lagið detti aftur inn á næsta tímabili.


Tengdar fréttir

Klopp fær nýjan samning hjá Liverpool

Það þarf ekkert að sannfæra eigendur Liverpool enn frekar um að Jurgen Klopp sé maðurinn til þess að leiða félagið inn í framtíðina og Þjóðverjinn má eiga von á nýju samningstilboði frá félaginu mjög fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×