O Fortuna spilað þegar Bára eyddi upptökunum Sylvía Hall skrifar 4. júní 2019 21:41 Bára á Gauknum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Báramótabrennan“ fór fram í kvöld á Gauknum en þar eyddi Bára Halldórsdóttir hinum frægu Klaustursupptökum. Báru var gert að eyða upptökunum eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið lög um persónuvernd með upptökunni. Viðburðurinn hófst klukkan 21 í kvöld og var þétt dagskrá. Lögfræðingar Báru sáu um að skrásetja viðburðinn og flutti Halldór Auðar Svansson, fyrrum borgarfulltrúi, opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. „Þetta snýst ekki bara um Báru á móti Miðflokksmönnum eða bara Miðflokksmenn eða Báru, sagan er hið stóra samhengi,“ sagði Halldór Auðar í ávarpi sínu. Hann bað gesti að hafa í huga hver saga upptakanna væri. Valdir kaflar upptökunnar voru kvaddir sérstaklega áður en þeim var eytt með viðhöfn. Fólki var svo frjálst að grípa í míkrófóninn og segja eitthvað uppbyggilegt og voru gestir hvattir til þess að vera „meira sexý enn í fyrra“ sem er tilvísun í orð Bergþórs Ólasonar sem heyrðust á upptökunni.Bára ávarpaði viðstadda.Vísir/VilhelmLoks steig Bára sjálf á svið ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, lögmanni sínum, og Margréti Erlu Maack þar sem hún eyddi upptökunum á meðan lagið O Fortuna var spilað en viðburðinum var streymt í beinni á Facebook. „Ég tek ábyrgð, hvað með þau?“ skrifaði Bára við streymið. Frítt var inn á viðburðinn og voru „óminnismjöður“ og „samviskuskot“ á tilboði. Þá bar kokteill kvöldsins hið skemmtilega nafn „Blackout36“. Menning Næturlíf Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Báramótabrennan“ fór fram í kvöld á Gauknum en þar eyddi Bára Halldórsdóttir hinum frægu Klaustursupptökum. Báru var gert að eyða upptökunum eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið lög um persónuvernd með upptökunni. Viðburðurinn hófst klukkan 21 í kvöld og var þétt dagskrá. Lögfræðingar Báru sáu um að skrásetja viðburðinn og flutti Halldór Auðar Svansson, fyrrum borgarfulltrúi, opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. „Þetta snýst ekki bara um Báru á móti Miðflokksmönnum eða bara Miðflokksmenn eða Báru, sagan er hið stóra samhengi,“ sagði Halldór Auðar í ávarpi sínu. Hann bað gesti að hafa í huga hver saga upptakanna væri. Valdir kaflar upptökunnar voru kvaddir sérstaklega áður en þeim var eytt með viðhöfn. Fólki var svo frjálst að grípa í míkrófóninn og segja eitthvað uppbyggilegt og voru gestir hvattir til þess að vera „meira sexý enn í fyrra“ sem er tilvísun í orð Bergþórs Ólasonar sem heyrðust á upptökunni.Bára ávarpaði viðstadda.Vísir/VilhelmLoks steig Bára sjálf á svið ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, lögmanni sínum, og Margréti Erlu Maack þar sem hún eyddi upptökunum á meðan lagið O Fortuna var spilað en viðburðinum var streymt í beinni á Facebook. „Ég tek ábyrgð, hvað með þau?“ skrifaði Bára við streymið. Frítt var inn á viðburðinn og voru „óminnismjöður“ og „samviskuskot“ á tilboði. Þá bar kokteill kvöldsins hið skemmtilega nafn „Blackout36“.
Menning Næturlíf Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59
Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13