Hriktir í afaveldinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. júní 2019 07:00 Æ meira ber orðið á meinfýsi í opinberum samskiptum fólks. Þá þróun má sennilega að mestu rekja til samfélagsmiðla og kommentakerfa. Þar er föstum skotum skotið í allar áttir og lítið hirt um mannasiði. Alla tíð hefur verið til fólk af báðum kynjum sem ekki liggur á skoðunum sínum en nettröllin eru nýtt fyrirbæri. Vitaskuld er auðveldara að vera með ljótan munnsöfnuð og dónaskap á bak við tölvuskjá, en að hafa uppi slíkan málflutning augliti til auglitis og þurfa að standa fyrir máli sínu. Sum nettröll skrifa undir nafni, en önnur ekki. Mörg þeirra þekkja flestir úr umræðunni. Mörg hafa áður verið í háum stöðum og notið virðingar í samfélaginu. Engu er líkara en þau séu í örvæntingu og eygi síðasta möguleikann til að láta að sér kveða í opinberri umræðu. Nafnleysingjunum virðist líða sérlega illa í eigin skinni og þurfa útrás úr handanheimum sínum með því að rægja samborgara sína og tala niður til þeirra sem eru á öndverðum meiði. Sjaldnast verður úr þessu uppbyggileg rökræða. Athygli vekur að nettröllin virðast mörg hver hafa sameinast að baki tveimur málefnum sem undanfarið hafa verið mikið til umræðu; annað er framsækið frumvarp um þungunarrof og hitt þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann. Fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar setti sig eftirminnilega á háan hest og þóttist í stöðu til að taka formann velferðarnefndar, Halldóru Mogensen, í kennslustund í þingstörfum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á dögunum. Halldóra hafði tjáð þá skoðun sína að hún væri hlynnt frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að lokum 22. viku, sem þingmanninum fyrrverandi var á móti skapi. Annað dæmi er fyrrverandi bankastjóri sem tók Sjálfstæðisflokkinn fyrir í færslu. Hann saknaði greinilega liðins tíma þegar foringjar voru foringjar og sagði landslagið breytt, um það leyti sem umræða um þriðja orkupakkann stóð sem hæst. Stærstu sneiðina fengu varaformaður og ritari flokksins sem fara fyrir málinu og eru báðar ungar konur, en þó á líkum aldri og bankastjórinn var sjálfur þegar honum var treyst til að stýra heilum banka. Hann hélt því fram af alkunnri smekkvísi að varaformaðurinn væri í sínu hlutverki vegna glæsileika og ritarinn því hún væri „sætasti krakkinn“ í flokknum. Orkupakkinn og þungunarrof eru bara nýjustu dæmin um málefni sem slá marga málglaða út af laginu. Margt annað má tína til, ekki síst þegar karlar sem sakna forréttinda sinna tala niður til kvenna sem komast til áhrifa. Vondu fréttirnar eru að enn er til fólk sem lítur svo á að ungar konur eigi ekkert erindi; hvort sem er í stjórnunarstöður fyrirtækja eða í stjórnmál. Góðu fréttirnar eru að sífellt minni eftirspurn er eftir rykföllnum skoðunum þessa hóps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Æ meira ber orðið á meinfýsi í opinberum samskiptum fólks. Þá þróun má sennilega að mestu rekja til samfélagsmiðla og kommentakerfa. Þar er föstum skotum skotið í allar áttir og lítið hirt um mannasiði. Alla tíð hefur verið til fólk af báðum kynjum sem ekki liggur á skoðunum sínum en nettröllin eru nýtt fyrirbæri. Vitaskuld er auðveldara að vera með ljótan munnsöfnuð og dónaskap á bak við tölvuskjá, en að hafa uppi slíkan málflutning augliti til auglitis og þurfa að standa fyrir máli sínu. Sum nettröll skrifa undir nafni, en önnur ekki. Mörg þeirra þekkja flestir úr umræðunni. Mörg hafa áður verið í háum stöðum og notið virðingar í samfélaginu. Engu er líkara en þau séu í örvæntingu og eygi síðasta möguleikann til að láta að sér kveða í opinberri umræðu. Nafnleysingjunum virðist líða sérlega illa í eigin skinni og þurfa útrás úr handanheimum sínum með því að rægja samborgara sína og tala niður til þeirra sem eru á öndverðum meiði. Sjaldnast verður úr þessu uppbyggileg rökræða. Athygli vekur að nettröllin virðast mörg hver hafa sameinast að baki tveimur málefnum sem undanfarið hafa verið mikið til umræðu; annað er framsækið frumvarp um þungunarrof og hitt þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann. Fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar setti sig eftirminnilega á háan hest og þóttist í stöðu til að taka formann velferðarnefndar, Halldóru Mogensen, í kennslustund í þingstörfum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á dögunum. Halldóra hafði tjáð þá skoðun sína að hún væri hlynnt frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að lokum 22. viku, sem þingmanninum fyrrverandi var á móti skapi. Annað dæmi er fyrrverandi bankastjóri sem tók Sjálfstæðisflokkinn fyrir í færslu. Hann saknaði greinilega liðins tíma þegar foringjar voru foringjar og sagði landslagið breytt, um það leyti sem umræða um þriðja orkupakkann stóð sem hæst. Stærstu sneiðina fengu varaformaður og ritari flokksins sem fara fyrir málinu og eru báðar ungar konur, en þó á líkum aldri og bankastjórinn var sjálfur þegar honum var treyst til að stýra heilum banka. Hann hélt því fram af alkunnri smekkvísi að varaformaðurinn væri í sínu hlutverki vegna glæsileika og ritarinn því hún væri „sætasti krakkinn“ í flokknum. Orkupakkinn og þungunarrof eru bara nýjustu dæmin um málefni sem slá marga málglaða út af laginu. Margt annað má tína til, ekki síst þegar karlar sem sakna forréttinda sinna tala niður til kvenna sem komast til áhrifa. Vondu fréttirnar eru að enn er til fólk sem lítur svo á að ungar konur eigi ekkert erindi; hvort sem er í stjórnunarstöður fyrirtækja eða í stjórnmál. Góðu fréttirnar eru að sífellt minni eftirspurn er eftir rykföllnum skoðunum þessa hóps.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun