Fjárfestingarfélagið Incrementum, sem var stofnað fyrr á árinu af þeim Ívari Guðjónssyni, Baldvin Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, er komið í hóp stærstu hluthafa Kviku banka með tæplega 1,1 prósents hlut. Miðað við núverandi gengi hlutabréfa í fjárfestingarbankanum er hluturinn metinn á um 230 milljónir króna.
Samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa Kviku, dagsettum 30. maí, er fjárfestingarfélagið, sem er með vel á annan milljarð króna í hlutafé, tuttugasti stærsti hluthafi bankans með 1,08 prósenta hlut.
Hlutabréf í bankanum, sem var skráður á aðalmarkað Kauphallarinnar í lok marsmánaðar, hafa hækkað um 35 prósent í verði það sem af er árinu.
Eins og greint var frá í Markaðinum í síðasta mánuði hóf Incrementum starfsemi í vor en félagið mun fjárfesta í skráðum félögum í Kauphöllinni. Hluthafahópurinn samanstendur af fjársterkum einkafjárfestum og Kviku banka en eignarhlutur bankans í félaginu nemur tæplega tíu prósentum.
Stofnendurnir þrír eru meðal annars eigendur að ráðgjafarfyrirtækinu Akrar Consult en þeir störfuðu allir saman hjá Landsbankanum á árunum fyrir fall fjármálakerfisins.
Með eitt prósent í Kviku
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið


Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump
Viðskipti erlent

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur
Viðskipti innlent



Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent



Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent