Viðbrögð starfsmanna hárrétt við eldi á Nesjavöllum Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 5. júní 2019 11:33 Frá vettvangi í morgun. Vísir/Jói K Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóni Brunavarna Árnessýslu, segir ekkert tjón hafa orðið á húsnæði vegna elds sem kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum upp úr klukkan tíu í morgun. Spennirinn sé þó auðvitað skemmdur og hann sé vafalítið ekki ódýr. „Við æfum hérna reglulega með starfsmönnunum svo við þekkjum aðstæður mjög vel og þá starfsmenn sem hér starfa. Í fyrstu höfðum við ekki miklar áhyggjur af þessu. En við sendum fullt viðbragð, svokallað F1 útkall, svo það var talsverður hópur manna sem lagði af stað upp eftir,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Viðbrögð starfsmanna hjá Orku náttúrunnar hafi verið algjörlega hárrétt. „Þeir opnuðu inn í rýmið og gátu slökkt í þessu með handslökkvitæki eins og þeirra þjálfun býður. Þeir voru síðan búnir að opna þegar við komum á staðinn í báða enda svo rýmið var búið að reykræsa sig. Okkar hlutverk var þá bara að tryggja að ekkert kæmi upp frekar, sem var ekki.“ Starfsmenn hafi náð að upplýsa slökkvilið um að eldurinn væri úti þegar teymið var komið hálfa leið á vettvang. „Svo við gátum slegið af forgangi og þar með minni hætta fyrir fólk í umferðinni af okkur á mikilli ferð.“ Pétur segir að við aðstæður sem þessar sé fyrst og fremst hætta á að eldurinn breiði úr sér og verði meira tjón á virkjuninni. „Það sem má kannski helst líta til er að hér er raforkuframleiðsla í gangi. Ef svona útkall verður til þess að raforkuframleiðsla stöðvist getur það haft heilmikil áhrif á fyrirtæki sem nota afurðina sem héðan kemur. Auðvitað síðan frekari skemmdir á mannvirkinu. Þetta er smíðað þannig að það er hamlandi að eldur geti breytt úr sér. Mest er bara úr járni og óbrennanlegum efnum.“ Ekki er langt síðan slökkviliðsmenn á Suðurlandi brugðust við bruna í Ljósafossvirkjun. „Ljósafoss var svolítið öðruvísi. Þar var gamall spennir utandyra sem er auðvitað auðveldara fyrir okkur að vinna með. Menn þurfa samt að passa sig við vatnsnotkun og annað sem er hættulegt við þessar aðstæður. Þessi spennir er hins vegar innandyra sem getur gert málin flóknari ef ekki er búið að slökkva þegar við komum.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóni Brunavarna Árnessýslu, segir ekkert tjón hafa orðið á húsnæði vegna elds sem kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum upp úr klukkan tíu í morgun. Spennirinn sé þó auðvitað skemmdur og hann sé vafalítið ekki ódýr. „Við æfum hérna reglulega með starfsmönnunum svo við þekkjum aðstæður mjög vel og þá starfsmenn sem hér starfa. Í fyrstu höfðum við ekki miklar áhyggjur af þessu. En við sendum fullt viðbragð, svokallað F1 útkall, svo það var talsverður hópur manna sem lagði af stað upp eftir,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Viðbrögð starfsmanna hjá Orku náttúrunnar hafi verið algjörlega hárrétt. „Þeir opnuðu inn í rýmið og gátu slökkt í þessu með handslökkvitæki eins og þeirra þjálfun býður. Þeir voru síðan búnir að opna þegar við komum á staðinn í báða enda svo rýmið var búið að reykræsa sig. Okkar hlutverk var þá bara að tryggja að ekkert kæmi upp frekar, sem var ekki.“ Starfsmenn hafi náð að upplýsa slökkvilið um að eldurinn væri úti þegar teymið var komið hálfa leið á vettvang. „Svo við gátum slegið af forgangi og þar með minni hætta fyrir fólk í umferðinni af okkur á mikilli ferð.“ Pétur segir að við aðstæður sem þessar sé fyrst og fremst hætta á að eldurinn breiði úr sér og verði meira tjón á virkjuninni. „Það sem má kannski helst líta til er að hér er raforkuframleiðsla í gangi. Ef svona útkall verður til þess að raforkuframleiðsla stöðvist getur það haft heilmikil áhrif á fyrirtæki sem nota afurðina sem héðan kemur. Auðvitað síðan frekari skemmdir á mannvirkinu. Þetta er smíðað þannig að það er hamlandi að eldur geti breytt úr sér. Mest er bara úr járni og óbrennanlegum efnum.“ Ekki er langt síðan slökkviliðsmenn á Suðurlandi brugðust við bruna í Ljósafossvirkjun. „Ljósafoss var svolítið öðruvísi. Þar var gamall spennir utandyra sem er auðvitað auðveldara fyrir okkur að vinna með. Menn þurfa samt að passa sig við vatnsnotkun og annað sem er hættulegt við þessar aðstæður. Þessi spennir er hins vegar innandyra sem getur gert málin flóknari ef ekki er búið að slökkva þegar við komum.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36