Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 11:46 John Cornyn, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Texas, (t.v.) og Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í deildinni, eru ekki sáttir við boðaða tolla Trump á Mexíkó. Vísir/EPA Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert embættismönnum Hvíta hússins ljóst að þeir séu tilbúnir til að gera Donald Trump forseta afturreka með refsitolla á mexíkóskar vörur sem hann hefur ítrekað hótað að leggja á. Uppreisnarmennirnir gætu verið nógu margir til að ógilda neitunarvald forsetans. Trump forseti hefur ítrekað hótað því að leggja toll á mexíkóskar vörur til þess að knýja stjórnvöld í nágrannalandinu til að koma í veg fyrir að fólk frá Mið-Ameríku reyni að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna þaðan. Tollarnir gætu tekið gildi á mánudag. Þær hótanir hafa ekki fallið í kramið hjá þingmönnum repúblikana sem aðhyllast enn almennt séð hugmyndafræði frjálsra viðskipta þrátt fyrir að forsetinn hafi rekið einangrunar- og haftastefnu að mörgu leyti frá því að hann tók við embætti.New York Times segir að öldungadeildarþingmenn flokksins hafi gengið argir af fundi með embættismönnum Hvíta hússins á þriðjudag þar sem farið var yfir lagalegan grundvöll ákvörðun Trump um að leggja tollana á. Hún byggir á yfirlýsingu hans um neyðarástand á landamærunum fyrr á þessu ári. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Texas, er sagður hafa sagt embættismönnum að koma þeim skilaboðum til Hvíta hússins að ekki einn einasti þingmaður flokksins væri fylgjandi tollunum. Texas yrði fyrir einna mestum áhrifum af innflutningstollunum og kallaði Cruz þá 30 milljarða dollara skattahækkun á íbúa ríkisins. „Við erum að miða byssu að eigin höfði,“ segir John Cornyn, hinn öldungdeildarþingmaður Texas sem einnig er repúblikani.Flutningabílar bíða tollskoðunar á landamærunum að Bandaríkjunum í Tijuana í Mexíkó.Vísir/EPAFunda um framhaldið í dag Öldungadeildin, þar sem repúblikanar fara með meirihluta, gæti í framhaldinu samþykkt að koma í veg fyrir tollana. Trump væri líklegur til að beita neitunarvaldi sínu geng slíkri samþykkt. Repúblikanarnir eru sagðir hafa hótað Hvíta húsinu því að safna meirihluta til að ógilda neitunarvald forsetans. Aukinn meirihluta þarf til að ógilda neitunarvaldið. Það yrði stærsta uppreisnin í eigin flokki sem Trump hefur þurft að glíma við sem forseti. „Það er ekki mikill stuðningi við tolla í þingflokknum mínum, svo mikið er víst,“ segir Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, við Washington Post. Hótanir samflokksmanna hans virtust lítið bíta á Trump forseta sem er í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær. Á blaðamannafundi þar sagði hann að repúblikanar væru „flón“ ef þeir reyndu að stöðva tollana á Mexíkó. Mexíkóskir og bandarískir embættismenn ætla að funda um tollana í dag. Mike Pence, varaforseti, tekur meðal annars þátt í þeim viðræðum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í gær að ríkisstjórn hans ætlaði að leggja fram tillögu á fundinum til að friða bandarísk stjórnvöld. Hann ætti von á að samkomulag næðist áður en tollarnir tækju gildi. Washington Post segir engu að síður að mexíkósk stjórnvöld hafi átt erfitt með að átta sig á því hvers Hvíta húsið krefðist af þeim gegn því að hætta við tollana. Bandarískir embættismenn hafi ekki viljað segja nákvæmlega hvað Trump forseti vilji. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert embættismönnum Hvíta hússins ljóst að þeir séu tilbúnir til að gera Donald Trump forseta afturreka með refsitolla á mexíkóskar vörur sem hann hefur ítrekað hótað að leggja á. Uppreisnarmennirnir gætu verið nógu margir til að ógilda neitunarvald forsetans. Trump forseti hefur ítrekað hótað því að leggja toll á mexíkóskar vörur til þess að knýja stjórnvöld í nágrannalandinu til að koma í veg fyrir að fólk frá Mið-Ameríku reyni að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna þaðan. Tollarnir gætu tekið gildi á mánudag. Þær hótanir hafa ekki fallið í kramið hjá þingmönnum repúblikana sem aðhyllast enn almennt séð hugmyndafræði frjálsra viðskipta þrátt fyrir að forsetinn hafi rekið einangrunar- og haftastefnu að mörgu leyti frá því að hann tók við embætti.New York Times segir að öldungadeildarþingmenn flokksins hafi gengið argir af fundi með embættismönnum Hvíta hússins á þriðjudag þar sem farið var yfir lagalegan grundvöll ákvörðun Trump um að leggja tollana á. Hún byggir á yfirlýsingu hans um neyðarástand á landamærunum fyrr á þessu ári. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Texas, er sagður hafa sagt embættismönnum að koma þeim skilaboðum til Hvíta hússins að ekki einn einasti þingmaður flokksins væri fylgjandi tollunum. Texas yrði fyrir einna mestum áhrifum af innflutningstollunum og kallaði Cruz þá 30 milljarða dollara skattahækkun á íbúa ríkisins. „Við erum að miða byssu að eigin höfði,“ segir John Cornyn, hinn öldungdeildarþingmaður Texas sem einnig er repúblikani.Flutningabílar bíða tollskoðunar á landamærunum að Bandaríkjunum í Tijuana í Mexíkó.Vísir/EPAFunda um framhaldið í dag Öldungadeildin, þar sem repúblikanar fara með meirihluta, gæti í framhaldinu samþykkt að koma í veg fyrir tollana. Trump væri líklegur til að beita neitunarvaldi sínu geng slíkri samþykkt. Repúblikanarnir eru sagðir hafa hótað Hvíta húsinu því að safna meirihluta til að ógilda neitunarvald forsetans. Aukinn meirihluta þarf til að ógilda neitunarvaldið. Það yrði stærsta uppreisnin í eigin flokki sem Trump hefur þurft að glíma við sem forseti. „Það er ekki mikill stuðningi við tolla í þingflokknum mínum, svo mikið er víst,“ segir Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, við Washington Post. Hótanir samflokksmanna hans virtust lítið bíta á Trump forseta sem er í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær. Á blaðamannafundi þar sagði hann að repúblikanar væru „flón“ ef þeir reyndu að stöðva tollana á Mexíkó. Mexíkóskir og bandarískir embættismenn ætla að funda um tollana í dag. Mike Pence, varaforseti, tekur meðal annars þátt í þeim viðræðum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í gær að ríkisstjórn hans ætlaði að leggja fram tillögu á fundinum til að friða bandarísk stjórnvöld. Hann ætti von á að samkomulag næðist áður en tollarnir tækju gildi. Washington Post segir engu að síður að mexíkósk stjórnvöld hafi átt erfitt með að átta sig á því hvers Hvíta húsið krefðist af þeim gegn því að hætta við tollana. Bandarískir embættismenn hafi ekki viljað segja nákvæmlega hvað Trump forseti vilji.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49