Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 6. júní 2019 07:00 Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. Eftir gosið í Eyjafjallajökli óttuðust flestir hrun. En gosið reyndist landkynning. Það, ásamt lágu verðlagi í kjölfar bankahrunsins og stórauknu flugframboði, lagði grunninn að margra ára samfelldum ofurvexti greinarinnar. Í dag stöndum við aftur á móti frammi fyrir samdrætti eftir að einn stærsti drifkraftur vaxtarins hvarf af sviðinu. Þegar horft er á þessa þróun í samhengi koma tvö hugtök upp í hugann: Sjálfbærni og jafnvægi. En hugtökin eru innantómir frasar ef ekki eru lagðar skýrar línur um hvað þau merkja. Ég leyfi mér að fullyrða að við séum um þessar mundir að taka tvö stór skref í þá veru. Hið fyrra eru leiðarljós ferðaþjónustunnar til 2030, sem unnin hafa verið í nánu samráði stjórnvalda og greinarinnar. Þau voru kynnt á opnum fundum í vikunni og verða – eins og heitið gefur til kynna – leiðarljós nýrrar heildstæðrar ferðamálastefnu. Hitt skrefið, sem líka var kynnt á þessum opnu fundum, er annar áfanginn í mjög viðamiklu verkefni sem Stjórnstöð ferðamála réðst í að minni tillögu haustið 2017. Þetta er verkefnið „Jafnvægisás“ sem gengur út á að meta þolmörk og afkastagetu okkar hvað varðar umfang ferðamennsku. Þetta verkefni er einstakt á heimsvísu. Skilgreindir voru hátt í 70 mælikvarðar, fundin á þá gildi og það sem meira er: skilgreint hefur verið hvort við séum á grænu, gulu eða rauðu fyrir hvern mælikvarða. Hátt í tvö hundruð manns hafa komið að þessu verkefni undanfarin misseri. Skýrsludrögin um það verða sett í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum til umsagnar. Sumar niðurstöðurnar koma á óvart en allar fela í sér dýrmætar upplýsingar og leiðbeiningu. Með þessum tveimur tímamótaverkefnum er lagður bæði djúpur og breiður grunnur að stefnumótun og ákvarðanatöku ferðaþjónustunnar til næsta áratugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. Eftir gosið í Eyjafjallajökli óttuðust flestir hrun. En gosið reyndist landkynning. Það, ásamt lágu verðlagi í kjölfar bankahrunsins og stórauknu flugframboði, lagði grunninn að margra ára samfelldum ofurvexti greinarinnar. Í dag stöndum við aftur á móti frammi fyrir samdrætti eftir að einn stærsti drifkraftur vaxtarins hvarf af sviðinu. Þegar horft er á þessa þróun í samhengi koma tvö hugtök upp í hugann: Sjálfbærni og jafnvægi. En hugtökin eru innantómir frasar ef ekki eru lagðar skýrar línur um hvað þau merkja. Ég leyfi mér að fullyrða að við séum um þessar mundir að taka tvö stór skref í þá veru. Hið fyrra eru leiðarljós ferðaþjónustunnar til 2030, sem unnin hafa verið í nánu samráði stjórnvalda og greinarinnar. Þau voru kynnt á opnum fundum í vikunni og verða – eins og heitið gefur til kynna – leiðarljós nýrrar heildstæðrar ferðamálastefnu. Hitt skrefið, sem líka var kynnt á þessum opnu fundum, er annar áfanginn í mjög viðamiklu verkefni sem Stjórnstöð ferðamála réðst í að minni tillögu haustið 2017. Þetta er verkefnið „Jafnvægisás“ sem gengur út á að meta þolmörk og afkastagetu okkar hvað varðar umfang ferðamennsku. Þetta verkefni er einstakt á heimsvísu. Skilgreindir voru hátt í 70 mælikvarðar, fundin á þá gildi og það sem meira er: skilgreint hefur verið hvort við séum á grænu, gulu eða rauðu fyrir hvern mælikvarða. Hátt í tvö hundruð manns hafa komið að þessu verkefni undanfarin misseri. Skýrsludrögin um það verða sett í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum til umsagnar. Sumar niðurstöðurnar koma á óvart en allar fela í sér dýrmætar upplýsingar og leiðbeiningu. Með þessum tveimur tímamótaverkefnum er lagður bæði djúpur og breiður grunnur að stefnumótun og ákvarðanatöku ferðaþjónustunnar til næsta áratugar.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar