„Þú ert ógeðslegur morðingi“ Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 11:52 Slökkviliðsmenn vissu að fólkið væri látið og var því engin tilraun gerð til að bjarga þeim. Vísir/egill Sjúkraflutningamaður sem var fyrst á vettvang í brunanum á Kirkjuvegi í október í fyrra lýsti því að húsið hafi verið alelda þegar hún kom á vettvang. Hún hafi heyrt öskur úr húsinu en útidyrahurðin hafi verið opin. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson þar sem þau stóðu fyrir utan. Vigfús sætir ákæru fyrir að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju. Elva er ákærð fyrir að hafa látið hjá líða að koma í veg fyrir eldsvoðann. Lögreglumaður sem kom snemma á vettvang sagði fjölda fólks hafa byrjað að safnast saman á vettvangi. Þau hafi strax fengið tíðindi af látnu fólki í húsinu. Þeirra fyrsta hugsun hafi verið að morð hefði verið framið og kveikt í húsinu til að hylma yfir. Töluverðar áhyggjur hafi verið af aspesti í húsinu og reynt að sjá til þess við björgunarstörf að líkin yrðu fyrir sem minnstu tjóni. Rætt hafi verið við alla nágranna á vettvangi. Ítrekaði að hann væri morðingi í lögreglubílnum Óskar Sigurðsson, verjandi Vigfúsar, bætti því við að bæði Vigfús og annar hinna látnu hefðu hringt á Neyðarlínuna. Ekki lægi hins vegar fyrir hver hefði svarað. Símtölin eru ekki á meðal gagna málsins. Lögreglumaður á vettvangi lýsti sinni upplifun. Vigfús hefði staðið fyrir utan húsið ásamt Elvu. Vigfús hefði montað sig af því að hafa verið sá sem kveikti í. Þau hafi bæði verið óróleg en Vigfús ekki tekið því illa þegar Elva skammaði hann fyrir að kveikja í. „Þú ert ógeðslegur morðingi“ hafi Elva sagt og í framhaldinu hrækt á hann. Þá hefði Vigfús sagt í lögreglubílnum að hann væri morðingi. Þetta staðfesti lögreglukona líka fyrir dómnum. Verjandi Vigfúsar minnti á að þau orð hefðu verið látin falla eftir að Vigfús var handtekinn. Þá kom læknir fyrir dóminn og lýsti því að banamein hinna látnu hefði verið eitraðar lofttegundir. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Sjúkraflutningamaður sem var fyrst á vettvang í brunanum á Kirkjuvegi í október í fyrra lýsti því að húsið hafi verið alelda þegar hún kom á vettvang. Hún hafi heyrt öskur úr húsinu en útidyrahurðin hafi verið opin. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson þar sem þau stóðu fyrir utan. Vigfús sætir ákæru fyrir að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju. Elva er ákærð fyrir að hafa látið hjá líða að koma í veg fyrir eldsvoðann. Lögreglumaður sem kom snemma á vettvang sagði fjölda fólks hafa byrjað að safnast saman á vettvangi. Þau hafi strax fengið tíðindi af látnu fólki í húsinu. Þeirra fyrsta hugsun hafi verið að morð hefði verið framið og kveikt í húsinu til að hylma yfir. Töluverðar áhyggjur hafi verið af aspesti í húsinu og reynt að sjá til þess við björgunarstörf að líkin yrðu fyrir sem minnstu tjóni. Rætt hafi verið við alla nágranna á vettvangi. Ítrekaði að hann væri morðingi í lögreglubílnum Óskar Sigurðsson, verjandi Vigfúsar, bætti því við að bæði Vigfús og annar hinna látnu hefðu hringt á Neyðarlínuna. Ekki lægi hins vegar fyrir hver hefði svarað. Símtölin eru ekki á meðal gagna málsins. Lögreglumaður á vettvangi lýsti sinni upplifun. Vigfús hefði staðið fyrir utan húsið ásamt Elvu. Vigfús hefði montað sig af því að hafa verið sá sem kveikti í. Þau hafi bæði verið óróleg en Vigfús ekki tekið því illa þegar Elva skammaði hann fyrir að kveikja í. „Þú ert ógeðslegur morðingi“ hafi Elva sagt og í framhaldinu hrækt á hann. Þá hefði Vigfús sagt í lögreglubílnum að hann væri morðingi. Þetta staðfesti lögreglukona líka fyrir dómnum. Verjandi Vigfúsar minnti á að þau orð hefðu verið látin falla eftir að Vigfús var handtekinn. Þá kom læknir fyrir dóminn og lýsti því að banamein hinna látnu hefði verið eitraðar lofttegundir.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira