Formanni ÖBÍ misboðið yfir „frekjukasti“ forseta Alþingis Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 17:37 Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Hanna Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gagnrýnir málflutning Steingríms J. Sigfússonar harðlega í pistli sem birtist á vef Öryrkjabandalagsins í gær. Ástæða skrifanna er atvik á Alþingi síðastliðinn þriðjudag þar sem Steingrímur vék úr stóli forseta til þess að svara tilfinningaþrunginni ræðu Ingu Sæland.Sjá einnig: Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Í ræðu sinni sagði Inga velferðarstjórn eftirhrunsáranna hafa sett á krónu á móti krónu skerðingu því henni hefði þótt ástæða til að „seilast í vasa þeirra sem höllustum fæti stóðu í samfélaginu“. Þessi orð Ingu fóru illa í Steingrím sem líkt og áður sagði vék úr stóli forseta til þess að veita mótsvar. Hann sagðist ekki oft blanda sér í pólitískar umræður vegna stöðu sinnar en hann gæti ekki setið þegjandi undir „rangfærslum og óhróðri“. „Það er rangt að sú ríkisstjórn hafi tekið upp krónu á móti krónu tengingu. Það sem er rétt er að Jóhanna Sigurðardóttir sem félagsmálaráðherra kom á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu og það þótti þá stórkostlega réttarbót og þar var verið að bæta kjör þess hóps sem lakast var settur og fáir virðast muna eftir í dag og ég er orðinn ansi hugsi yfir því hvert samtök öryrkja og samtök aldraðra eru komin þegar nánast enginn talar orðið um þann hóp félagsmannanna sem er lakast settur og ekkert hefur annað en strípaðar greiðslurnar,“ sagði Steingrímur.Steingrími var heitt í hamsi þegar hann svaraði Ingu Sæland á Alþingi síðasta þriðjudag.AlþingiMálflutningur Steingríms til marks um að honum sé „skítsama“ um lífskjör öryrkja og fatlaða Þuríður Harpa er harðorð í pistli sínum sem ber yfirskriftina „Mér er algjörlega misboðið“. Þar segir hún Steingrím ekki gera greinarmun á því hvort hér sé efnahagskreppa eða hagsæld, honum þyki það vera nógu gott fyrir öryrkja að hafa krónu á móti krónu skerðingu. „Mér finnst á hans málflutningi honum vera algjörlega skítsama um það hvernig öryrkjar og fatlað fólk dregur fram lífið af smánarlágri framfærslu,“ skrifar Þuríður. Þá gagnrýnir hún ummæli Steingríms þegar hann sagði Ingu ekki virða kynsystur sína Jóhönnu Sigurðardóttir, sem hann sagði hafa verið einn merkasta félagsmálaráðherra þjóðarinnar. Henni hafi verið algjörlega misboðið að hlusta á málflutning hans sem hún líkir við frekjukast. „Mér er algjörlega misboðið að horfa á forseta Alþingis fá frekjukast í ræðustól, og hlusta á hann verja gjörðir sinnar stjórnartíðar, mér er algjörlega misboðið að heyra hann væna Ingu Sæland um að virða ekki kynsystur sína Jóhönnu Sigurðardóttur.“ÖBÍ ítrekað beðið um að afnema krónu á móti krónu skerðinguna Þuríður segir Öryrkjabandalagið hafa lengi barist fyrir því að afnema fulla skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót og það sé ekki boðlegt að hlusta á hann ýja að því að samtök fatlaðs fólks séu ekki að berjast fyrir sína félagsmenn. „Til margra ára hefur ÖBÍ ítrekað og algjörlega beðið ríkjandi ríkisstjórnir að afnema krónu á móti krónu skerðinguna, þ.e. taka út 100% skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót. Vegna þess að fatlað fólk þarf með henni að kaupa sig inn á atvinnumarkaðinn. Til margra ára höfum við krafist þess, bæði með ályktunum, kröfum, samtölum og beiðnum til stjórnvalda að örorkulífeyrir verði hækkaður þannig að hann sé að minnsta kosti til jafns við lágmarkslaun.“ Þuríður segir skilaboð sitjandi ríkisstjórnar og viðhorf þeirra til öryrkja vera skýr og það hafi sýnt sig þegar atvinnuleysisbætur voru hækkaðar fyrir ári síðan. „Í dag er það bláköld staðreynd að í tíð þessarar ríkisstjórnar eru lágmarkslaun kr. 317.000 - Atvinnuleysisbætur kr. 280.000 - Örorkulífeyrir kr. 248.000 - Allar upphæðir fyrir skatt. Þetta getur ekki verið skýrara, hér hefur fátækasta fólkið á Íslandi verið algjörlega og viljandi skilið eftir,“ skrifar Þuríður og bætir við að þetta sé í boði forsætisráðherra sem hafi líklega fengið atkvæði margra öryrkja í síðustu kosningum með yfirlýsingum sínum um að fátækt fólk ætti ekki að bíða eftir réttlæti. „Ja það var þá réttlæti, ég segi nú ekki annað.“ Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fann sig knúinn að blanda sér í umræðuna eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sakaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um að hafa seilst í vasa öryrkja með tekjuskerðingum. 4. júní 2019 12:25 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gagnrýnir málflutning Steingríms J. Sigfússonar harðlega í pistli sem birtist á vef Öryrkjabandalagsins í gær. Ástæða skrifanna er atvik á Alþingi síðastliðinn þriðjudag þar sem Steingrímur vék úr stóli forseta til þess að svara tilfinningaþrunginni ræðu Ingu Sæland.Sjá einnig: Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Í ræðu sinni sagði Inga velferðarstjórn eftirhrunsáranna hafa sett á krónu á móti krónu skerðingu því henni hefði þótt ástæða til að „seilast í vasa þeirra sem höllustum fæti stóðu í samfélaginu“. Þessi orð Ingu fóru illa í Steingrím sem líkt og áður sagði vék úr stóli forseta til þess að veita mótsvar. Hann sagðist ekki oft blanda sér í pólitískar umræður vegna stöðu sinnar en hann gæti ekki setið þegjandi undir „rangfærslum og óhróðri“. „Það er rangt að sú ríkisstjórn hafi tekið upp krónu á móti krónu tengingu. Það sem er rétt er að Jóhanna Sigurðardóttir sem félagsmálaráðherra kom á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu og það þótti þá stórkostlega réttarbót og þar var verið að bæta kjör þess hóps sem lakast var settur og fáir virðast muna eftir í dag og ég er orðinn ansi hugsi yfir því hvert samtök öryrkja og samtök aldraðra eru komin þegar nánast enginn talar orðið um þann hóp félagsmannanna sem er lakast settur og ekkert hefur annað en strípaðar greiðslurnar,“ sagði Steingrímur.Steingrími var heitt í hamsi þegar hann svaraði Ingu Sæland á Alþingi síðasta þriðjudag.AlþingiMálflutningur Steingríms til marks um að honum sé „skítsama“ um lífskjör öryrkja og fatlaða Þuríður Harpa er harðorð í pistli sínum sem ber yfirskriftina „Mér er algjörlega misboðið“. Þar segir hún Steingrím ekki gera greinarmun á því hvort hér sé efnahagskreppa eða hagsæld, honum þyki það vera nógu gott fyrir öryrkja að hafa krónu á móti krónu skerðingu. „Mér finnst á hans málflutningi honum vera algjörlega skítsama um það hvernig öryrkjar og fatlað fólk dregur fram lífið af smánarlágri framfærslu,“ skrifar Þuríður. Þá gagnrýnir hún ummæli Steingríms þegar hann sagði Ingu ekki virða kynsystur sína Jóhönnu Sigurðardóttir, sem hann sagði hafa verið einn merkasta félagsmálaráðherra þjóðarinnar. Henni hafi verið algjörlega misboðið að hlusta á málflutning hans sem hún líkir við frekjukast. „Mér er algjörlega misboðið að horfa á forseta Alþingis fá frekjukast í ræðustól, og hlusta á hann verja gjörðir sinnar stjórnartíðar, mér er algjörlega misboðið að heyra hann væna Ingu Sæland um að virða ekki kynsystur sína Jóhönnu Sigurðardóttur.“ÖBÍ ítrekað beðið um að afnema krónu á móti krónu skerðinguna Þuríður segir Öryrkjabandalagið hafa lengi barist fyrir því að afnema fulla skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót og það sé ekki boðlegt að hlusta á hann ýja að því að samtök fatlaðs fólks séu ekki að berjast fyrir sína félagsmenn. „Til margra ára hefur ÖBÍ ítrekað og algjörlega beðið ríkjandi ríkisstjórnir að afnema krónu á móti krónu skerðinguna, þ.e. taka út 100% skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót. Vegna þess að fatlað fólk þarf með henni að kaupa sig inn á atvinnumarkaðinn. Til margra ára höfum við krafist þess, bæði með ályktunum, kröfum, samtölum og beiðnum til stjórnvalda að örorkulífeyrir verði hækkaður þannig að hann sé að minnsta kosti til jafns við lágmarkslaun.“ Þuríður segir skilaboð sitjandi ríkisstjórnar og viðhorf þeirra til öryrkja vera skýr og það hafi sýnt sig þegar atvinnuleysisbætur voru hækkaðar fyrir ári síðan. „Í dag er það bláköld staðreynd að í tíð þessarar ríkisstjórnar eru lágmarkslaun kr. 317.000 - Atvinnuleysisbætur kr. 280.000 - Örorkulífeyrir kr. 248.000 - Allar upphæðir fyrir skatt. Þetta getur ekki verið skýrara, hér hefur fátækasta fólkið á Íslandi verið algjörlega og viljandi skilið eftir,“ skrifar Þuríður og bætir við að þetta sé í boði forsætisráðherra sem hafi líklega fengið atkvæði margra öryrkja í síðustu kosningum með yfirlýsingum sínum um að fátækt fólk ætti ekki að bíða eftir réttlæti. „Ja það var þá réttlæti, ég segi nú ekki annað.“
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fann sig knúinn að blanda sér í umræðuna eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sakaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um að hafa seilst í vasa öryrkja með tekjuskerðingum. 4. júní 2019 12:25 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fann sig knúinn að blanda sér í umræðuna eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sakaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um að hafa seilst í vasa öryrkja með tekjuskerðingum. 4. júní 2019 12:25