Lagið vann hann í samstarfi við þá Arnar Inga Ingason, einnig þekktur sem Young Nazareth, og Magnús Jóhann Ragnarsson.Þarna er á ferðinni sumarsmellur sem mun eflaust rata á spilunarlista margra í góða veðrinu.
„Þetta er lag til að spila úti á svölum,“ segir Auður í samtali við Vísi.
Þetta er fyrsta lagið hans síðan margverðlaunaða platan AFSAKANIR kom út í Nóvember 2018 við frábærar undirtektir. Margt er framundan hjá Auði í sumar. Hann fer meðal annars ásamt hljómsveit á stuttan tónleikatúr um Ísland áður en hann fer til Danmerkur til að spila á Hróaskeldu 2. júlí.
Miðnætti... : @agusteli & @snorribjornsView this post on Instagram
A post shared by Auður (@auduraudur) on Jun 6, 2019 at 3:12am PDT