Sumu er auðsvarað Bjarni Benediktsson skrifar 7. júní 2019 07:00 Vegna fækkunar ferðamanna og aflabrests í mikilvægum veiðistofni, loðnunni, verður ekki hagvöxtur á þessu ári eins og spáð hafði verið. Hagkerfið hefur á hinn bóginn verið í miklum vexti undanfarin ár. Það er merkileg staðreynd að hagkerfið er orðið um 25% stærra en það var árið 2013. Sá tímabundni samdráttur sem nú er gert ráð fyrir er í engu sambærilegur erfiðum samdráttarskeiðum sem við höfum gengið í gegnum áður. Um þetta eru allir sammála. Ja, nema mögulega Samfylkingin sem hélt fund á mánudaginn var undir yfirskriftinni: „Er annað hrun í vændum?“ Ekkert hefur spurst út um niðurstöðu fundarins. En þessu er auðsvarað. Tvennt stendur upp úr þegar horft er yfir sviðið um þessar mundir: Horfur til næstu ára eru ágætar. Spáð er hóflegri verðbólgu, áframhaldandi hagvexti, lækkandi vöxtum og með því skilyrðum fyrir aukinn kaupmátt. Við munum lækka tekjuskatt, tryggingagjald lækkar aftur um næstu áramót og áfram verður haldið við styrkingu innviða. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hve vel við erum í stakk búin til að takast á við breytingar í ytra umhverfinu. Við höfum dregið lærdóm af sögunni, breytt lögum, aukið aga í opinberum fjármálum, innleitt fjármálareglur og búið í haginn fyrir erfiðari tíma. Á undanförnum árum hefur margt gerst: Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og stórlækkað vaxtagreiðslur. Rekið ríkissjóð með rétt um 390 milljarða afgangi frá 2014. Erlendar eignir okkar umfram skuldir nema um 600 milljörðum. Eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja hefur stórbatnað og sparnaður vaxið. Við höfum opnað landið fyrir aukin viðskipti með niðurfellingu vörugjalda og tolla. Aðlögun að breyttum horfum í hagkerfinu verður ekki með öllu sársaukalaus. Við þurfum að skapa ný störf, sækja fram og halda verðmætasköpun í landinu áfram. Til þess þarf frumkvæði, bjartsýni og kraft. Það þarf réttar áherslur. Það getur líka skipt máli að kunna að spyrja réttu spurninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Benediktsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Vegna fækkunar ferðamanna og aflabrests í mikilvægum veiðistofni, loðnunni, verður ekki hagvöxtur á þessu ári eins og spáð hafði verið. Hagkerfið hefur á hinn bóginn verið í miklum vexti undanfarin ár. Það er merkileg staðreynd að hagkerfið er orðið um 25% stærra en það var árið 2013. Sá tímabundni samdráttur sem nú er gert ráð fyrir er í engu sambærilegur erfiðum samdráttarskeiðum sem við höfum gengið í gegnum áður. Um þetta eru allir sammála. Ja, nema mögulega Samfylkingin sem hélt fund á mánudaginn var undir yfirskriftinni: „Er annað hrun í vændum?“ Ekkert hefur spurst út um niðurstöðu fundarins. En þessu er auðsvarað. Tvennt stendur upp úr þegar horft er yfir sviðið um þessar mundir: Horfur til næstu ára eru ágætar. Spáð er hóflegri verðbólgu, áframhaldandi hagvexti, lækkandi vöxtum og með því skilyrðum fyrir aukinn kaupmátt. Við munum lækka tekjuskatt, tryggingagjald lækkar aftur um næstu áramót og áfram verður haldið við styrkingu innviða. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hve vel við erum í stakk búin til að takast á við breytingar í ytra umhverfinu. Við höfum dregið lærdóm af sögunni, breytt lögum, aukið aga í opinberum fjármálum, innleitt fjármálareglur og búið í haginn fyrir erfiðari tíma. Á undanförnum árum hefur margt gerst: Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og stórlækkað vaxtagreiðslur. Rekið ríkissjóð með rétt um 390 milljarða afgangi frá 2014. Erlendar eignir okkar umfram skuldir nema um 600 milljörðum. Eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja hefur stórbatnað og sparnaður vaxið. Við höfum opnað landið fyrir aukin viðskipti með niðurfellingu vörugjalda og tolla. Aðlögun að breyttum horfum í hagkerfinu verður ekki með öllu sársaukalaus. Við þurfum að skapa ný störf, sækja fram og halda verðmætasköpun í landinu áfram. Til þess þarf frumkvæði, bjartsýni og kraft. Það þarf réttar áherslur. Það getur líka skipt máli að kunna að spyrja réttu spurninganna.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar