Líf og fjör um allt land yfir helgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2019 11:40 Mynd frá tónlistarhátíðinni á Kótelettunni sem fer fram síðar í kvöld. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Mikil ferðahelgi er framundan, enda hvítasunnuhelgi og margir landsmenn í fríi fram á mánudag. Tvær bæjarhátíðir munu fara fram um helgina en það eru Kótelettan á Selfossi og Skjaldborg Folk Festival á Patreksfirði. Búast má við þungri umferð um allt land yfir helgina og í næstu viku. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hvatt ökumenn til að gæta fyllstu varúðar í umferðinni um helgina og í næstu viku. Ferðamönnum mun fjölga til Vestmannaeyja um helgina en fyrsta Bjórfestival á vegum The Brothers Brewery verður haldið á laugardag, 8. júní. TM mótið verður haldið helgina 13. -15. júní en þar keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu. Kótelettan verður haldin í 10. skiptið á Selfossi um helgina og til að fagna því verður hátíðin þrír dagar en ekki tveir eins og hefur verið síðustu ár. Fjölskyldudagskráin byrjar kl. 13 og verður veltíbíll á svæðinu, Tívolí og margt fleira. Barnaskemmtun mun fara fram kl. 14 en þar munu meðal annars koma fram Íþróttaálfurinn og Solla stirða, Jón Jónsson og Sprite Zero Klan. Ball verður svo haldið í Hvíta húsinu í kvöld en þar munu margir helstu tónlistarmenn Íslands stíga á stokk þar á meðal Eiríkur Hauksson, Herra Hnetusmjör, Á Móti Sól, Sprite Zero Klan og íslenski plötusnúðurinn DJ NOKTO. Tónlistarveislan mun svo halda áfram þar til á mánudags morgun. Búast má við lífi og fjöri á tjaldsvæðum út um allt land um helgina.vísir/ásgeir Skjaldborgarhátíðin í Vesturbyggð verður sett kl. 20:30 í kvöld og verður fram á sunnudagskvöld. Hátíðin heiðrar íslenskar heimildamyndir og verður haldin í þrettánda sinn á Patreksfirði nú um helgina. Ókeypis verður inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar verða í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins. Búist er við að Íslendingar nýti helgina í alls kyns skemmtun, þar á meðal tjald útilegur en í samtali við Vísi sagði Olga Zoega, starfsmaður tjaldsvæðisins í Húsafelli og leiðsögumaður, að mun fleiri Íslendingar væru á ferðinni í ár en í fyrra vegna veðurblíðunnar sem hefur blessað okkur síðustu vikurnar. „Við búum okkur undir stóra helgi, fyrstu góðu helgina enda er rosalega góð veðurspá og Íslendingarnir eru brjálaðir í Húsafell. Hér er góð sundlaug, mikið og gott útivista- og göngusvæði, héðan er farið í jöklaferðir og svo er hraunhellir í næsta nágrenni. Golfvöllurinn er mjög vinsæll og hoppudýnan sem er á svæðinu, krakkarnir eru hoppandi á henni allan sólarhringinn liggur við,“ sagði Olga. Árborg Sumarlífið Vestmannaeyjar Vesturbyggð Kótelettan Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Mikil ferðahelgi er framundan, enda hvítasunnuhelgi og margir landsmenn í fríi fram á mánudag. Tvær bæjarhátíðir munu fara fram um helgina en það eru Kótelettan á Selfossi og Skjaldborg Folk Festival á Patreksfirði. Búast má við þungri umferð um allt land yfir helgina og í næstu viku. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hvatt ökumenn til að gæta fyllstu varúðar í umferðinni um helgina og í næstu viku. Ferðamönnum mun fjölga til Vestmannaeyja um helgina en fyrsta Bjórfestival á vegum The Brothers Brewery verður haldið á laugardag, 8. júní. TM mótið verður haldið helgina 13. -15. júní en þar keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu. Kótelettan verður haldin í 10. skiptið á Selfossi um helgina og til að fagna því verður hátíðin þrír dagar en ekki tveir eins og hefur verið síðustu ár. Fjölskyldudagskráin byrjar kl. 13 og verður veltíbíll á svæðinu, Tívolí og margt fleira. Barnaskemmtun mun fara fram kl. 14 en þar munu meðal annars koma fram Íþróttaálfurinn og Solla stirða, Jón Jónsson og Sprite Zero Klan. Ball verður svo haldið í Hvíta húsinu í kvöld en þar munu margir helstu tónlistarmenn Íslands stíga á stokk þar á meðal Eiríkur Hauksson, Herra Hnetusmjör, Á Móti Sól, Sprite Zero Klan og íslenski plötusnúðurinn DJ NOKTO. Tónlistarveislan mun svo halda áfram þar til á mánudags morgun. Búast má við lífi og fjöri á tjaldsvæðum út um allt land um helgina.vísir/ásgeir Skjaldborgarhátíðin í Vesturbyggð verður sett kl. 20:30 í kvöld og verður fram á sunnudagskvöld. Hátíðin heiðrar íslenskar heimildamyndir og verður haldin í þrettánda sinn á Patreksfirði nú um helgina. Ókeypis verður inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar verða í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins. Búist er við að Íslendingar nýti helgina í alls kyns skemmtun, þar á meðal tjald útilegur en í samtali við Vísi sagði Olga Zoega, starfsmaður tjaldsvæðisins í Húsafelli og leiðsögumaður, að mun fleiri Íslendingar væru á ferðinni í ár en í fyrra vegna veðurblíðunnar sem hefur blessað okkur síðustu vikurnar. „Við búum okkur undir stóra helgi, fyrstu góðu helgina enda er rosalega góð veðurspá og Íslendingarnir eru brjálaðir í Húsafell. Hér er góð sundlaug, mikið og gott útivista- og göngusvæði, héðan er farið í jöklaferðir og svo er hraunhellir í næsta nágrenni. Golfvöllurinn er mjög vinsæll og hoppudýnan sem er á svæðinu, krakkarnir eru hoppandi á henni allan sólarhringinn liggur við,“ sagði Olga.
Árborg Sumarlífið Vestmannaeyjar Vesturbyggð Kótelettan Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira