Afreksmenn Óttar Guðmundsson skrifar 8. júní 2019 17:00 Árangur íslenskra íþróttamanna hefur verið heldur rýr í alþjóðasamhengi. Þegar taldir eru saman verðlaunapeningar á Ólympíuleikum og öðrum heimsleikum stöndum við öðrum Norðurlandaþjóðum að baki. Afreksmenn okkar hafa þó skarað fram úr í öðrum veigamiklum en óþekktum greinum. Einu sinni áttum við heimsmeistara í hástökki innanhúss án atrennu. Íslendingur var Evrópu- og heimsmeistari í þolfimi fyrir 20 árum. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins en síðan hefur enginn heyrt á þolfimi minnst sem keppnisgrein. Vaskir Íslendingar hafa unnið steratröllakeppnina „sterkasti maður heims“. Þátttakendafjöldinn virðist verulega takmarkaður enda keppa sömu menn í trukkadrætti og tunnukasti ár eftir ár. Íslendingar hafa lengi skarað framúr á heimsmeistaramótum íslenska hestsins af skiljanlegum ástæðum. Nú er Evrópumeistaramótið Júróvisjón nýafstaðið. Sigurvissir Íslendingar lentu í 10. sæti með atriðið sitt. Á hinn bóginn sigraði hópurinn með glæsibrag í keppninni „gagnrýnum gestgjafann!“ Við vorum reyndar eina þátttökuþjóðin sem eykur sigurlíkurnar til muna. Miklu skiptir fyrir framgang íslenskra keppenda að finna sér annan vettvang en allur fjöldinn. Íslendingar munu væntanlega vinna næstu heimsmeistarakeppni í laufabrauðsbakstri. Í næstu Júróvisjón mótmælum við harðlega meðferð Hollendinga á Súrínömum og nýlendunum í Indónesíu. Við skulum auk þess gagnrýna hátt og snjallt hversu sjaldan Hollendingurinn Arjen Robben gaf boltann á Eið Smára þegar þeir spiluðu saman með Chelsea. Okkar bíður frægðarför í lítt þekktum íþróttagreinum þar sem fulltrúar okkar keppa fyrst og fremst við sjálfa sig. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á sjálfsvitund og þjóðarstolt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Árangur íslenskra íþróttamanna hefur verið heldur rýr í alþjóðasamhengi. Þegar taldir eru saman verðlaunapeningar á Ólympíuleikum og öðrum heimsleikum stöndum við öðrum Norðurlandaþjóðum að baki. Afreksmenn okkar hafa þó skarað fram úr í öðrum veigamiklum en óþekktum greinum. Einu sinni áttum við heimsmeistara í hástökki innanhúss án atrennu. Íslendingur var Evrópu- og heimsmeistari í þolfimi fyrir 20 árum. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins en síðan hefur enginn heyrt á þolfimi minnst sem keppnisgrein. Vaskir Íslendingar hafa unnið steratröllakeppnina „sterkasti maður heims“. Þátttakendafjöldinn virðist verulega takmarkaður enda keppa sömu menn í trukkadrætti og tunnukasti ár eftir ár. Íslendingar hafa lengi skarað framúr á heimsmeistaramótum íslenska hestsins af skiljanlegum ástæðum. Nú er Evrópumeistaramótið Júróvisjón nýafstaðið. Sigurvissir Íslendingar lentu í 10. sæti með atriðið sitt. Á hinn bóginn sigraði hópurinn með glæsibrag í keppninni „gagnrýnum gestgjafann!“ Við vorum reyndar eina þátttökuþjóðin sem eykur sigurlíkurnar til muna. Miklu skiptir fyrir framgang íslenskra keppenda að finna sér annan vettvang en allur fjöldinn. Íslendingar munu væntanlega vinna næstu heimsmeistarakeppni í laufabrauðsbakstri. Í næstu Júróvisjón mótmælum við harðlega meðferð Hollendinga á Súrínömum og nýlendunum í Indónesíu. Við skulum auk þess gagnrýna hátt og snjallt hversu sjaldan Hollendingurinn Arjen Robben gaf boltann á Eið Smára þegar þeir spiluðu saman með Chelsea. Okkar bíður frægðarför í lítt þekktum íþróttagreinum þar sem fulltrúar okkar keppa fyrst og fremst við sjálfa sig. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á sjálfsvitund og þjóðarstolt.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun