Afreksmenn Óttar Guðmundsson skrifar 8. júní 2019 17:00 Árangur íslenskra íþróttamanna hefur verið heldur rýr í alþjóðasamhengi. Þegar taldir eru saman verðlaunapeningar á Ólympíuleikum og öðrum heimsleikum stöndum við öðrum Norðurlandaþjóðum að baki. Afreksmenn okkar hafa þó skarað fram úr í öðrum veigamiklum en óþekktum greinum. Einu sinni áttum við heimsmeistara í hástökki innanhúss án atrennu. Íslendingur var Evrópu- og heimsmeistari í þolfimi fyrir 20 árum. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins en síðan hefur enginn heyrt á þolfimi minnst sem keppnisgrein. Vaskir Íslendingar hafa unnið steratröllakeppnina „sterkasti maður heims“. Þátttakendafjöldinn virðist verulega takmarkaður enda keppa sömu menn í trukkadrætti og tunnukasti ár eftir ár. Íslendingar hafa lengi skarað framúr á heimsmeistaramótum íslenska hestsins af skiljanlegum ástæðum. Nú er Evrópumeistaramótið Júróvisjón nýafstaðið. Sigurvissir Íslendingar lentu í 10. sæti með atriðið sitt. Á hinn bóginn sigraði hópurinn með glæsibrag í keppninni „gagnrýnum gestgjafann!“ Við vorum reyndar eina þátttökuþjóðin sem eykur sigurlíkurnar til muna. Miklu skiptir fyrir framgang íslenskra keppenda að finna sér annan vettvang en allur fjöldinn. Íslendingar munu væntanlega vinna næstu heimsmeistarakeppni í laufabrauðsbakstri. Í næstu Júróvisjón mótmælum við harðlega meðferð Hollendinga á Súrínömum og nýlendunum í Indónesíu. Við skulum auk þess gagnrýna hátt og snjallt hversu sjaldan Hollendingurinn Arjen Robben gaf boltann á Eið Smára þegar þeir spiluðu saman með Chelsea. Okkar bíður frægðarför í lítt þekktum íþróttagreinum þar sem fulltrúar okkar keppa fyrst og fremst við sjálfa sig. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á sjálfsvitund og þjóðarstolt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Árangur íslenskra íþróttamanna hefur verið heldur rýr í alþjóðasamhengi. Þegar taldir eru saman verðlaunapeningar á Ólympíuleikum og öðrum heimsleikum stöndum við öðrum Norðurlandaþjóðum að baki. Afreksmenn okkar hafa þó skarað fram úr í öðrum veigamiklum en óþekktum greinum. Einu sinni áttum við heimsmeistara í hástökki innanhúss án atrennu. Íslendingur var Evrópu- og heimsmeistari í þolfimi fyrir 20 árum. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins en síðan hefur enginn heyrt á þolfimi minnst sem keppnisgrein. Vaskir Íslendingar hafa unnið steratröllakeppnina „sterkasti maður heims“. Þátttakendafjöldinn virðist verulega takmarkaður enda keppa sömu menn í trukkadrætti og tunnukasti ár eftir ár. Íslendingar hafa lengi skarað framúr á heimsmeistaramótum íslenska hestsins af skiljanlegum ástæðum. Nú er Evrópumeistaramótið Júróvisjón nýafstaðið. Sigurvissir Íslendingar lentu í 10. sæti með atriðið sitt. Á hinn bóginn sigraði hópurinn með glæsibrag í keppninni „gagnrýnum gestgjafann!“ Við vorum reyndar eina þátttökuþjóðin sem eykur sigurlíkurnar til muna. Miklu skiptir fyrir framgang íslenskra keppenda að finna sér annan vettvang en allur fjöldinn. Íslendingar munu væntanlega vinna næstu heimsmeistarakeppni í laufabrauðsbakstri. Í næstu Júróvisjón mótmælum við harðlega meðferð Hollendinga á Súrínömum og nýlendunum í Indónesíu. Við skulum auk þess gagnrýna hátt og snjallt hversu sjaldan Hollendingurinn Arjen Robben gaf boltann á Eið Smára þegar þeir spiluðu saman með Chelsea. Okkar bíður frægðarför í lítt þekktum íþróttagreinum þar sem fulltrúar okkar keppa fyrst og fremst við sjálfa sig. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á sjálfsvitund og þjóðarstolt.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar