Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2019 10:49 Samuel Little afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu. Vísir/AP Raðmorðingi sem hefur viðurkennt að hafa skilið eftir sig slóð dauðra kvenna um áratugaskeið í fjölda ríkja Bandaríkjanna hefur nú verið tengdur við rúmlega 60 dauðsföll. Raðmorðinginn heitir Samuel Little en hann afplánar í dag lífstíðardóm fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Hann er orðinn 79 ára gamall og við slæma heilsu og hefur reynst samstarfsfús í garð rannsakenda undanfarið. Rannsakendur óupplýstra sakamála hafa leitað til hans upp á síðkastið og reynt að hafa hraðar hendur sökum heilsu hans en Little er sagður einn afkastamesti raðmorðinginn í sögu Bandaríkjanna. Þetta héldu bandarísk yfirvöld fram þegar hann hafði verið tengdur við 36 dauðsföll. Little vill meina að morðæði sitt hafi náð yfir 35 ára tímabili, frá 1970 til 2005.Vill að fórnarlömbin finnist Héraðssaksóknari í Ectons-sýslu, Bobby Bland, segir Little ekki komast lengra með sín mál í réttarkerfinu sem hafi orðið til þess að hann fór að reynast rannsakendum samstarfsfús. „Á þessum tímapunkti í lífi hans er hann staðráðinn í að láta finna lík fórnarlamba sinna,“ sagði Bland. Á meðal þeirra sem rannsakenda sem ræddu við hann voru rannsakendur frá Ohio-ríki, þar sem Little ólst upp, en hann er sakaður um að hafa myrt í það minnsta fimm konur þar. Little var sakfelldur fyrir morð á þremur konum á Los Angeles-svæðinu en hann játaði einnig að hafa myrt konu í Texas-ríki. Hann afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu ríkisfangelsinu. Hann heldur því fram að hann hafi myrt 93 konur á för sinni um Bandaríkin.Þegar réttað var yfir Little í Los Angeles árið 2014 töldu saksóknarar líkur á að hann bæri ábyrgð á í það minnsta dauða fjörutíu manneskja frá árinu 1980. Á þeim tíma tengdu yfirvöld Little við dauða fólks í ríkjunum Flórída, Georgia, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Ohio og Texas.Lögreglumaður vann sér inn traust hans Little reyndist þó ekki samstarfsfús á þeim tíma en Bland þakkaði lögreglumanninum James Holland, frá Texas, fyrir að ávinna sér traust Little og ná úr honum fjölda játninga. Holland ferðaðist til Kaliforníu í fyrra til að ræða við Little um óupplýst sakamál í Texas. Það leiddi til þess að Little var framseldur til Texas þar sem hann gekkst við því að hafa kyrkt Denise Christie Brothers í borginni Odessa í desember árið 1994. Þeir héldu áfram að tala saman, Holland og Little, eftir að Little var sendur aftur til ríkisfangelsisins í Kaliforníu en Holland er sá sem heldur því að Little beri ábyrgð á dauða 93 manneskja.Ekkert reynst rangt Upplýsingarnar frá Holland voru senda til rannsakenda víða um Bandaríkin sem varð til þess að leiðir þeirra allra lágu til Little í Kaliforníu. Bland sagði að fórnarlömb Little hefðu oftast kafnað eða verið kyrkt. Í mörgum tilvika voru ekki sýnilegir áverkar sem varð til þess að rannsakendur töldu að dauði þeirra hefði ekki borið að með saknæmum hætti. „Hann hefur ekki enn veitt villandi upplýsingar. Það hefur ekkert reynst rangt,“ sagði Bland á blaðamannafundi í gær. Gary Ridgway, sem var kallaður Green River Killer, játaði að hafa myrt 49 konur og stúlkur, sem gerði hann að einum hryllilegasta raðmorðingja sögunnar, en hann hélt því sjálfur fram að fórnarlömb hans væru 71. Bandaríkin Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Raðmorðingi sem hefur viðurkennt að hafa skilið eftir sig slóð dauðra kvenna um áratugaskeið í fjölda ríkja Bandaríkjanna hefur nú verið tengdur við rúmlega 60 dauðsföll. Raðmorðinginn heitir Samuel Little en hann afplánar í dag lífstíðardóm fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Hann er orðinn 79 ára gamall og við slæma heilsu og hefur reynst samstarfsfús í garð rannsakenda undanfarið. Rannsakendur óupplýstra sakamála hafa leitað til hans upp á síðkastið og reynt að hafa hraðar hendur sökum heilsu hans en Little er sagður einn afkastamesti raðmorðinginn í sögu Bandaríkjanna. Þetta héldu bandarísk yfirvöld fram þegar hann hafði verið tengdur við 36 dauðsföll. Little vill meina að morðæði sitt hafi náð yfir 35 ára tímabili, frá 1970 til 2005.Vill að fórnarlömbin finnist Héraðssaksóknari í Ectons-sýslu, Bobby Bland, segir Little ekki komast lengra með sín mál í réttarkerfinu sem hafi orðið til þess að hann fór að reynast rannsakendum samstarfsfús. „Á þessum tímapunkti í lífi hans er hann staðráðinn í að láta finna lík fórnarlamba sinna,“ sagði Bland. Á meðal þeirra sem rannsakenda sem ræddu við hann voru rannsakendur frá Ohio-ríki, þar sem Little ólst upp, en hann er sakaður um að hafa myrt í það minnsta fimm konur þar. Little var sakfelldur fyrir morð á þremur konum á Los Angeles-svæðinu en hann játaði einnig að hafa myrt konu í Texas-ríki. Hann afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu ríkisfangelsinu. Hann heldur því fram að hann hafi myrt 93 konur á för sinni um Bandaríkin.Þegar réttað var yfir Little í Los Angeles árið 2014 töldu saksóknarar líkur á að hann bæri ábyrgð á í það minnsta dauða fjörutíu manneskja frá árinu 1980. Á þeim tíma tengdu yfirvöld Little við dauða fólks í ríkjunum Flórída, Georgia, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Ohio og Texas.Lögreglumaður vann sér inn traust hans Little reyndist þó ekki samstarfsfús á þeim tíma en Bland þakkaði lögreglumanninum James Holland, frá Texas, fyrir að ávinna sér traust Little og ná úr honum fjölda játninga. Holland ferðaðist til Kaliforníu í fyrra til að ræða við Little um óupplýst sakamál í Texas. Það leiddi til þess að Little var framseldur til Texas þar sem hann gekkst við því að hafa kyrkt Denise Christie Brothers í borginni Odessa í desember árið 1994. Þeir héldu áfram að tala saman, Holland og Little, eftir að Little var sendur aftur til ríkisfangelsisins í Kaliforníu en Holland er sá sem heldur því að Little beri ábyrgð á dauða 93 manneskja.Ekkert reynst rangt Upplýsingarnar frá Holland voru senda til rannsakenda víða um Bandaríkin sem varð til þess að leiðir þeirra allra lágu til Little í Kaliforníu. Bland sagði að fórnarlömb Little hefðu oftast kafnað eða verið kyrkt. Í mörgum tilvika voru ekki sýnilegir áverkar sem varð til þess að rannsakendur töldu að dauði þeirra hefði ekki borið að með saknæmum hætti. „Hann hefur ekki enn veitt villandi upplýsingar. Það hefur ekkert reynst rangt,“ sagði Bland á blaðamannafundi í gær. Gary Ridgway, sem var kallaður Green River Killer, játaði að hafa myrt 49 konur og stúlkur, sem gerði hann að einum hryllilegasta raðmorðingja sögunnar, en hann hélt því sjálfur fram að fórnarlömb hans væru 71.
Bandaríkin Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira