Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. júní 2019 13:33 Assange var handtekinn í London í apríl. NurPhoto/Getty Ekki liggur fyrir með hvaða hætti íslensk yfirvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á Julian Assange, stofnanda Wikileaks-samtakanna. Dómsmálaráðuneytinu er skylt samkvæmt lögum að veita gagnkvæma alþjóðlega réttaraðstoð sé þess óskað og er ráðuneytisins þess að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Engar upplýsingar hafa fengist um með hvaða hætti íslensk stjórnvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á málum Julian Assagne, stofnanda Wikileaks en sakamálarannsókn þarlendra yfirvalda lúta að gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. Ekki hafa fengist upplýsingar frá embætti Ríkissaksóknara um hvort embættið hafi haft milligöngu um rannsókn bandarískra stjórnvalda og til hvaða undirstofnanna hafi verið leitað til. Bandarísk stjórnvöld vilja Assagne framseldan en hann situr í fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa svikist undan tryggingu. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir ekki ólíklegt að hann sjálfur verði ákærður í sakamálarannsókn bandarískra stjórnvalda og aðkomu sinnar að málum. Dómsmálaráðuneytið birti tilkynningu á vef embættisins í gær en þar kemur fram að samkvæmt lögum sé ráðuneytið sé miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð. Hlutverk ráðuneytisins í slíkum málum sé eingöngu að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Telji ráðuneytið svo vera sé beiðnin framsend viðeigandi stjórnvaldi, þ.e. ríkissaksóknara, til frekari meðferðar. Ráðuneytið segist í tilkynningu sinni ekki geta tjáð sig um einstök sakamál sem eru til meðferðar. Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ekki liggur fyrir með hvaða hætti íslensk yfirvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á Julian Assange, stofnanda Wikileaks-samtakanna. Dómsmálaráðuneytinu er skylt samkvæmt lögum að veita gagnkvæma alþjóðlega réttaraðstoð sé þess óskað og er ráðuneytisins þess að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Engar upplýsingar hafa fengist um með hvaða hætti íslensk stjórnvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á málum Julian Assagne, stofnanda Wikileaks en sakamálarannsókn þarlendra yfirvalda lúta að gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. Ekki hafa fengist upplýsingar frá embætti Ríkissaksóknara um hvort embættið hafi haft milligöngu um rannsókn bandarískra stjórnvalda og til hvaða undirstofnanna hafi verið leitað til. Bandarísk stjórnvöld vilja Assagne framseldan en hann situr í fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa svikist undan tryggingu. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir ekki ólíklegt að hann sjálfur verði ákærður í sakamálarannsókn bandarískra stjórnvalda og aðkomu sinnar að málum. Dómsmálaráðuneytið birti tilkynningu á vef embættisins í gær en þar kemur fram að samkvæmt lögum sé ráðuneytið sé miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð. Hlutverk ráðuneytisins í slíkum málum sé eingöngu að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Telji ráðuneytið svo vera sé beiðnin framsend viðeigandi stjórnvaldi, þ.e. ríkissaksóknara, til frekari meðferðar. Ráðuneytið segist í tilkynningu sinni ekki geta tjáð sig um einstök sakamál sem eru til meðferðar.
Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira