Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Andri Eysteinsson skrifar 8. júní 2019 16:26 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, við kynningu fjárlaga fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli Fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, um fjármálaáætlun sem liggur fyrir þinginu. Segja má að með pistlinum svari fjármálaráðherra gagnrýni sem Ágúst Ólafur Ágústsson setti fram í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Bjarni segir að í áætluninni sé víða komið við, bæði á tekju- og gjaldahlið og segir það vera skyldu ríkisstjórnarinnar að ganga eins vel um sameiginlega sjóði og mögulegt er. Bjarni svarar þá gagnrýni þingmanns Samfylkingarinnar, Ágústs Ólafs Ágústssonar sem sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera í „hálfgerðu áfalli við lestur breytingatillagna á fjármálaáætlun.“Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunnar Bjarni skýtur þá á Samfylkinguna og segir flokkinn hafa helst lagt það til að auka skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillögurnar í nefnd þingsins. Flokkur hans hefur helst lagt það til að auka skattlagningu um 25-35 milljarða og verja því meira og minna öllu í varanleg útgjöld“ skrifar Bjarni. Með pistlinum lætur Bjarni fylgja með graf sem sýnir þróun framlaga til málefnasviðs 27, sem er „Örorka og málefni fatlaðs fólks“ en Ágúst hafði gagnrýnt breytingar á fjármálaáætlun sem myndu lækka framlög til málaflokksins um tæpa átta milljarða frá því sem kynnt hefði verið. „Á málefnasviðinu örorka og málefni fatlaðs fólks verður samkvæmt tillögum, sem kynntar hafa verið fjárlaganefnd og eru þar til meðferðar, áhersla lögð á að auka skilvirkni, bæta nýtingu fjármuna og huga að samspili við önnur stuðningskerfi. Engin áform eru hins vegar uppi um niðurskurð í bótakerfum,“ skrifar Bjarni, en pistil Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins má sjá hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli Fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, um fjármálaáætlun sem liggur fyrir þinginu. Segja má að með pistlinum svari fjármálaráðherra gagnrýni sem Ágúst Ólafur Ágústsson setti fram í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Bjarni segir að í áætluninni sé víða komið við, bæði á tekju- og gjaldahlið og segir það vera skyldu ríkisstjórnarinnar að ganga eins vel um sameiginlega sjóði og mögulegt er. Bjarni svarar þá gagnrýni þingmanns Samfylkingarinnar, Ágústs Ólafs Ágústssonar sem sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera í „hálfgerðu áfalli við lestur breytingatillagna á fjármálaáætlun.“Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunnar Bjarni skýtur þá á Samfylkinguna og segir flokkinn hafa helst lagt það til að auka skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillögurnar í nefnd þingsins. Flokkur hans hefur helst lagt það til að auka skattlagningu um 25-35 milljarða og verja því meira og minna öllu í varanleg útgjöld“ skrifar Bjarni. Með pistlinum lætur Bjarni fylgja með graf sem sýnir þróun framlaga til málefnasviðs 27, sem er „Örorka og málefni fatlaðs fólks“ en Ágúst hafði gagnrýnt breytingar á fjármálaáætlun sem myndu lækka framlög til málaflokksins um tæpa átta milljarða frá því sem kynnt hefði verið. „Á málefnasviðinu örorka og málefni fatlaðs fólks verður samkvæmt tillögum, sem kynntar hafa verið fjárlaganefnd og eru þar til meðferðar, áhersla lögð á að auka skilvirkni, bæta nýtingu fjármuna og huga að samspili við önnur stuðningskerfi. Engin áform eru hins vegar uppi um niðurskurð í bótakerfum,“ skrifar Bjarni, en pistil Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins má sjá hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira