Björn Leví: „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 21:20 Björn Leví var mjög harðorður gagnvart Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, vegna nýrrar fjármálaáætlunar. vísir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi og úthúðar hann fjármálaráðherra og Facebook í kvöld. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu, en Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að hann væri í áfalli vegna breytinganna og að margt hafi komið þar á óvart.Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Bjarni svaraði þessari gagnrýni og sagði Samfylkinguna hafa helst lagt til að auka skildi skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillöguna í nefnd þingsins,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Björn Leví bregst ókvæða við á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir frétt RÚV um viðbrögð Bjarna við orðum Ágústs Ólafs. „Hvers konar helvítis bull er þetta eiginlega. Hvað var þá fyrri fjármálaáætlun? Slæm nýting á fjármunum?“ skrifaði Björn Leví í uppfærslu á Facebook síðu sinni. „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli.“ Björn Leví segir að það eigi þess í stað til dæmis að efla skattaeftirlit sem sem myndi skila meiri tekjum. „Það eina sem það segir mér er að fyrri áætlun hafi verið sett fram með ívilnunum fyrir skattsvikara. Það er ekki fyrr en herðir í ári að þessi fjármálaráðherra neyðist til þess að gang í þær ívilnanir… það verður samt að skerða tilfærslukerfi almannatrygginga líka,“ bætti Björn Leví við. Hann segir þessa framsetningu ekki heiðarlega hjá ráðherra sem beri að segja satt og rétt frá. „Það á að hækka skatta á heimil í „svokallaða“ græna skatta. Bæta við urðu árgjaldi á heimilissorp sem getur svo sem verið ágætt en samtímis eru framlög til umhverfismála að minnka,“ segir Björn Leví. „Já, það fýkur í mig þegar ráðherra bullar svona og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að tjá þá tilfinningu með viðeigandi orðum til þess að fólk skilji hversu alvarlegt mér finnst þetta vera.“ Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi og úthúðar hann fjármálaráðherra og Facebook í kvöld. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu, en Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að hann væri í áfalli vegna breytinganna og að margt hafi komið þar á óvart.Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Bjarni svaraði þessari gagnrýni og sagði Samfylkinguna hafa helst lagt til að auka skildi skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillöguna í nefnd þingsins,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Björn Leví bregst ókvæða við á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir frétt RÚV um viðbrögð Bjarna við orðum Ágústs Ólafs. „Hvers konar helvítis bull er þetta eiginlega. Hvað var þá fyrri fjármálaáætlun? Slæm nýting á fjármunum?“ skrifaði Björn Leví í uppfærslu á Facebook síðu sinni. „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli.“ Björn Leví segir að það eigi þess í stað til dæmis að efla skattaeftirlit sem sem myndi skila meiri tekjum. „Það eina sem það segir mér er að fyrri áætlun hafi verið sett fram með ívilnunum fyrir skattsvikara. Það er ekki fyrr en herðir í ári að þessi fjármálaráðherra neyðist til þess að gang í þær ívilnanir… það verður samt að skerða tilfærslukerfi almannatrygginga líka,“ bætti Björn Leví við. Hann segir þessa framsetningu ekki heiðarlega hjá ráðherra sem beri að segja satt og rétt frá. „Það á að hækka skatta á heimil í „svokallaða“ græna skatta. Bæta við urðu árgjaldi á heimilissorp sem getur svo sem verið ágætt en samtímis eru framlög til umhverfismála að minnka,“ segir Björn Leví. „Já, það fýkur í mig þegar ráðherra bullar svona og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að tjá þá tilfinningu með viðeigandi orðum til þess að fólk skilji hversu alvarlegt mér finnst þetta vera.“
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira