Björn Leví: „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 21:20 Björn Leví var mjög harðorður gagnvart Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, vegna nýrrar fjármálaáætlunar. vísir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi og úthúðar hann fjármálaráðherra og Facebook í kvöld. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu, en Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að hann væri í áfalli vegna breytinganna og að margt hafi komið þar á óvart.Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Bjarni svaraði þessari gagnrýni og sagði Samfylkinguna hafa helst lagt til að auka skildi skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillöguna í nefnd þingsins,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Björn Leví bregst ókvæða við á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir frétt RÚV um viðbrögð Bjarna við orðum Ágústs Ólafs. „Hvers konar helvítis bull er þetta eiginlega. Hvað var þá fyrri fjármálaáætlun? Slæm nýting á fjármunum?“ skrifaði Björn Leví í uppfærslu á Facebook síðu sinni. „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli.“ Björn Leví segir að það eigi þess í stað til dæmis að efla skattaeftirlit sem sem myndi skila meiri tekjum. „Það eina sem það segir mér er að fyrri áætlun hafi verið sett fram með ívilnunum fyrir skattsvikara. Það er ekki fyrr en herðir í ári að þessi fjármálaráðherra neyðist til þess að gang í þær ívilnanir… það verður samt að skerða tilfærslukerfi almannatrygginga líka,“ bætti Björn Leví við. Hann segir þessa framsetningu ekki heiðarlega hjá ráðherra sem beri að segja satt og rétt frá. „Það á að hækka skatta á heimil í „svokallaða“ græna skatta. Bæta við urðu árgjaldi á heimilissorp sem getur svo sem verið ágætt en samtímis eru framlög til umhverfismála að minnka,“ segir Björn Leví. „Já, það fýkur í mig þegar ráðherra bullar svona og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að tjá þá tilfinningu með viðeigandi orðum til þess að fólk skilji hversu alvarlegt mér finnst þetta vera.“ Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi og úthúðar hann fjármálaráðherra og Facebook í kvöld. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu, en Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að hann væri í áfalli vegna breytinganna og að margt hafi komið þar á óvart.Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Bjarni svaraði þessari gagnrýni og sagði Samfylkinguna hafa helst lagt til að auka skildi skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillöguna í nefnd þingsins,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Björn Leví bregst ókvæða við á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir frétt RÚV um viðbrögð Bjarna við orðum Ágústs Ólafs. „Hvers konar helvítis bull er þetta eiginlega. Hvað var þá fyrri fjármálaáætlun? Slæm nýting á fjármunum?“ skrifaði Björn Leví í uppfærslu á Facebook síðu sinni. „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli.“ Björn Leví segir að það eigi þess í stað til dæmis að efla skattaeftirlit sem sem myndi skila meiri tekjum. „Það eina sem það segir mér er að fyrri áætlun hafi verið sett fram með ívilnunum fyrir skattsvikara. Það er ekki fyrr en herðir í ári að þessi fjármálaráðherra neyðist til þess að gang í þær ívilnanir… það verður samt að skerða tilfærslukerfi almannatrygginga líka,“ bætti Björn Leví við. Hann segir þessa framsetningu ekki heiðarlega hjá ráðherra sem beri að segja satt og rétt frá. „Það á að hækka skatta á heimil í „svokallaða“ græna skatta. Bæta við urðu árgjaldi á heimilissorp sem getur svo sem verið ágætt en samtímis eru framlög til umhverfismála að minnka,“ segir Björn Leví. „Já, það fýkur í mig þegar ráðherra bullar svona og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að tjá þá tilfinningu með viðeigandi orðum til þess að fólk skilji hversu alvarlegt mér finnst þetta vera.“
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira