Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 9. júní 2019 12:45 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. VÍSIR/VILHELM Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. „Þessi fjármálaáætlun er byggð á mjög bjartsýnum forsendum, það er mikið áhyggjuefni. Við sjáum að þjóðhagsspá, gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Í hvaða heimi er það að fara að gerast? Aldrei. Verðbólgan á ekki að aukast mikið, atvinnuleysi á örlítið að aukast. Hagvöxturinn á að taka tiltölulega fljótt við sér. Við erum að fara að upplifa meiri niðursveiflu en áætlunin byggir á. Hún er fullkomlega óraunsæ og óskhyggja,“ sagði Ágúst Ólafur sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt formanni fjárlaganefndar, Willum Þór Þórssyni.Ágúst hafði gagnrýnt þær breytingar á fjármálaáætlun sem fyrst var lögð fram fyrir tveimur mánuðum síðan og þá einna helst þær lækkanir til málefnaflokka sem koma fram milli áætlana. Formaður fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, sagði þó málflutning Ágústs Ólafs vera bæði raka- og ábyrgðarlausan.Willum sagði Ágúst með orðum sínum gera lítið úr spá hagstofunnar. „Ágúst Ólafur er bara að lýsa yfir hér að spá Hagstofunnar sé óraunsæ og gerir bara lítið úr henni. Það er sú spá sem við byggjum á og það er óþarfi að skjóta sendiboðann,“ sagði Willum. Willum sem gegnt hefur stöðu formanns Fjárlaganefndar frá 2017 sagði að ríkisstjórnin herti nú róðurinn í öllum málaflokkum. „Ég tek undir athugasemdir fjármálaráðs um að við höfum verið að binda okkur við stefnu og því má lítið út af bregða. Við erum að reka okkur á það í niðursveiflu, það er ekkert mál í uppsveiflu, þá er hægt að auka útgjöld hingað og þangað en núna reynir á. Við herðum enn róðurinn í umbótaverkefnum í endurmati útgjalda á öllum málefnasviðum í öllum málefnaflokkum og þar mun reyna á ríkisstjórn og ráðherra yfir sínum málefnasviðum,“ sagði Willum og bætti við. „Það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd og þingið fylgi því fast á eftir því við verðum að fara vel með peningana sem okkur er falin ábyrgð á,“ sagði Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Alþingi Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira
Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. „Þessi fjármálaáætlun er byggð á mjög bjartsýnum forsendum, það er mikið áhyggjuefni. Við sjáum að þjóðhagsspá, gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Í hvaða heimi er það að fara að gerast? Aldrei. Verðbólgan á ekki að aukast mikið, atvinnuleysi á örlítið að aukast. Hagvöxturinn á að taka tiltölulega fljótt við sér. Við erum að fara að upplifa meiri niðursveiflu en áætlunin byggir á. Hún er fullkomlega óraunsæ og óskhyggja,“ sagði Ágúst Ólafur sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt formanni fjárlaganefndar, Willum Þór Þórssyni.Ágúst hafði gagnrýnt þær breytingar á fjármálaáætlun sem fyrst var lögð fram fyrir tveimur mánuðum síðan og þá einna helst þær lækkanir til málefnaflokka sem koma fram milli áætlana. Formaður fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, sagði þó málflutning Ágústs Ólafs vera bæði raka- og ábyrgðarlausan.Willum sagði Ágúst með orðum sínum gera lítið úr spá hagstofunnar. „Ágúst Ólafur er bara að lýsa yfir hér að spá Hagstofunnar sé óraunsæ og gerir bara lítið úr henni. Það er sú spá sem við byggjum á og það er óþarfi að skjóta sendiboðann,“ sagði Willum. Willum sem gegnt hefur stöðu formanns Fjárlaganefndar frá 2017 sagði að ríkisstjórnin herti nú róðurinn í öllum málaflokkum. „Ég tek undir athugasemdir fjármálaráðs um að við höfum verið að binda okkur við stefnu og því má lítið út af bregða. Við erum að reka okkur á það í niðursveiflu, það er ekkert mál í uppsveiflu, þá er hægt að auka útgjöld hingað og þangað en núna reynir á. Við herðum enn róðurinn í umbótaverkefnum í endurmati útgjalda á öllum málefnasviðum í öllum málefnaflokkum og þar mun reyna á ríkisstjórn og ráðherra yfir sínum málefnasviðum,“ sagði Willum og bætti við. „Það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd og þingið fylgi því fast á eftir því við verðum að fara vel með peningana sem okkur er falin ábyrgð á,“ sagði Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.
Alþingi Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira