Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Jóhann K. Jóhannsson og Andri Eysteinsson skrifa 9. júní 2019 12:15 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar birti í fyrradag færslu á samfélagsmiðlum, eftir fundfjárlaganefndar, breytingartillögur fjármálaráðherra á fjármálaáætlun, sem gerðar eru í ljósi breyttra aðstæðna í hagkerfinu. Þar sagði hann margt koma á óvart um breytingar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem boðað var í fjármálaáætluninni í mars síðast liðnum. Í breytingartillögunum kemur fram að framlög til öryrkja næstu fimm árin eiga að lækka samanlagt um tæpa átta milljarða. Útgjöld til umhverfismála verði lækkuð um 1,4 milljarða á sama tímabili, framhaldsskólar fá lækkun um 1,8 milljarð og sjúkrahúsþjónusta fær um 4,7 milljarða króna lækkun. Þá verða fjárframlög til löggæslu lækkuð um einn milljarð og samgöngumál um 2,8 milljarða frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála lækki þau um 17% næstu fimm árin.Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar var gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði málflutning Ágúst Ólafs ábyrgðarlausan. „Að tala um niðurskurð er rakalaus málflutningur og ég segi bara orðum fylgir ábyrgð. Ég skal alveg reyna að umbera það að menn séu í pólitík en að gefa þessi skilaboð út í samfélagið er bara býsna alvarlegt mál vegna þess að það er enginn niðurskurður,“ „Það er enginn í samfélaginu að fara finna fyrir neinum niðurskurði. Þvert á móti í grunnþjónustu eða innviða uppbyggingu inn á árið 2020 sem er grunnurinn að fjárlagavinnunni sem fer fram í haust. það er aukning til allra málefnasviða og og það breytist ekki neitt,“ sagði Willum.Stór pólítísk sprengja inn á þing Ágúst Ólafur var einnig gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi og sagði hann Willum ekki geta hrakið neitt af því sem hann hefur lagt fram. „Átta milljarða króna högg á öryrkja, frá því sem var fyrihugað af hálfu ríkisstjórnarinnar fyrir tveimur mánuðum, það er stór pólitísk sprengja sem þið eruð að varpa inn á þingi á loka metrum þingins,“ sagði Ágúst Ólafur en Willum segir svo ekki vera og segir aukningu verða en hún verði hægari en áður var ákveðið. Kristján spurði Willum að lokum hvort boðskapur hans væri að það myndi enginn finna fyrir breytingum árið 2020, að öll fyrirheit um aukningu muni halda? „Já það er það sem tölurnar segja okkur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Fjárlaganefndar. Alþingi Efnahagsmál Sprengisandur Tengdar fréttir Björn Leví: „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu. 8. júní 2019 21:20 Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli fjármálaráðherra. 8. júní 2019 16:26 Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar birti í fyrradag færslu á samfélagsmiðlum, eftir fundfjárlaganefndar, breytingartillögur fjármálaráðherra á fjármálaáætlun, sem gerðar eru í ljósi breyttra aðstæðna í hagkerfinu. Þar sagði hann margt koma á óvart um breytingar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem boðað var í fjármálaáætluninni í mars síðast liðnum. Í breytingartillögunum kemur fram að framlög til öryrkja næstu fimm árin eiga að lækka samanlagt um tæpa átta milljarða. Útgjöld til umhverfismála verði lækkuð um 1,4 milljarða á sama tímabili, framhaldsskólar fá lækkun um 1,8 milljarð og sjúkrahúsþjónusta fær um 4,7 milljarða króna lækkun. Þá verða fjárframlög til löggæslu lækkuð um einn milljarð og samgöngumál um 2,8 milljarða frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála lækki þau um 17% næstu fimm árin.Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar var gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði málflutning Ágúst Ólafs ábyrgðarlausan. „Að tala um niðurskurð er rakalaus málflutningur og ég segi bara orðum fylgir ábyrgð. Ég skal alveg reyna að umbera það að menn séu í pólitík en að gefa þessi skilaboð út í samfélagið er bara býsna alvarlegt mál vegna þess að það er enginn niðurskurður,“ „Það er enginn í samfélaginu að fara finna fyrir neinum niðurskurði. Þvert á móti í grunnþjónustu eða innviða uppbyggingu inn á árið 2020 sem er grunnurinn að fjárlagavinnunni sem fer fram í haust. það er aukning til allra málefnasviða og og það breytist ekki neitt,“ sagði Willum.Stór pólítísk sprengja inn á þing Ágúst Ólafur var einnig gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi og sagði hann Willum ekki geta hrakið neitt af því sem hann hefur lagt fram. „Átta milljarða króna högg á öryrkja, frá því sem var fyrihugað af hálfu ríkisstjórnarinnar fyrir tveimur mánuðum, það er stór pólitísk sprengja sem þið eruð að varpa inn á þingi á loka metrum þingins,“ sagði Ágúst Ólafur en Willum segir svo ekki vera og segir aukningu verða en hún verði hægari en áður var ákveðið. Kristján spurði Willum að lokum hvort boðskapur hans væri að það myndi enginn finna fyrir breytingum árið 2020, að öll fyrirheit um aukningu muni halda? „Já það er það sem tölurnar segja okkur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Fjárlaganefndar.
Alþingi Efnahagsmál Sprengisandur Tengdar fréttir Björn Leví: „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu. 8. júní 2019 21:20 Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli fjármálaráðherra. 8. júní 2019 16:26 Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Björn Leví: „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu. 8. júní 2019 21:20
Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli fjármálaráðherra. 8. júní 2019 16:26
Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15
Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47
Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45