Álaborg og GOG mættust í hreinum úrslitaleik um danska titilinn í dag sem endaði með sex marka sigri Álaborgar, 38-32, en Janus stýrði leik meistaranna af mikilli festu.
Danski þjálfarinn, Peter Bredsdorff, segir á Twitter-síðu sinni að Janus sé besti leikmaður úrslitaeinvígisins en Janus hefur verið frábær í úrslitaeinvíginu.
Tillykke Aalborg Håndbold. Respekt for come-backet i finalerne... og hatten af for en på alle måder flot sæson.
Finalernes MVP - Smarason
Årets MVP - Mølgaard
Årets træner - Madsen/Atlason#hnbold
— Peter Bredsdorff (@peterbredsdorff) June 9, 2019
Hann kýs Henrik Mølgaard sem mikilvægasta leikmann tímabilsins en þjálfarar ársins eru þeir Stefan Madsen og Arnór Atlason sem stýra liði Álaborgar.