Gengið á Úlfarsfell til styrktar nepölskum stúlkum: „Hvetjum fólk til að sigrast á sínu eigin Everest“ Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2019 08:30 Leiðin upp á topp Úlfarsfells verður mörkuð nepölskum bænaflöggum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við verðum með fjáröflunardag fyrir samtökin Empower Nepali Girls þar sem við ætlum að hvetja fólk til að sigrast á sínu eigin Everest.“ Þetta segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, formaður Íslandsdeildar samtakanna, en búast má við fjölmenni í hlíðum Úlfarsfells í allan dag. „Við hvetjum fólk til að finna þægindarammann sinn og fara svo aðeins út fyrir hann. Fara kannski einni ferð meira en það heldur að það ráði við. Með þessu ætlum við að safna peningum fyrir þessi samtök sem að styrkja nepalskar stelpur til náms,“ segir Guðrún Harpa. Þetta er í þriðja skipti sem viðburðurinn Mitt eigið Everest er haldinn, en Íslandsdeild Empower Nepali Girls var stofnuð í mars 2017.Vilborg Arna stýrði krakkagöngunni á Úlfarsfell á síðasta ári. Í ár verður það Haraldur Örn pól- og Everestfari.Fréttablaðið/Sigtryggur AriHaraldur Örn stýrir krakkagöngu á Everest Guðrún Harpa áætlar að á þessum tíma hafi Íslandsdeildinni tekist að safna átta til níu milljónum króna í heildina. „Það borgar skólagönguna fyrir ótrúlega margar stelpur. Okkar íslensku krónur, þær margfaldast þegar þær eru komnar út til Nepal. Ég myndi halda að fyrir þessa upphæð hafi tekist að greiða fyrir grunnskólaskólagöngu um 450 stelpna í heilt ár.“ Spáð er góðu veðri og lofar Guðrún Harpa „geggjuðum degi“ á fjallinu. Þar mun Haraldur Örn pól- og Everest-fari stýra krakkagöngu sem lagt verður í klukkan tólf á hádegi. „Þá fer hann af stað í leiðangur með börnin á Everest. Allir krakkar sem mæta fá medalíu þegar þeir koma aftur niður. Hann ætlar bæði að koma krökkunum upp og svo niður aftur. Það vita það allir sem stunda fjallamennsku að það er valkvætt að fara upp, en það er skylda að koma niður. Það er lykilatriði í fjallamennsku. Það verða grunnbúðir við rætur fjallsins þar sem verða tjöld og veitingar og medalíur sem bíða krakkanna sem fara upp á sitt eigið Everest,“ segir Guðrún Harpa, en grunnbúðirnar eru staðsettar við rætur fjallsins við Skyggnisbraut.Þessi sigruðust öll á sínu eigin Everest.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÍ allan dag Guðrún Harpa segir að fjölmargir hafi nú þegar skráð sig á viðburðinn, en að ekki þurfi þó að skrá sig sérstaklega. „Við höfum verið með sérstakt fjölskyldugjald óháð því hvað eru margir krakkar. Posi verður á staðnum þar sem einnig verður tekið við frjálsum framlögum,“ segir Guðrún Harpa og bætir við að viðburðurinn muni standa frá klukkan níu að morgni og til umklukkan 21 í kvöld. Everest Heilsa Nepal Reykjavík Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Fleiri fréttir „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Sjá meira
„Við verðum með fjáröflunardag fyrir samtökin Empower Nepali Girls þar sem við ætlum að hvetja fólk til að sigrast á sínu eigin Everest.“ Þetta segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, formaður Íslandsdeildar samtakanna, en búast má við fjölmenni í hlíðum Úlfarsfells í allan dag. „Við hvetjum fólk til að finna þægindarammann sinn og fara svo aðeins út fyrir hann. Fara kannski einni ferð meira en það heldur að það ráði við. Með þessu ætlum við að safna peningum fyrir þessi samtök sem að styrkja nepalskar stelpur til náms,“ segir Guðrún Harpa. Þetta er í þriðja skipti sem viðburðurinn Mitt eigið Everest er haldinn, en Íslandsdeild Empower Nepali Girls var stofnuð í mars 2017.Vilborg Arna stýrði krakkagöngunni á Úlfarsfell á síðasta ári. Í ár verður það Haraldur Örn pól- og Everestfari.Fréttablaðið/Sigtryggur AriHaraldur Örn stýrir krakkagöngu á Everest Guðrún Harpa áætlar að á þessum tíma hafi Íslandsdeildinni tekist að safna átta til níu milljónum króna í heildina. „Það borgar skólagönguna fyrir ótrúlega margar stelpur. Okkar íslensku krónur, þær margfaldast þegar þær eru komnar út til Nepal. Ég myndi halda að fyrir þessa upphæð hafi tekist að greiða fyrir grunnskólaskólagöngu um 450 stelpna í heilt ár.“ Spáð er góðu veðri og lofar Guðrún Harpa „geggjuðum degi“ á fjallinu. Þar mun Haraldur Örn pól- og Everest-fari stýra krakkagöngu sem lagt verður í klukkan tólf á hádegi. „Þá fer hann af stað í leiðangur með börnin á Everest. Allir krakkar sem mæta fá medalíu þegar þeir koma aftur niður. Hann ætlar bæði að koma krökkunum upp og svo niður aftur. Það vita það allir sem stunda fjallamennsku að það er valkvætt að fara upp, en það er skylda að koma niður. Það er lykilatriði í fjallamennsku. Það verða grunnbúðir við rætur fjallsins þar sem verða tjöld og veitingar og medalíur sem bíða krakkanna sem fara upp á sitt eigið Everest,“ segir Guðrún Harpa, en grunnbúðirnar eru staðsettar við rætur fjallsins við Skyggnisbraut.Þessi sigruðust öll á sínu eigin Everest.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÍ allan dag Guðrún Harpa segir að fjölmargir hafi nú þegar skráð sig á viðburðinn, en að ekki þurfi þó að skrá sig sérstaklega. „Við höfum verið með sérstakt fjölskyldugjald óháð því hvað eru margir krakkar. Posi verður á staðnum þar sem einnig verður tekið við frjálsum framlögum,“ segir Guðrún Harpa og bætir við að viðburðurinn muni standa frá klukkan níu að morgni og til umklukkan 21 í kvöld.
Everest Heilsa Nepal Reykjavík Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Fleiri fréttir „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Sjá meira
Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47
Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45
Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög