Engin tölfræði til um tengsl símnotkunar og umferðarslysa hér á landi Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2019 11:12 Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Vísir/ÞÞ Íslensk stjórnvöld hafa enga tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa hér á landi og ekkert er fjallað um símnotkun í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018. Ástæðan er sú að þessar upplýsingar eru aldrei skráðar af lögreglu nema ökumenn veiti þær sjálfir. Í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018 er ekki einu orði minnst á síma, snjallsíma eða símtækjanotkun og því er enga tölfræði að finna í skýrslunni um tengsl umferðarslysa og símtækjanotkunar. „Ástæðan er einfaldlega sú að Samgöngustofa skráir umferðarslys samkvæmt skýrslum frá lögreglu og lögregla skráir ekki notkun símtækja nema ökumaðurinn beinlínis játi það á staðnum. Þannig að ef að skráningin væri fyrir hendi, því þetta er vanskráð, þá væru þær tölur mjög villandi fyrir raunveruleikann,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þetta þýðir í reynd að íslensk stjórnvöld hafa enga nákvæma tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa. Fólk þarf hins vegar ekki að velkjast í vafa um að þessi tengsl eru til staðar. Sérstaklega eftir að snjallsímar urðu ráðandi. Samgöngustofa styðst við erlendar rannsóknir. Þórhildur segir að orsakasambandið sé skýrt samkvæmt þeim. Í Bandaríkjunum er farsíminn til dæmis skráður fjórði algengasti orsakavaldur umferðarslysa þar í landi. Þótt engin tölfræði sé til hefur Samgöngustofa vísbendingar, úr viðhorfskönnunum meðal ökumanna, um að símtækjanotkun undir stýri sé allt of algeng. „Góðu fréttirnar eru þær að á milli ára er hegðun fólks engu að síður að batna. Það er að draga úr þeim fjölda sem segist nota þessi tæki undir stýri og það er auðvitað góður árangur af allri þeirri umfjöllun sem hefur verið í gangi um skaðsemina,“ segir Þórhildur Elín. Umferðaröryggi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa enga tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa hér á landi og ekkert er fjallað um símnotkun í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018. Ástæðan er sú að þessar upplýsingar eru aldrei skráðar af lögreglu nema ökumenn veiti þær sjálfir. Í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018 er ekki einu orði minnst á síma, snjallsíma eða símtækjanotkun og því er enga tölfræði að finna í skýrslunni um tengsl umferðarslysa og símtækjanotkunar. „Ástæðan er einfaldlega sú að Samgöngustofa skráir umferðarslys samkvæmt skýrslum frá lögreglu og lögregla skráir ekki notkun símtækja nema ökumaðurinn beinlínis játi það á staðnum. Þannig að ef að skráningin væri fyrir hendi, því þetta er vanskráð, þá væru þær tölur mjög villandi fyrir raunveruleikann,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þetta þýðir í reynd að íslensk stjórnvöld hafa enga nákvæma tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa. Fólk þarf hins vegar ekki að velkjast í vafa um að þessi tengsl eru til staðar. Sérstaklega eftir að snjallsímar urðu ráðandi. Samgöngustofa styðst við erlendar rannsóknir. Þórhildur segir að orsakasambandið sé skýrt samkvæmt þeim. Í Bandaríkjunum er farsíminn til dæmis skráður fjórði algengasti orsakavaldur umferðarslysa þar í landi. Þótt engin tölfræði sé til hefur Samgöngustofa vísbendingar, úr viðhorfskönnunum meðal ökumanna, um að símtækjanotkun undir stýri sé allt of algeng. „Góðu fréttirnar eru þær að á milli ára er hegðun fólks engu að síður að batna. Það er að draga úr þeim fjölda sem segist nota þessi tæki undir stýri og það er auðvitað góður árangur af allri þeirri umfjöllun sem hefur verið í gangi um skaðsemina,“ segir Þórhildur Elín.
Umferðaröryggi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira