Katalínan lendir á Þingvallavatni Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2019 16:08 Katalínan á Þingvallavatni síðdegis. Fjær sést í Sandey fyrir miðri mynd og Hengil til vinstri. Myndin er tekin út um glugga vélarinnar. Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. Flugmennirnir spurðu viðstadda hvort einhversstaðar í nágrenni borgarinnar væri stórt stöðuvatn sem óhætt væri að lenda á og fengu svarið: Þingvallavatn. Flugmennirnir biðu ekki boðanna og rýndu í flugkortin. Flugbáturinn sögufrægi var svo ræstur, nokkrum gestum boðið um borð, og haldið í loftið á ný. Stefnan var tekin í átt að Þingvallavatni þar sem ætlunin er að taka snertilendingu, - það er að láta flugbátinn rétt snerta vatnsflötinn en taka hann svo strax aftur á flug. Myndskeið af slíkri snertilendingu má sjá á heimasíðu flugvélarinnar. Búist er við að snertilendingin á Þingvallavatni verði nú á fimmta tímanum. Líklegt þykir að flugmennirnir velji að lenda úti á miðju vatni, fjarri vatnsbakkanum. Uppfært klukkan 16:45:Katalínan lenti tvívegis á Þingvallavatni. Lendingarstaðurinn var á austanverðu vatninu, undan Arnarfelli og Mjóanesi. Fyrri lendingin var snertilending en sú síðari venjuleg lending og síðan flugtak með fullu flugtaksbruni, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins, sem var um borð.Catalina-flugbáturinn kom til Reykjavíkur frá Skotlandi á þriðja tímanum í dag.Vísir/KMUEftir flugtak af Þingvallavatni var aftur haldið til Reykjavíkur þar sem flugbáturinn lenti um fimmleytið. Flugmennirnir höfðu jafnframt orð á því að þeir stefndu á annað útsýnisflug á morgun og jafnvel aðra lendingu á stöðuvatni, ef veðrið héldist jafngott og í dag. Catalina-flugbáturinn verður sýndur almenningi á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli á laugardag, milli kl 12 og 16. Flugatriði á sýningunni verða milli kl. 13 og 15.Catalina í góðum félagsskap með Páli Sveinssyni á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/KMU. Bláskógabyggð Fréttir af flugi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. Flugmennirnir spurðu viðstadda hvort einhversstaðar í nágrenni borgarinnar væri stórt stöðuvatn sem óhætt væri að lenda á og fengu svarið: Þingvallavatn. Flugmennirnir biðu ekki boðanna og rýndu í flugkortin. Flugbáturinn sögufrægi var svo ræstur, nokkrum gestum boðið um borð, og haldið í loftið á ný. Stefnan var tekin í átt að Þingvallavatni þar sem ætlunin er að taka snertilendingu, - það er að láta flugbátinn rétt snerta vatnsflötinn en taka hann svo strax aftur á flug. Myndskeið af slíkri snertilendingu má sjá á heimasíðu flugvélarinnar. Búist er við að snertilendingin á Þingvallavatni verði nú á fimmta tímanum. Líklegt þykir að flugmennirnir velji að lenda úti á miðju vatni, fjarri vatnsbakkanum. Uppfært klukkan 16:45:Katalínan lenti tvívegis á Þingvallavatni. Lendingarstaðurinn var á austanverðu vatninu, undan Arnarfelli og Mjóanesi. Fyrri lendingin var snertilending en sú síðari venjuleg lending og síðan flugtak með fullu flugtaksbruni, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins, sem var um borð.Catalina-flugbáturinn kom til Reykjavíkur frá Skotlandi á þriðja tímanum í dag.Vísir/KMUEftir flugtak af Þingvallavatni var aftur haldið til Reykjavíkur þar sem flugbáturinn lenti um fimmleytið. Flugmennirnir höfðu jafnframt orð á því að þeir stefndu á annað útsýnisflug á morgun og jafnvel aðra lendingu á stöðuvatni, ef veðrið héldist jafngott og í dag. Catalina-flugbáturinn verður sýndur almenningi á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli á laugardag, milli kl 12 og 16. Flugatriði á sýningunni verða milli kl. 13 og 15.Catalina í góðum félagsskap með Páli Sveinssyni á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/KMU.
Bláskógabyggð Fréttir af flugi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38