Bað orðinu griða Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. maí 2019 11:59 Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, notaði kveðskap Einars Ben og söngtexta Bubba Morthens til að biðla til þingmanna um að misþyrma ekki orðinu í ræðustól Alþingis í dag. Guðmundur Andri beindi orðum sínum að öllum líkindum að þingmönnum Miðflokksins án þess að nefna þá á nafn. Umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur nú staðið yfir í rúmar 132 klukkustundir og nálgast Icesave-málið í lengd sem er lengsta umræða á Alþingi undanfarin 30 ár en hún stóð í 135 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa séð um málþófið nær hjálparlaust en þeir hafa talað um þriðja orkupakkann í rúmlega 110 klukkustundir Guðmundur Andri hvatti þingmenn í morgun, undir liðnum störf þingsins, til að láta af misþyrmingum á orðinu. „Við almenningi blasir þessi ræðustóll, svona dálítið eins og ein þeirra gif-mynda þar sem sama hreyfingin er sýnd aftur og aftur og aftur. Sama fólkið kemur hingað upp í ræðustólinn og skiptist á að halda sömu ræðurnar með sömu andsvörunum svo manni verður hugsað til vísu Stefáns G. um einhvern mann sem hafði mikla unun að því að heyra sjálfan sig tala, með leyfi forseta: List er það líka og vinna lítið að tæta upp í minna, alltaf í þynnra að þynna þynnkuna allra hinna.Manni detta jafnvel í hug línur Bubba Morthens: „Hann talaði og talaði og malaði og malaði.“Það koma jafnvel í hugann línur Einars Ben úr ljóðinu Einræður Starkaðar: „Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað?“Svo má líka rifja upp ljóðið ódauðlega eftir Sigfús Daðason, Orð, þar sem koma fyrir þessar línur, með leyfi forseta:Hvað sem öðru líður vil ég biðja menn að fara varlega með orð þau geta sprungið og þó er hitt öllu hættulegra að það getur vöknað í púðrinu. Herra forseti. Við tölum um að hafa orðið þegar einhver talar, gefa orðið, því að orðið er frjálst, en hitt, að taka orðið, hrifsa orðið til sín og fara með það sem sína eign, það er fullmikið. Það er kannski ofmælt að tala hér í þessu sambandi um ofbeldismenn, kannski frekar orðbeldismenn. Virðulegi forseti. Mig langar að biðja orðinu griða. Orðið á ekki að vera herfang heldur víddin sem við mætumst í,“ sagði Guðmundur Andri. Hægt er að horfa á upptöku af ræðunni hér fyrir neðan. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, notaði kveðskap Einars Ben og söngtexta Bubba Morthens til að biðla til þingmanna um að misþyrma ekki orðinu í ræðustól Alþingis í dag. Guðmundur Andri beindi orðum sínum að öllum líkindum að þingmönnum Miðflokksins án þess að nefna þá á nafn. Umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur nú staðið yfir í rúmar 132 klukkustundir og nálgast Icesave-málið í lengd sem er lengsta umræða á Alþingi undanfarin 30 ár en hún stóð í 135 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa séð um málþófið nær hjálparlaust en þeir hafa talað um þriðja orkupakkann í rúmlega 110 klukkustundir Guðmundur Andri hvatti þingmenn í morgun, undir liðnum störf þingsins, til að láta af misþyrmingum á orðinu. „Við almenningi blasir þessi ræðustóll, svona dálítið eins og ein þeirra gif-mynda þar sem sama hreyfingin er sýnd aftur og aftur og aftur. Sama fólkið kemur hingað upp í ræðustólinn og skiptist á að halda sömu ræðurnar með sömu andsvörunum svo manni verður hugsað til vísu Stefáns G. um einhvern mann sem hafði mikla unun að því að heyra sjálfan sig tala, með leyfi forseta: List er það líka og vinna lítið að tæta upp í minna, alltaf í þynnra að þynna þynnkuna allra hinna.Manni detta jafnvel í hug línur Bubba Morthens: „Hann talaði og talaði og malaði og malaði.“Það koma jafnvel í hugann línur Einars Ben úr ljóðinu Einræður Starkaðar: „Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað?“Svo má líka rifja upp ljóðið ódauðlega eftir Sigfús Daðason, Orð, þar sem koma fyrir þessar línur, með leyfi forseta:Hvað sem öðru líður vil ég biðja menn að fara varlega með orð þau geta sprungið og þó er hitt öllu hættulegra að það getur vöknað í púðrinu. Herra forseti. Við tölum um að hafa orðið þegar einhver talar, gefa orðið, því að orðið er frjálst, en hitt, að taka orðið, hrifsa orðið til sín og fara með það sem sína eign, það er fullmikið. Það er kannski ofmælt að tala hér í þessu sambandi um ofbeldismenn, kannski frekar orðbeldismenn. Virðulegi forseti. Mig langar að biðja orðinu griða. Orðið á ekki að vera herfang heldur víddin sem við mætumst í,“ sagði Guðmundur Andri. Hægt er að horfa á upptöku af ræðunni hér fyrir neðan.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira