„Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 20:15 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar nýföllnum dómi Landsréttar í máli móður hennar gegn TR og segir að Alþingi þurfi að vanda til verka þegar kemur að lagasetningu. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. Þá sýni dómurinn glögglega hversu mikið lífeyrisgreiðslur eru skertar en Inga telur að TR muni þurfa að greiða alls fimm milljarða króna til baka til lífeyrisþega miðað við niðurstöðu dómsins. Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu, hafði betur í baráttu við TR í Landsrétti í dag þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar höfðu verið af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Byggði krafan á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð þegar lögin voru sett að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Urðu mistökin til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslur skertar næstu tvo mánuði, lögunum í framhaldinu breytt og látin gilda afturvirkt fyrir umrædda mánuði. Landsréttur, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur, komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti skerða greiðslurnar með „afturvirkri og íþyngjandi“ löggjöf. Inga segir að það aukaatriði hvaða máli þetta skiptir móður hennar peningalega séð. Ekki sé um háar upphæðir að ræða og það sem skipti öllu mál sé að finna hvernig Landsréttur er að virka. „Hvernig hann er að tryggja betur réttaröryggi borgaranna, hvernig hann verndar mannréttindi okkar, persónu og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og hvernig Landsréttur hafnar algjörlega afturvirkum íþyngjandi löggjöf eins og löggjafinn var að reyna að koma að í þessu efni,“ sagði Inga Sæland í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld sem spurði hana hvort þetta væri áfellisdómur yfir því hvernig lög eru sett á þingi. „Já, þetta er áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum,“ sagði Inga og sagði það lágmark að geta ætlast til þess af löggjafanum að hann vandaði til verka. „Þetta sýnir líka glögglega hversu miklar skerðingar eru á fólkinu okkar sem er skert í almannatryggingakerfinu. Þetta eru fimm milljarðar króna fyrir þessa tvo mánuði janúar og febrúar 2017. Þetta er tímamótasigur, algjörlega, og alveg fordæmalaus,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. Þá sýni dómurinn glögglega hversu mikið lífeyrisgreiðslur eru skertar en Inga telur að TR muni þurfa að greiða alls fimm milljarða króna til baka til lífeyrisþega miðað við niðurstöðu dómsins. Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu, hafði betur í baráttu við TR í Landsrétti í dag þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar höfðu verið af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Byggði krafan á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð þegar lögin voru sett að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Urðu mistökin til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslur skertar næstu tvo mánuði, lögunum í framhaldinu breytt og látin gilda afturvirkt fyrir umrædda mánuði. Landsréttur, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur, komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti skerða greiðslurnar með „afturvirkri og íþyngjandi“ löggjöf. Inga segir að það aukaatriði hvaða máli þetta skiptir móður hennar peningalega séð. Ekki sé um háar upphæðir að ræða og það sem skipti öllu mál sé að finna hvernig Landsréttur er að virka. „Hvernig hann er að tryggja betur réttaröryggi borgaranna, hvernig hann verndar mannréttindi okkar, persónu og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og hvernig Landsréttur hafnar algjörlega afturvirkum íþyngjandi löggjöf eins og löggjafinn var að reyna að koma að í þessu efni,“ sagði Inga Sæland í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld sem spurði hana hvort þetta væri áfellisdómur yfir því hvernig lög eru sett á þingi. „Já, þetta er áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum,“ sagði Inga og sagði það lágmark að geta ætlast til þess af löggjafanum að hann vandaði til verka. „Þetta sýnir líka glögglega hversu miklar skerðingar eru á fólkinu okkar sem er skert í almannatryggingakerfinu. Þetta eru fimm milljarðar króna fyrir þessa tvo mánuði janúar og febrúar 2017. Þetta er tímamótasigur, algjörlega, og alveg fordæmalaus,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59