Niður á jörðina Hörður Ægisson skrifar 20. maí 2019 07:00 Þetta var viðbúið. Þegar fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í lok mars, sem grundvallaðist á spám um að ekkert lát yrði á einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar, mátti flestum vera ljóst að þær forsendur sem hún grundvallaðist á myndu bresta innan skamms. Það varð reyndin og örfáum dögum síðar var WOW air orðið gjaldþrota. Höggið á ferðaþjónustuna við fall flugfélagsins virðist ætla að vera meira til skemmri tíma litið en margir höfðu áður talið. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á Max-vélunum gerir illt verra og þýðir að skarðið sem WOW air skilur eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu í sumar verður nánast ekkert fyllt af öðrum flugfélögum. Niðurstaðan verður því líklega nærri 20 prósenta samdráttur í komum ferðamanna á árinu sem þýðir að gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustunnar minnka um liðlega 100 milljarða. Áhrifin eiga eftir að verða umtalsverð á rekstur margra fyrirtækja og um leið er ljóst að tekjuáætlanir ríkissjóðs og sveitarfélaga eru brostnar. Áætlun um tæplega eins prósents afgang á fjárlögum ríkisins mun að óbreyttu ekki ganga eftir. Hversu djúp verður niðursveiflan? Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að landsframleiðslan skreppi saman á þessu ári um 0,2 prósent en í fyrra mældist hagvöxturinn 4,6 prósent. Hætt er hins vegar við því að sú spá eigi eftir að reynast helst til of bjartsýn. Hagkerfið hefur orðið fyrir tvöföldum skelli á skömmum tíma – bæði vegna loðnubrests og gjaldþrots WOW air – sem á eftir að valda því að útflutningstekjur þjóðarbúsins munu dragast nokkuð saman. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem eru mörg hver núna að horfa upp á tugprósenta samdrátt á milli ára, munu fækka starfsfólki og sum eiga eftir að lenda í rekstrarerfiðleikum. Bankarnir þurfa að búa sig undir frekari afskriftir vegna útlána tengdum atvinnugreininni. Það er hins vegar lítil ástæða til að örvænta. Hagkerfið hefur aldrei verið betur í stakk búið til að takast á við skammvinnar efnahagsþrengingar. Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða óskuldsettum gjaldeyrisforða og skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs eru lágar í sögulegu samhengi. Nú þegar slaki hefur tekið við af spennu hljóta stjórnvöld við þær aðstæður að horfa til þess hvort hægt sé að ráðast í enn umfangsmeiri fjárfestingar í innviðum landsins á komandi árum. Slíkt myndi ekki aðeins sporna gegn því að samdrátturinn verði dýpri en ella heldur einnig skapa grunn að hagvexti framtíðarinnar og um leið styrkja grunnstoðir ferðaþjónustunnar. Kjöraðstæður eru að skapast fyrir Seðlabankann til að lækka vexti verulega á komandi misserum. Það endurspeglast meðal annars í því að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði sem og verðbólguvæntingar markaðsaðila hafa lækkað mikið að undanförnu. Næstkomandi miðvikudag verður fyrsta vaxtaákvörðunin eftir fall WOW air og gerð nýrra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ágætis fyrsta skref peningastefnunefndarinnar til að leggja sitt af mörkum í þessum breytta efnahagsveruleika væri að lækka vexti bankans úr 4,5 prósent í fjögur prósent. Það hlýtur að ganga eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Þetta var viðbúið. Þegar fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í lok mars, sem grundvallaðist á spám um að ekkert lát yrði á einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar, mátti flestum vera ljóst að þær forsendur sem hún grundvallaðist á myndu bresta innan skamms. Það varð reyndin og örfáum dögum síðar var WOW air orðið gjaldþrota. Höggið á ferðaþjónustuna við fall flugfélagsins virðist ætla að vera meira til skemmri tíma litið en margir höfðu áður talið. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á Max-vélunum gerir illt verra og þýðir að skarðið sem WOW air skilur eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu í sumar verður nánast ekkert fyllt af öðrum flugfélögum. Niðurstaðan verður því líklega nærri 20 prósenta samdráttur í komum ferðamanna á árinu sem þýðir að gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustunnar minnka um liðlega 100 milljarða. Áhrifin eiga eftir að verða umtalsverð á rekstur margra fyrirtækja og um leið er ljóst að tekjuáætlanir ríkissjóðs og sveitarfélaga eru brostnar. Áætlun um tæplega eins prósents afgang á fjárlögum ríkisins mun að óbreyttu ekki ganga eftir. Hversu djúp verður niðursveiflan? Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að landsframleiðslan skreppi saman á þessu ári um 0,2 prósent en í fyrra mældist hagvöxturinn 4,6 prósent. Hætt er hins vegar við því að sú spá eigi eftir að reynast helst til of bjartsýn. Hagkerfið hefur orðið fyrir tvöföldum skelli á skömmum tíma – bæði vegna loðnubrests og gjaldþrots WOW air – sem á eftir að valda því að útflutningstekjur þjóðarbúsins munu dragast nokkuð saman. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem eru mörg hver núna að horfa upp á tugprósenta samdrátt á milli ára, munu fækka starfsfólki og sum eiga eftir að lenda í rekstrarerfiðleikum. Bankarnir þurfa að búa sig undir frekari afskriftir vegna útlána tengdum atvinnugreininni. Það er hins vegar lítil ástæða til að örvænta. Hagkerfið hefur aldrei verið betur í stakk búið til að takast á við skammvinnar efnahagsþrengingar. Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða óskuldsettum gjaldeyrisforða og skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs eru lágar í sögulegu samhengi. Nú þegar slaki hefur tekið við af spennu hljóta stjórnvöld við þær aðstæður að horfa til þess hvort hægt sé að ráðast í enn umfangsmeiri fjárfestingar í innviðum landsins á komandi árum. Slíkt myndi ekki aðeins sporna gegn því að samdrátturinn verði dýpri en ella heldur einnig skapa grunn að hagvexti framtíðarinnar og um leið styrkja grunnstoðir ferðaþjónustunnar. Kjöraðstæður eru að skapast fyrir Seðlabankann til að lækka vexti verulega á komandi misserum. Það endurspeglast meðal annars í því að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði sem og verðbólguvæntingar markaðsaðila hafa lækkað mikið að undanförnu. Næstkomandi miðvikudag verður fyrsta vaxtaákvörðunin eftir fall WOW air og gerð nýrra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ágætis fyrsta skref peningastefnunefndarinnar til að leggja sitt af mörkum í þessum breytta efnahagsveruleika væri að lækka vexti bankans úr 4,5 prósent í fjögur prósent. Það hlýtur að ganga eftir.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun