Niður á jörðina Hörður Ægisson skrifar 20. maí 2019 07:00 Þetta var viðbúið. Þegar fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í lok mars, sem grundvallaðist á spám um að ekkert lát yrði á einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar, mátti flestum vera ljóst að þær forsendur sem hún grundvallaðist á myndu bresta innan skamms. Það varð reyndin og örfáum dögum síðar var WOW air orðið gjaldþrota. Höggið á ferðaþjónustuna við fall flugfélagsins virðist ætla að vera meira til skemmri tíma litið en margir höfðu áður talið. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á Max-vélunum gerir illt verra og þýðir að skarðið sem WOW air skilur eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu í sumar verður nánast ekkert fyllt af öðrum flugfélögum. Niðurstaðan verður því líklega nærri 20 prósenta samdráttur í komum ferðamanna á árinu sem þýðir að gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustunnar minnka um liðlega 100 milljarða. Áhrifin eiga eftir að verða umtalsverð á rekstur margra fyrirtækja og um leið er ljóst að tekjuáætlanir ríkissjóðs og sveitarfélaga eru brostnar. Áætlun um tæplega eins prósents afgang á fjárlögum ríkisins mun að óbreyttu ekki ganga eftir. Hversu djúp verður niðursveiflan? Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að landsframleiðslan skreppi saman á þessu ári um 0,2 prósent en í fyrra mældist hagvöxturinn 4,6 prósent. Hætt er hins vegar við því að sú spá eigi eftir að reynast helst til of bjartsýn. Hagkerfið hefur orðið fyrir tvöföldum skelli á skömmum tíma – bæði vegna loðnubrests og gjaldþrots WOW air – sem á eftir að valda því að útflutningstekjur þjóðarbúsins munu dragast nokkuð saman. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem eru mörg hver núna að horfa upp á tugprósenta samdrátt á milli ára, munu fækka starfsfólki og sum eiga eftir að lenda í rekstrarerfiðleikum. Bankarnir þurfa að búa sig undir frekari afskriftir vegna útlána tengdum atvinnugreininni. Það er hins vegar lítil ástæða til að örvænta. Hagkerfið hefur aldrei verið betur í stakk búið til að takast á við skammvinnar efnahagsþrengingar. Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða óskuldsettum gjaldeyrisforða og skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs eru lágar í sögulegu samhengi. Nú þegar slaki hefur tekið við af spennu hljóta stjórnvöld við þær aðstæður að horfa til þess hvort hægt sé að ráðast í enn umfangsmeiri fjárfestingar í innviðum landsins á komandi árum. Slíkt myndi ekki aðeins sporna gegn því að samdrátturinn verði dýpri en ella heldur einnig skapa grunn að hagvexti framtíðarinnar og um leið styrkja grunnstoðir ferðaþjónustunnar. Kjöraðstæður eru að skapast fyrir Seðlabankann til að lækka vexti verulega á komandi misserum. Það endurspeglast meðal annars í því að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði sem og verðbólguvæntingar markaðsaðila hafa lækkað mikið að undanförnu. Næstkomandi miðvikudag verður fyrsta vaxtaákvörðunin eftir fall WOW air og gerð nýrra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ágætis fyrsta skref peningastefnunefndarinnar til að leggja sitt af mörkum í þessum breytta efnahagsveruleika væri að lækka vexti bankans úr 4,5 prósent í fjögur prósent. Það hlýtur að ganga eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þetta var viðbúið. Þegar fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í lok mars, sem grundvallaðist á spám um að ekkert lát yrði á einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar, mátti flestum vera ljóst að þær forsendur sem hún grundvallaðist á myndu bresta innan skamms. Það varð reyndin og örfáum dögum síðar var WOW air orðið gjaldþrota. Höggið á ferðaþjónustuna við fall flugfélagsins virðist ætla að vera meira til skemmri tíma litið en margir höfðu áður talið. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á Max-vélunum gerir illt verra og þýðir að skarðið sem WOW air skilur eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu í sumar verður nánast ekkert fyllt af öðrum flugfélögum. Niðurstaðan verður því líklega nærri 20 prósenta samdráttur í komum ferðamanna á árinu sem þýðir að gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustunnar minnka um liðlega 100 milljarða. Áhrifin eiga eftir að verða umtalsverð á rekstur margra fyrirtækja og um leið er ljóst að tekjuáætlanir ríkissjóðs og sveitarfélaga eru brostnar. Áætlun um tæplega eins prósents afgang á fjárlögum ríkisins mun að óbreyttu ekki ganga eftir. Hversu djúp verður niðursveiflan? Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að landsframleiðslan skreppi saman á þessu ári um 0,2 prósent en í fyrra mældist hagvöxturinn 4,6 prósent. Hætt er hins vegar við því að sú spá eigi eftir að reynast helst til of bjartsýn. Hagkerfið hefur orðið fyrir tvöföldum skelli á skömmum tíma – bæði vegna loðnubrests og gjaldþrots WOW air – sem á eftir að valda því að útflutningstekjur þjóðarbúsins munu dragast nokkuð saman. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem eru mörg hver núna að horfa upp á tugprósenta samdrátt á milli ára, munu fækka starfsfólki og sum eiga eftir að lenda í rekstrarerfiðleikum. Bankarnir þurfa að búa sig undir frekari afskriftir vegna útlána tengdum atvinnugreininni. Það er hins vegar lítil ástæða til að örvænta. Hagkerfið hefur aldrei verið betur í stakk búið til að takast á við skammvinnar efnahagsþrengingar. Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða óskuldsettum gjaldeyrisforða og skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs eru lágar í sögulegu samhengi. Nú þegar slaki hefur tekið við af spennu hljóta stjórnvöld við þær aðstæður að horfa til þess hvort hægt sé að ráðast í enn umfangsmeiri fjárfestingar í innviðum landsins á komandi árum. Slíkt myndi ekki aðeins sporna gegn því að samdrátturinn verði dýpri en ella heldur einnig skapa grunn að hagvexti framtíðarinnar og um leið styrkja grunnstoðir ferðaþjónustunnar. Kjöraðstæður eru að skapast fyrir Seðlabankann til að lækka vexti verulega á komandi misserum. Það endurspeglast meðal annars í því að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði sem og verðbólguvæntingar markaðsaðila hafa lækkað mikið að undanförnu. Næstkomandi miðvikudag verður fyrsta vaxtaákvörðunin eftir fall WOW air og gerð nýrra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ágætis fyrsta skref peningastefnunefndarinnar til að leggja sitt af mörkum í þessum breytta efnahagsveruleika væri að lækka vexti bankans úr 4,5 prósent í fjögur prósent. Það hlýtur að ganga eftir.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun