Alfreð er að hætta sem þjálfari Kiel í vor og því sérstaklega skemmtilegt fyrir hann að enda með því að bæta fleiri titlum við í safnið.
Kiel hafði áður unnið þýsku bikarkeppnina á þessu tímabili er enn í baráttu við Flensburg um þýska titilinn í deildinni. Alfreð hefur unnið þýsku deildina sex sinnum með Kiel.
Alfreð gerði Kiel um helgina að Evrópumeisturum í þriðja sinn en liðið vann Meistaradeildina tvívegis undir hans stjórn eða 2010 og 2012. Alfreð vann einnig tvo Evróputitla með SC Magdeburg á sínum tíma. Þetta er því fimmti Evróputitill hans.
Kiel setti inn skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sína þegar þjálfari og leiðtogi liðsins, Alfreð Gíslason, lyfti Evrópubikarnum.
Lærisveinar hans notuðu nefnilega tækifærið og skelltu þjálfara sínum í mikla kampavíns- og bjórsturtu eins og sjá má hér fyrir neðan.
Dieser Moment, in dem die Zeit still zu stehen scheint...
Ab 11 Uhr feiert Kiel den EHF-Pokalsieger 2019 in der Forstbaumschule! #WirSindKiel#NurMitEuch#WeisseWand#Alfred20pic.twitter.com/j2fs6UoicP
— THW Kiel (@thw_handball) May 19, 2019