Persónuvernd barna – innan heimilis og utan Steinunn Birna Magnúsdóttir skrifar 20. maí 2019 13:16 Persónuvernd og friðhelgi einkalífs eru ein mikilvægustu mannréttindi sem til eru. Á tímum stafræns veruleika þar sem persónuupplýsingar eru orðnar einn helsti gjaldmiðill samfélagsins eykst nauðsyn þess að allir, ekki síst börn og ungmenni, þekki helstu réttindi sín og skyldur. Persónuupplýsingar barna njóta í raun sérstakrar verndar, þar sem þau kunna að vera síður meðvituð um réttindi sín, áhættu og afleiðingar í tengslum við meðferð þeirra, bæði innan heimilis og utan. Persónuvernd hefur það lögbundna hlutverk að efla vitund almennings um reglur og réttindi tengd vinnslu persónuupplýsinga. Lögð hefur verið áhersla á að standa vörð um málefni barna og hefur Persónuvernd í því skyni m.a. haldið málþing fyrir öll skólastigin, gefið út tilmæli vegna samfélagsmiðlanotkunar í skólum og frístundastarfi, flutt erindi víða og fjallað um efnið í fjölmiðlum. Nú á dögunum sendi Persónuvernd bréf og fræðslubæklinga í alla grunnskóla landsins þar sem fjallað er um grunnatriði um persónuvernd barna, bæði fyrir kennara og aðra þá sem vinna með upplýsingarnar og einnig fyrir börnin og ungmennin sjálf. Í bréfinu eru skólastjórnendur hvattir til þess að kynna efnið fyrir kennurum, öðru starfsfólki og nemendum. Mikið starf hefur þegar verið unnið í vitundarvakningu um persónuvernd, en betur má ef duga skal. Við búum í síbreytilegum heimi þar sem tækninni fleygir fram á ljóshraða. Tæknin færir okkur mörg ný tækifæri en á sama tíma hefur aldrei verið mikilvægara að einstaklingurinn standi vörð um þessi mikilvægu mannréttindi sín. Stafræn fótspor barna byrja jafnvel að myndast áður en þau fæðast og netnotkun hefst sífellt fyrr á æviskeiðinu. Því er mikilvægt að fræðsla um persónuvernd og netöryggi verði hluti af daglegu lífi þeirra strax frá frumbernsku, rétt eins og umferðarreglurnar. Til að stuðla að því markmiði mun Persónuvernd halda áfram að setja málefni barna í forgang og stefnt er að því að útbúa meira fræðsluefni í því skyni.Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri yfir málefnum barna hjá Persónuvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Persónuvernd og friðhelgi einkalífs eru ein mikilvægustu mannréttindi sem til eru. Á tímum stafræns veruleika þar sem persónuupplýsingar eru orðnar einn helsti gjaldmiðill samfélagsins eykst nauðsyn þess að allir, ekki síst börn og ungmenni, þekki helstu réttindi sín og skyldur. Persónuupplýsingar barna njóta í raun sérstakrar verndar, þar sem þau kunna að vera síður meðvituð um réttindi sín, áhættu og afleiðingar í tengslum við meðferð þeirra, bæði innan heimilis og utan. Persónuvernd hefur það lögbundna hlutverk að efla vitund almennings um reglur og réttindi tengd vinnslu persónuupplýsinga. Lögð hefur verið áhersla á að standa vörð um málefni barna og hefur Persónuvernd í því skyni m.a. haldið málþing fyrir öll skólastigin, gefið út tilmæli vegna samfélagsmiðlanotkunar í skólum og frístundastarfi, flutt erindi víða og fjallað um efnið í fjölmiðlum. Nú á dögunum sendi Persónuvernd bréf og fræðslubæklinga í alla grunnskóla landsins þar sem fjallað er um grunnatriði um persónuvernd barna, bæði fyrir kennara og aðra þá sem vinna með upplýsingarnar og einnig fyrir börnin og ungmennin sjálf. Í bréfinu eru skólastjórnendur hvattir til þess að kynna efnið fyrir kennurum, öðru starfsfólki og nemendum. Mikið starf hefur þegar verið unnið í vitundarvakningu um persónuvernd, en betur má ef duga skal. Við búum í síbreytilegum heimi þar sem tækninni fleygir fram á ljóshraða. Tæknin færir okkur mörg ný tækifæri en á sama tíma hefur aldrei verið mikilvægara að einstaklingurinn standi vörð um þessi mikilvægu mannréttindi sín. Stafræn fótspor barna byrja jafnvel að myndast áður en þau fæðast og netnotkun hefst sífellt fyrr á æviskeiðinu. Því er mikilvægt að fræðsla um persónuvernd og netöryggi verði hluti af daglegu lífi þeirra strax frá frumbernsku, rétt eins og umferðarreglurnar. Til að stuðla að því markmiði mun Persónuvernd halda áfram að setja málefni barna í forgang og stefnt er að því að útbúa meira fræðsluefni í því skyni.Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri yfir málefnum barna hjá Persónuvernd.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun