Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 14:52 Trump er mikið í mun um að upplýsingar um fjármál hans verði ekki gerðar opinber. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti áfrýjaði í dag úrskurði alríkisdómara um að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi rétt á fá fjárhagsupplýsingar um forsetann afhentar. Nefndin hefur krafið bókhaldsfyrirtæki forsetans um gögnin. Demókratar sem hafa meirihluta í fulltrúadeild þingsins vilja fá aðgang að fjárhagsupplýsingum Trump til að varpa ljósi á hvort að forsetinn eigi í hagsmunaárekstrum eða hafi brotið lög með því að slíta ekki á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Trump hefur staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, ólíkt öllum öðrum forsetum og forsetaframbjóðendum undanfarinna áratuga. Hvíta húsið hefur reynt að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing fái aðgang að upplýsingum um Trump og fullyrtu fyrir dómi að eftirlitsnefndin færi út fyrir valdsvið sitt með því að krefjast þeirra. Alríkisdómari hafnaði þeirri lagatúlkun í gær og sagði að nefndin hefði rétt á að gefa út stefnur til að krefjast gagnanna. Lögmenn Trump áfrýjuðu þeim úrskurði til alríkisdómstól í Washington-borg í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bókhaldsfyrirtækið hefur sagst ætla að uppfylla lagaskyldur sínar en að það ætli að bíða niðurstöðu dómstóla. Trump og ríkisstjórn hans hafa tekið þá stefnu að hunsa allar tilraunir demókrata á Bandaríkjaþingi til að veita forsetanum aðhald með því að krefjast gagna. Auk þess að stefna til að koma í veg fyrir að fjárhagsupplýsingar hans verði birtar hefur Trump bannað embættismönnum sínum að bera vitni fyrir þingnefndum og fjármálaráðherranum að afhenda skattskýrslur hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti áfrýjaði í dag úrskurði alríkisdómara um að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi rétt á fá fjárhagsupplýsingar um forsetann afhentar. Nefndin hefur krafið bókhaldsfyrirtæki forsetans um gögnin. Demókratar sem hafa meirihluta í fulltrúadeild þingsins vilja fá aðgang að fjárhagsupplýsingum Trump til að varpa ljósi á hvort að forsetinn eigi í hagsmunaárekstrum eða hafi brotið lög með því að slíta ekki á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Trump hefur staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, ólíkt öllum öðrum forsetum og forsetaframbjóðendum undanfarinna áratuga. Hvíta húsið hefur reynt að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing fái aðgang að upplýsingum um Trump og fullyrtu fyrir dómi að eftirlitsnefndin færi út fyrir valdsvið sitt með því að krefjast þeirra. Alríkisdómari hafnaði þeirri lagatúlkun í gær og sagði að nefndin hefði rétt á að gefa út stefnur til að krefjast gagnanna. Lögmenn Trump áfrýjuðu þeim úrskurði til alríkisdómstól í Washington-borg í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bókhaldsfyrirtækið hefur sagst ætla að uppfylla lagaskyldur sínar en að það ætli að bíða niðurstöðu dómstóla. Trump og ríkisstjórn hans hafa tekið þá stefnu að hunsa allar tilraunir demókrata á Bandaríkjaþingi til að veita forsetanum aðhald með því að krefjast gagna. Auk þess að stefna til að koma í veg fyrir að fjárhagsupplýsingar hans verði birtar hefur Trump bannað embættismönnum sínum að bera vitni fyrir þingnefndum og fjármálaráðherranum að afhenda skattskýrslur hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03
Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00
Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22