Þristar sýndir almenningi milli kl. 18 og 20 í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2019 15:15 Flugvélin "That's All, Brother" er sú sögufrægasta í leiðangrinum en hún var forystuvél inrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þristarnir, sem nú hafa viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli, verða til sýnis almenningi milli klukkan 18 og 20 í kvöld. Sérstakt hlið verður opnað á girðingu norðan við Loftleiðahótelið þar sem fánaborg er sjáanleg. Fjórar flugvélar, ýmist DC-3 eða C-47 frá Bandaríkjunum, allar smíðaðar á árunum 1943 til 1945, eru núna komnar á flugstæðið. Auk þess er von á fimmtu flugvélinni um klukkan 17 nú síðdegis en hún er nú á leið frá Grænlandi. Sex þristar, sem lentu í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi, áætluðu þá að koma til Reykjavíkur síðdegis eða í kvöld. Þeir hafa hins vegar tafist vegna ísingar á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Hugsanlegt er að einhverjir þeirra nái til Reykjavíkur í kvöld en það er óvíst.Til stóð að þessi vél, "Miss Virginia" flygi áfram til Bretlands í dag. Brottför hennar frestaðist hins vegar vegna hreyfilbilunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Núna er hins vegar orðið ljóst að íslenski þristurinn Páll Sveinsson mun ekki blandast í hópinn, Þristavinum til sárra vonbrigða. Viðgerð á öðrum hreyfli hans, sem staðið hefur yfir á Akureyri, hefur reynst umfangsmeiri en búist var við og mun ekki klárast áður hinir þristarnir fljúga af landi brott. Leiðangur flugvélanna er í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni. Þar verður efnt til athafnar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund sem stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Flugvélar þessarar gerðar frá Bandaríkjunum og Evrópulöndum taka þátt í athöfninni. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda. 21. maí 2019 11:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Þristarnir, sem nú hafa viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli, verða til sýnis almenningi milli klukkan 18 og 20 í kvöld. Sérstakt hlið verður opnað á girðingu norðan við Loftleiðahótelið þar sem fánaborg er sjáanleg. Fjórar flugvélar, ýmist DC-3 eða C-47 frá Bandaríkjunum, allar smíðaðar á árunum 1943 til 1945, eru núna komnar á flugstæðið. Auk þess er von á fimmtu flugvélinni um klukkan 17 nú síðdegis en hún er nú á leið frá Grænlandi. Sex þristar, sem lentu í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi, áætluðu þá að koma til Reykjavíkur síðdegis eða í kvöld. Þeir hafa hins vegar tafist vegna ísingar á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Hugsanlegt er að einhverjir þeirra nái til Reykjavíkur í kvöld en það er óvíst.Til stóð að þessi vél, "Miss Virginia" flygi áfram til Bretlands í dag. Brottför hennar frestaðist hins vegar vegna hreyfilbilunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Núna er hins vegar orðið ljóst að íslenski þristurinn Páll Sveinsson mun ekki blandast í hópinn, Þristavinum til sárra vonbrigða. Viðgerð á öðrum hreyfli hans, sem staðið hefur yfir á Akureyri, hefur reynst umfangsmeiri en búist var við og mun ekki klárast áður hinir þristarnir fljúga af landi brott. Leiðangur flugvélanna er í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni. Þar verður efnt til athafnar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund sem stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Flugvélar þessarar gerðar frá Bandaríkjunum og Evrópulöndum taka þátt í athöfninni.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda. 21. maí 2019 11:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda. 21. maí 2019 11:00
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15