Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 15:53 Konur klæddar eins og þernur úr sjónvarpsþáttunum Dagbók þernunnar mótmæla ströngum þungunarrofslögum í ríkisþingi Missouri í síðustu viku. AP/Christian Gooden Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld verði að tryggja aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi. Bönn við því eins og þau sem hafa verið samþykkt í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna undanfarið leiði til áhættusamra aðgerða sem geti ógnað lífi kvenna. Ríkisstjóri Alabama staðfesti ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna í síðustu viku. Þau myndu banna þungunarrof í öllum tilfellum nema þegar líf móður er í hættu. Áður hafði Georgía staðfest lög sem banna þungunarrof eftir að hjartsláttur fósturs hefur greinst. Það getur gerst strax í sjöttu viku, áður en margar konur vita að þær eru ófrískar. Þá er búist við því að ríkisstjóri Missouri staðfesti lög sem banna þungunarrof eftir áttundu viku meðgöngu í þessari viku. Fastlega er gert ráð fyrir að lögunum verði öllum skotið til Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem flutningsmenn þeirra treysta á að íhaldssamir dómarar felli úr gildi dómafordæmi sem réttur kvenna til þungunarrofs byggir á. Ravin Shamdasani, talskona mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, segir að gögn og reynslan sýni að blátt bann við þungunarrofi fækki ekki tilfellum heldur hreki konur í undirheimana þar sem lífi þeirra, heilsu og öryggi sé ógnað, að því er segir í frétt Reuters. „Við höfum miklar áhyggjur af því að nokkur bandarísk ríki hafi samþykkt lög sem takmarka verulega aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi, þar á meðal með því að gera það saknæmt bæði fyrir konurnar sjálfar og þá sem veita þungunarrof,“ segir Shamdasani. Boð og bönn af þessu tagi stuðli í eðli sínu að ójöfnuði. Þau komi frekar niður á snauðum konum en ríkum, konum úr minnihlutahópum eða öðrum jaðarhópum. „Því köllum við eftir því að Bandaríkin og öll önnur ríki tryggi að konur hafi aðgang að öruggu þungunarrofi. Að allra minnsta kosti í tilfelli nauðgana, sifjaspells og fósturgalla verður að vera öruggur aðgangur að þungunarrofi,“ segir talskonan. Lögin í Alabama veita ekki undanþágur í tilfelli nauðgana eða sifjaspells. Þá geta læknar sem framkvæma þungunarrof átt yfir höfði sér allt að 99 ár fangelsisdóm. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld verði að tryggja aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi. Bönn við því eins og þau sem hafa verið samþykkt í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna undanfarið leiði til áhættusamra aðgerða sem geti ógnað lífi kvenna. Ríkisstjóri Alabama staðfesti ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna í síðustu viku. Þau myndu banna þungunarrof í öllum tilfellum nema þegar líf móður er í hættu. Áður hafði Georgía staðfest lög sem banna þungunarrof eftir að hjartsláttur fósturs hefur greinst. Það getur gerst strax í sjöttu viku, áður en margar konur vita að þær eru ófrískar. Þá er búist við því að ríkisstjóri Missouri staðfesti lög sem banna þungunarrof eftir áttundu viku meðgöngu í þessari viku. Fastlega er gert ráð fyrir að lögunum verði öllum skotið til Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem flutningsmenn þeirra treysta á að íhaldssamir dómarar felli úr gildi dómafordæmi sem réttur kvenna til þungunarrofs byggir á. Ravin Shamdasani, talskona mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, segir að gögn og reynslan sýni að blátt bann við þungunarrofi fækki ekki tilfellum heldur hreki konur í undirheimana þar sem lífi þeirra, heilsu og öryggi sé ógnað, að því er segir í frétt Reuters. „Við höfum miklar áhyggjur af því að nokkur bandarísk ríki hafi samþykkt lög sem takmarka verulega aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi, þar á meðal með því að gera það saknæmt bæði fyrir konurnar sjálfar og þá sem veita þungunarrof,“ segir Shamdasani. Boð og bönn af þessu tagi stuðli í eðli sínu að ójöfnuði. Þau komi frekar niður á snauðum konum en ríkum, konum úr minnihlutahópum eða öðrum jaðarhópum. „Því köllum við eftir því að Bandaríkin og öll önnur ríki tryggi að konur hafi aðgang að öruggu þungunarrofi. Að allra minnsta kosti í tilfelli nauðgana, sifjaspells og fósturgalla verður að vera öruggur aðgangur að þungunarrofi,“ segir talskonan. Lögin í Alabama veita ekki undanþágur í tilfelli nauðgana eða sifjaspells. Þá geta læknar sem framkvæma þungunarrof átt yfir höfði sér allt að 99 ár fangelsisdóm.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00