Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 16:41 Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og er þegar hætt við flóðum. Með hækkandi sjávarstöðu gætu stór landsvæði þar sem milljónir búa horfið algerlega komi menn ekki böndum yfir losun sína á kolefni út í andrúmsloftið. Vísir/EPA Hraðari bráðnun jökla á Suðurskautslandinu og Grænlandi gæti þýtt að hækkun yfirborðs sjávar verði allt að tvöfalt meiri á þessari öld en talið hefur verið fram að þessu. Hækkun sjávarmáls gæti hrakið hundruð milljónir manna frá heimilum sínum. Spár um hækkun yfirborðs sjávar sem finna má í skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hafa gert ráð fyrir að yfirborð sjávar hækki um rétt innan við metra vegna loftslagsbreytinga á þessari öld. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem sjórinn þenst út þegar hann hlýnar og jöklar á landi bráðna. Vísindamenn hafa þó um nokkurt skeið varað við því að þær spár séu of varfærnar. Ný rannsókn sem birtist í Tímariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) bendir til þess að hækkun yfirborðs sjávar geti orðið allt að tvöfalt meiri. Hún byggist á mati sérfræðinga á örlögum íshellnanna á Grænlandi og Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram á núverandi hraða megi búast við að yfirborð sjávar hækki um 62 til 238 sentímetra að meðaltali fyrir lok aldarinnar. Í þessar svörtustu sviðsmynd um framtíðarhlýnun upp á allt að fimm gráður gætu um 1,79 milljónir ferkílómetra lands sokkið í sæ. Landsvæðin sem töpuðust yrðu þar að auki mikilvæg landbúnaðarsvæði eins og Nílarósar og stórir hlutar Bangladess. Vísindamennirnir vara við því að allt að tvö hundruð sinnum fleiri flóttamenn yrðu til við slíkar hörmungar en borgarastríðið í Sýrlandi hefur getið af sér.Svartsýnasta spáin en möguleg ef ekkert verður að gert Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst innan við 1,5°. Við efri mörkin telja vísindamenn að Grænlandsjökull verði helsta orsök hækkunar sjávarmáls af jöklum á landi. Verði hlýnunin meiri geti íshellurnar á Suðurskautslandinu orðið óstöðugar og hækkað sjávarstöðuna enn meira. Sjávarstaðan við Ísland er sérstaklega háð örlögum jökla á Suðurskautslandinu. Í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem gefin var út í fyrra var gert ráð fyrir að hækkunin við Ísland yrði töluvert minni en að meðaltali á jörðinni, mögulega aðeins 30-40% af henni. Skekkjumörkin væru þó mikil, fyrst og fremst vegna óvissu um hvernig bráðnun jökla á Suðurskautslandinu myndi þróast á öldinni. Líkurnar á dekkstu sviðsmyndinni sem dreginn er upp í nýju rannsókninni eru enn sem komið er sagðar litlar, eða um 5%. „Ef ég segði við þig að líkurnar væru einn á móti tuttugu að þú yrði fyrir bíl ef þú færir yfir götuna þá færirðu hvergi nærri henni,“ segir Jonathan Bamber, prófessor við Bristol-háskóla og einn aðalhöfunda rannsóknarinnar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um eina gráðu frá því að iðnbyltingin hófst. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi hefur verið meginuppspretta losunnar á gróðurhúsalofttegundunum sem valda hnattrænni hlýnun. Grænland Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Nálgumst þolmörk margra lífvera Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. 9. maí 2019 20:30 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Hraðari bráðnun jökla á Suðurskautslandinu og Grænlandi gæti þýtt að hækkun yfirborðs sjávar verði allt að tvöfalt meiri á þessari öld en talið hefur verið fram að þessu. Hækkun sjávarmáls gæti hrakið hundruð milljónir manna frá heimilum sínum. Spár um hækkun yfirborðs sjávar sem finna má í skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hafa gert ráð fyrir að yfirborð sjávar hækki um rétt innan við metra vegna loftslagsbreytinga á þessari öld. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem sjórinn þenst út þegar hann hlýnar og jöklar á landi bráðna. Vísindamenn hafa þó um nokkurt skeið varað við því að þær spár séu of varfærnar. Ný rannsókn sem birtist í Tímariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) bendir til þess að hækkun yfirborðs sjávar geti orðið allt að tvöfalt meiri. Hún byggist á mati sérfræðinga á örlögum íshellnanna á Grænlandi og Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram á núverandi hraða megi búast við að yfirborð sjávar hækki um 62 til 238 sentímetra að meðaltali fyrir lok aldarinnar. Í þessar svörtustu sviðsmynd um framtíðarhlýnun upp á allt að fimm gráður gætu um 1,79 milljónir ferkílómetra lands sokkið í sæ. Landsvæðin sem töpuðust yrðu þar að auki mikilvæg landbúnaðarsvæði eins og Nílarósar og stórir hlutar Bangladess. Vísindamennirnir vara við því að allt að tvö hundruð sinnum fleiri flóttamenn yrðu til við slíkar hörmungar en borgarastríðið í Sýrlandi hefur getið af sér.Svartsýnasta spáin en möguleg ef ekkert verður að gert Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst innan við 1,5°. Við efri mörkin telja vísindamenn að Grænlandsjökull verði helsta orsök hækkunar sjávarmáls af jöklum á landi. Verði hlýnunin meiri geti íshellurnar á Suðurskautslandinu orðið óstöðugar og hækkað sjávarstöðuna enn meira. Sjávarstaðan við Ísland er sérstaklega háð örlögum jökla á Suðurskautslandinu. Í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem gefin var út í fyrra var gert ráð fyrir að hækkunin við Ísland yrði töluvert minni en að meðaltali á jörðinni, mögulega aðeins 30-40% af henni. Skekkjumörkin væru þó mikil, fyrst og fremst vegna óvissu um hvernig bráðnun jökla á Suðurskautslandinu myndi þróast á öldinni. Líkurnar á dekkstu sviðsmyndinni sem dreginn er upp í nýju rannsókninni eru enn sem komið er sagðar litlar, eða um 5%. „Ef ég segði við þig að líkurnar væru einn á móti tuttugu að þú yrði fyrir bíl ef þú færir yfir götuna þá færirðu hvergi nærri henni,“ segir Jonathan Bamber, prófessor við Bristol-háskóla og einn aðalhöfunda rannsóknarinnar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um eina gráðu frá því að iðnbyltingin hófst. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi hefur verið meginuppspretta losunnar á gróðurhúsalofttegundunum sem valda hnattrænni hlýnun.
Grænland Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Nálgumst þolmörk margra lífvera Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. 9. maí 2019 20:30 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Nálgumst þolmörk margra lífvera Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. 9. maí 2019 20:30
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17