Reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi, sem kveða á um að kaupauki starfsmanna fjármálafyrirtækja megi að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum þeirra, hafa stuðlað að því að grunnlaun í bankakerfinu eru orðin fullhá miðað við rekstrarforsendur. Þetta er mat greinenda Capacent.
Í nýju verðmati ráðgjafarfyrirtækisins um Arion banka, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að rekstraraðstæður í bankakerfinu hafi á undanförnum tveimur til þremur árum verið allt aðrar en þær voru fyrir fimm til sex árum þegar bankarnir hafi skilað góðri afkomu vegna virðisaukningar útlána.
„Mikið launaskrið var í bönkunum á þessum árum en nú sitja bankarnir uppi með of há grunnlaun á sama tíma og það þrengir að í rekstri,“ segir í verðmati Capacent.
Bankarekstur sé sveiflukenndur og því geti of íþyngjandi reglur um kaupauka aukið á óstöðugleika líkt og of frjálslegar reglur.
Greinendur Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Arion banka um tæplega 0,8 prósent og meta nú gengi bréfanna á 86 krónur á hlut en til samanburðar stóð gengið í 80,8 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Jákvætt sé að kostnaðaraðhald í rekstri sé að skila árangri.
Launin orðin fullhá miðað við aðstæður
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent

Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs
Viðskipti innlent

Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum
Viðskipti innlent

Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum
Viðskipti innlent


SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar
Viðskipti erlent


Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum
Viðskipti innlent

Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið
Viðskipti innlent