Engar persónur Game of Thrones munu snúa aftur Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2019 09:05 Þó persónur GOT snúi ekki aftur er HBO ekki hætt í söguheimi George RR Martin. Forsvarsmenn HBO segja ekki í myndinni að framleiða hliðarseríur, svokallaðar „spinoffs“ af Game of Thrones og að engar persónur úr þáttunum myndu snúa aftur á skjáinn. Það komi ekki til greina. Casey Bloys, dagskrárstjóri HBO, var í viðtali við Hollywood Reporter þar sem hann sagði ekki hafa komið til greina að aðrir en David Benioff og D.B. Weiss tækju við stjórnartaumum Game of Thrones því leikararnir hefðu ekki tekið það í mál. Þá sagði Bloys að tökur fyrir fyrsta þátt nýs þáttar í söguheimi George RR Martin hefjist í júní. Þar að auki séu tvær þáttaraðir til viðbótar í þróun og skoðun. Þegar Bloys var spurður hvort verið væri að skoða að gera fleiri þætti um einhverjar tilteknar persónur Westeros, og þá sérstaklega Aryu, var svar hans nokkuð afgerandi. „Nei, nei, nei. Nei. Að hluta til vegna þess að ég vil að þessir þættir Game of Thrones eftir Dan og David, verði sinn eigin hlutur,“ sagði Bloys. Hann sagði ekki vilja teygja söguna með aðkomu annarra framleiðenda og Game of Thrones ætti að standa á eigin fótum. Ekki stæði til að reyna að endurgera sama efnið. Það væri vel hægt að gera vegna stærðar söguheimsins sem George RR Martin skapaði. Bloys sagðist einnig sýna því skilning að síðasta þáttaröð Game of Thrones væri umdeild og það væri ómögulegt að gera þessum gríðarstóru þáttum skil svo allir kæmu sáttir frá borði. „Ég skil það. Þetta eru stærðarinnar þættir og fólk hefur fjárfest mikið í þeim og það segir margt um þessa þætti. Fólk þótti vænt um þá,“ sagði Bloys. Hann vildi lítið segja um af hverju síðustu tvær þáttaraðir Game of Thrones voru einungis sjö og sex þættir að lengd. „Ég hef sagt opinberlega að ég hefði tekið við fimm þáttaröðum til viðbótar. Þeir höfðu þó áætlun sem þeir vildu gera og þetta fannst þeim besta leiðin. Þeir tóku þessa ákvörðun fyrir löngu síðan og gerðu þetta nákvæmlega eins og þeir skipulögðu.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Vakt okkar er lokið Game of Thrones þáttunum er lokið. Lengi lifi Game of Thrones. 20. maí 2019 22:30 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Forsvarsmenn HBO segja ekki í myndinni að framleiða hliðarseríur, svokallaðar „spinoffs“ af Game of Thrones og að engar persónur úr þáttunum myndu snúa aftur á skjáinn. Það komi ekki til greina. Casey Bloys, dagskrárstjóri HBO, var í viðtali við Hollywood Reporter þar sem hann sagði ekki hafa komið til greina að aðrir en David Benioff og D.B. Weiss tækju við stjórnartaumum Game of Thrones því leikararnir hefðu ekki tekið það í mál. Þá sagði Bloys að tökur fyrir fyrsta þátt nýs þáttar í söguheimi George RR Martin hefjist í júní. Þar að auki séu tvær þáttaraðir til viðbótar í þróun og skoðun. Þegar Bloys var spurður hvort verið væri að skoða að gera fleiri þætti um einhverjar tilteknar persónur Westeros, og þá sérstaklega Aryu, var svar hans nokkuð afgerandi. „Nei, nei, nei. Nei. Að hluta til vegna þess að ég vil að þessir þættir Game of Thrones eftir Dan og David, verði sinn eigin hlutur,“ sagði Bloys. Hann sagði ekki vilja teygja söguna með aðkomu annarra framleiðenda og Game of Thrones ætti að standa á eigin fótum. Ekki stæði til að reyna að endurgera sama efnið. Það væri vel hægt að gera vegna stærðar söguheimsins sem George RR Martin skapaði. Bloys sagðist einnig sýna því skilning að síðasta þáttaröð Game of Thrones væri umdeild og það væri ómögulegt að gera þessum gríðarstóru þáttum skil svo allir kæmu sáttir frá borði. „Ég skil það. Þetta eru stærðarinnar þættir og fólk hefur fjárfest mikið í þeim og það segir margt um þessa þætti. Fólk þótti vænt um þá,“ sagði Bloys. Hann vildi lítið segja um af hverju síðustu tvær þáttaraðir Game of Thrones voru einungis sjö og sex þættir að lengd. „Ég hef sagt opinberlega að ég hefði tekið við fimm þáttaröðum til viðbótar. Þeir höfðu þó áætlun sem þeir vildu gera og þetta fannst þeim besta leiðin. Þeir tóku þessa ákvörðun fyrir löngu síðan og gerðu þetta nákvæmlega eins og þeir skipulögðu.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Vakt okkar er lokið Game of Thrones þáttunum er lokið. Lengi lifi Game of Thrones. 20. maí 2019 22:30 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Game of Thrones: Vakt okkar er lokið Game of Thrones þáttunum er lokið. Lengi lifi Game of Thrones. 20. maí 2019 22:30