Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2019 09:17 Þorsteinn Sæmundsson þingflokksformaður Miðflokksins. En, þingmenn hans töluðu samfleytt í 19 tíma, í gærkvöldi og alla nótt, um Orkupakkann. „Ég vil biðja Birgi Þórarinsson afsökunar á því að forseti fer fram á að hann fresti því að hann flytji sína 13. ræðu þar sem við verðum nú að gera hlé á fundi, fresta og slíta svo ekki skarist nefndarfundir og þingfundir,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis úr sínum stóli á þinginu nú skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Hann notaði tækifærið og þakkaði starfsfólki Alþingis að hafa þurft að vaka yfir ræðuhöldum þingmannanna. „Sérstaklega fáliðaðari þingskrifstofu sem hefur þurft að leggja mikið á sig til að þetta fundahald mætti fara hér fram. En hér hefur nú staðið fundur í rúmar 19 klukkustundir.“ Umræða hefur þannig staðið í alla nótt. Þar hafa Miðflokksmenn staðið í pontu mörgum til mikillar mæðu. Einn þeirra er Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar sem skrifaði í morgun á Facebooksíðu sína að málþóf sé fjandsamleg yfirtaka á Alþingi, framkvæmd með því að toga og teygja venjur og reglur. Leið til að láta þingræðið ekki hafa sinn gang. „Menn koma upp í ræðustól og tala en ofmælt er að kalla það ræður sem þar er flutt - miklu frekar nokkurs konar óræður. Óræða eftir óræða dynur á okkur og andsvörum er breytt í meðsvör blygðunarlaust. Þetta sýnir mikið virðingarleysi fyrir ræðustólnum og stofnuninni. Málþóf getur verið neyðarréttur minnihluta þegar meirihluti keyrir í gegn ólög en Miðflokkurinn lítur á það sem íþróttakeppni, leið til að sýna styrk og getu til að beita ofríki,“ segir Guðmundur Andri. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Orkupakkinn til umræðu í dag Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. 20. maí 2019 06:00 Borgarfulltrúar og sjónvarpsstjörnur á meðal þeirra sem styðja EES Ungt fólk lýsir yfir stuðningi við áframhaldandi aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, meðal annars í ljósi umræðunnar um þriðja orkupakkann. 20. maí 2019 10:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Ég vil biðja Birgi Þórarinsson afsökunar á því að forseti fer fram á að hann fresti því að hann flytji sína 13. ræðu þar sem við verðum nú að gera hlé á fundi, fresta og slíta svo ekki skarist nefndarfundir og þingfundir,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis úr sínum stóli á þinginu nú skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Hann notaði tækifærið og þakkaði starfsfólki Alþingis að hafa þurft að vaka yfir ræðuhöldum þingmannanna. „Sérstaklega fáliðaðari þingskrifstofu sem hefur þurft að leggja mikið á sig til að þetta fundahald mætti fara hér fram. En hér hefur nú staðið fundur í rúmar 19 klukkustundir.“ Umræða hefur þannig staðið í alla nótt. Þar hafa Miðflokksmenn staðið í pontu mörgum til mikillar mæðu. Einn þeirra er Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar sem skrifaði í morgun á Facebooksíðu sína að málþóf sé fjandsamleg yfirtaka á Alþingi, framkvæmd með því að toga og teygja venjur og reglur. Leið til að láta þingræðið ekki hafa sinn gang. „Menn koma upp í ræðustól og tala en ofmælt er að kalla það ræður sem þar er flutt - miklu frekar nokkurs konar óræður. Óræða eftir óræða dynur á okkur og andsvörum er breytt í meðsvör blygðunarlaust. Þetta sýnir mikið virðingarleysi fyrir ræðustólnum og stofnuninni. Málþóf getur verið neyðarréttur minnihluta þegar meirihluti keyrir í gegn ólög en Miðflokkurinn lítur á það sem íþróttakeppni, leið til að sýna styrk og getu til að beita ofríki,“ segir Guðmundur Andri.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Orkupakkinn til umræðu í dag Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. 20. maí 2019 06:00 Borgarfulltrúar og sjónvarpsstjörnur á meðal þeirra sem styðja EES Ungt fólk lýsir yfir stuðningi við áframhaldandi aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, meðal annars í ljósi umræðunnar um þriðja orkupakkann. 20. maí 2019 10:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Orkupakkinn til umræðu í dag Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. 20. maí 2019 06:00
Borgarfulltrúar og sjónvarpsstjörnur á meðal þeirra sem styðja EES Ungt fólk lýsir yfir stuðningi við áframhaldandi aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, meðal annars í ljósi umræðunnar um þriðja orkupakkann. 20. maí 2019 10:30