Sex þristar gætu náð til Reykjavíkur í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2019 11:31 Þessi vél er árgerð 1942 og kallast The Spirit of Benovia. Bandaríski herinn notaði hana mikið í flugi yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum. Eftir stríð notuðu bandarísk stjórnvöld vélina meðal annars til að hjálpa kínverskum þjóðernissinnum að flýja til Taívan þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. Bandaríska leynisþjónustan CIA nýtti vélina einnig til verkefna gegn kommúnistum í Suðaustur-Asíu. Vísir/Egill Aðalsteinsson. Áhugamenn um gamlar flugvélar geta vænst þess að sjá nokkra þrista á áttræðisaldri í flugtökum og lendingum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þrír þristar fóru raunar í loftið í morgun áleiðis til Prestvíkur í Skotlandi og áhöfn þess fjórða var nú á tólfta tímanum að undirbúa flugtak, sem búist var við að yrði um hádegisbil. Þá er vitað um sex þrista sem stefna til Íslands í dag, ýmist frá Grænlandi eða Kanada. Tveir þeirra koma frá Narsarsuaq og áætlar annar þeirra lendingu í Reykjavík klukkan 20.30 en hinn klukkan 21.50 í kvöld. Meiri óvissa ríkir um fjóra þrista sem staddir voru í Goose Bay í morgun og áætluðu að komast yfir til Grænlands í dag og svo áfram til Íslands í kvöld. Það skýrist væntanlega síðdegis hvort þeir muni ná til Reykjavíkur fyrir næturlokun vallarins klukkan 23 í kvöld, eða hvort þeim verði beint til Keflavíkur. Meðal þristanna sem héldu af landi brott í morgun var hinn sögufrægi „That's All, Brother", sem var forystuvél í innrásinni miklu í Normandí á D-deginum þann 6. júní 1944. Tilgangur þristaleiðangranna er einmitt að minnast þessa atburðar á 75 ára afmæli hans. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Áhugamenn um gamlar flugvélar geta vænst þess að sjá nokkra þrista á áttræðisaldri í flugtökum og lendingum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þrír þristar fóru raunar í loftið í morgun áleiðis til Prestvíkur í Skotlandi og áhöfn þess fjórða var nú á tólfta tímanum að undirbúa flugtak, sem búist var við að yrði um hádegisbil. Þá er vitað um sex þrista sem stefna til Íslands í dag, ýmist frá Grænlandi eða Kanada. Tveir þeirra koma frá Narsarsuaq og áætlar annar þeirra lendingu í Reykjavík klukkan 20.30 en hinn klukkan 21.50 í kvöld. Meiri óvissa ríkir um fjóra þrista sem staddir voru í Goose Bay í morgun og áætluðu að komast yfir til Grænlands í dag og svo áfram til Íslands í kvöld. Það skýrist væntanlega síðdegis hvort þeir muni ná til Reykjavíkur fyrir næturlokun vallarins klukkan 23 í kvöld, eða hvort þeim verði beint til Keflavíkur. Meðal þristanna sem héldu af landi brott í morgun var hinn sögufrægi „That's All, Brother", sem var forystuvél í innrásinni miklu í Normandí á D-deginum þann 6. júní 1944. Tilgangur þristaleiðangranna er einmitt að minnast þessa atburðar á 75 ára afmæli hans.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15