Miklar breytingar á úrslitum Eurovision eftir mistök skipuleggjenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 18:32 John Lundvik, sænski keppandinn í ár, er líklega ánægður með breyttar niðurstöður. Getty/Guy prives Töluverðar breytingar hafa orðið á úrslitum Eurovision eftir að mistök voru gerð við útreikninga á atkvæðum frá dómnefnd Hvíta-Rússlands, sem vikið var úr keppni rétt fyrir úrslitakvöldið. Efstu fjögur sætin standa enn óbreytt en Svíþjóð fer upp fyrir Noreg og Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan með leiðréttum stigum. Í yfirlýsingu sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sendi frá sér í dag er klúðrið rakið. Hvítrússnesku dómnefndinni var vikið úr keppninni eftir að meðlimir nefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum áður en úrslitakeppnin hófst.Sjá einnig: Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Í kjölfarið voru áætluð ný stig fyrir dómnefndina sem reiknuð voru út frá atkvæðum annarra landa sem kosið hafa í takt við Hvíta-Rússland í gegnum tíðina. Nú hefur hins vegar komið í ljós að nýju niðurstöðurnar voru rangar en í yfirlýsingu EBU segir að um sé að ræða mannleg mistök.Hatari situr sem fastast í 10. sætinu í nýreiknuðum niðurstöðum.Getty/Guy PrivesReiknaðar hafi verið réttar niðurstöður, sem hafa töluverð áhrif á úrslit Eurovision. Vinningshafinn er þó enn sá sami, Holland, og bætir við sig sex stigum frá því á laugardag. Næstu þrjú lönd, Ítalía, Rússland og Sviss sitja jafnframt sem fastast í sínum sætum og njóta öll góðs af hinum nýju stigum frá Hvíta-Rússlandi. Noregur, sem áður var í fimmta sæti, víkur hins vegar fyrir Svíþjóð, áður í 6. sæti. Þannig situr sænska framlagið nú í 5. sæti með 334 stig og Noregur í 6. sæti með 331 stig. Þá fer Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan og er nú í 7. sæti með 305 stig en Aserbaídsjan tekur 8. sætið. Ísland haggast ekki úr 10. sætinu en hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands, tapar þó tveimur stigum á nýju niðurstöðunum. Þá fer Kýpur úr 15. sæti í það 13. og Slóvenía hrapar úr 13. sæti niður í 15. Á sama hátt skipta Malta og Frakkland um sæti, Malta fer úr því 16. upp í það 14.. Þá skipta Albanía og Serbía um sæti, einnig San Marínó og Eistland, sem og Þýskaland og Hvíta-Rússland.Hér má sjá gömlu niðurstöðurnar frá því á laugardag og hér má nálgast uppfærðu niðurstöðurnar. Eurovision Tengdar fréttir Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11 Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30 Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Töluverðar breytingar hafa orðið á úrslitum Eurovision eftir að mistök voru gerð við útreikninga á atkvæðum frá dómnefnd Hvíta-Rússlands, sem vikið var úr keppni rétt fyrir úrslitakvöldið. Efstu fjögur sætin standa enn óbreytt en Svíþjóð fer upp fyrir Noreg og Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan með leiðréttum stigum. Í yfirlýsingu sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sendi frá sér í dag er klúðrið rakið. Hvítrússnesku dómnefndinni var vikið úr keppninni eftir að meðlimir nefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum áður en úrslitakeppnin hófst.Sjá einnig: Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Í kjölfarið voru áætluð ný stig fyrir dómnefndina sem reiknuð voru út frá atkvæðum annarra landa sem kosið hafa í takt við Hvíta-Rússland í gegnum tíðina. Nú hefur hins vegar komið í ljós að nýju niðurstöðurnar voru rangar en í yfirlýsingu EBU segir að um sé að ræða mannleg mistök.Hatari situr sem fastast í 10. sætinu í nýreiknuðum niðurstöðum.Getty/Guy PrivesReiknaðar hafi verið réttar niðurstöður, sem hafa töluverð áhrif á úrslit Eurovision. Vinningshafinn er þó enn sá sami, Holland, og bætir við sig sex stigum frá því á laugardag. Næstu þrjú lönd, Ítalía, Rússland og Sviss sitja jafnframt sem fastast í sínum sætum og njóta öll góðs af hinum nýju stigum frá Hvíta-Rússlandi. Noregur, sem áður var í fimmta sæti, víkur hins vegar fyrir Svíþjóð, áður í 6. sæti. Þannig situr sænska framlagið nú í 5. sæti með 334 stig og Noregur í 6. sæti með 331 stig. Þá fer Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan og er nú í 7. sæti með 305 stig en Aserbaídsjan tekur 8. sætið. Ísland haggast ekki úr 10. sætinu en hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands, tapar þó tveimur stigum á nýju niðurstöðunum. Þá fer Kýpur úr 15. sæti í það 13. og Slóvenía hrapar úr 13. sæti niður í 15. Á sama hátt skipta Malta og Frakkland um sæti, Malta fer úr því 16. upp í það 14.. Þá skipta Albanía og Serbía um sæti, einnig San Marínó og Eistland, sem og Þýskaland og Hvíta-Rússland.Hér má sjá gömlu niðurstöðurnar frá því á laugardag og hér má nálgast uppfærðu niðurstöðurnar.
Eurovision Tengdar fréttir Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11 Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30 Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11
Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30
Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40