Miklar breytingar á úrslitum Eurovision eftir mistök skipuleggjenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 18:32 John Lundvik, sænski keppandinn í ár, er líklega ánægður með breyttar niðurstöður. Getty/Guy prives Töluverðar breytingar hafa orðið á úrslitum Eurovision eftir að mistök voru gerð við útreikninga á atkvæðum frá dómnefnd Hvíta-Rússlands, sem vikið var úr keppni rétt fyrir úrslitakvöldið. Efstu fjögur sætin standa enn óbreytt en Svíþjóð fer upp fyrir Noreg og Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan með leiðréttum stigum. Í yfirlýsingu sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sendi frá sér í dag er klúðrið rakið. Hvítrússnesku dómnefndinni var vikið úr keppninni eftir að meðlimir nefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum áður en úrslitakeppnin hófst.Sjá einnig: Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Í kjölfarið voru áætluð ný stig fyrir dómnefndina sem reiknuð voru út frá atkvæðum annarra landa sem kosið hafa í takt við Hvíta-Rússland í gegnum tíðina. Nú hefur hins vegar komið í ljós að nýju niðurstöðurnar voru rangar en í yfirlýsingu EBU segir að um sé að ræða mannleg mistök.Hatari situr sem fastast í 10. sætinu í nýreiknuðum niðurstöðum.Getty/Guy PrivesReiknaðar hafi verið réttar niðurstöður, sem hafa töluverð áhrif á úrslit Eurovision. Vinningshafinn er þó enn sá sami, Holland, og bætir við sig sex stigum frá því á laugardag. Næstu þrjú lönd, Ítalía, Rússland og Sviss sitja jafnframt sem fastast í sínum sætum og njóta öll góðs af hinum nýju stigum frá Hvíta-Rússlandi. Noregur, sem áður var í fimmta sæti, víkur hins vegar fyrir Svíþjóð, áður í 6. sæti. Þannig situr sænska framlagið nú í 5. sæti með 334 stig og Noregur í 6. sæti með 331 stig. Þá fer Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan og er nú í 7. sæti með 305 stig en Aserbaídsjan tekur 8. sætið. Ísland haggast ekki úr 10. sætinu en hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands, tapar þó tveimur stigum á nýju niðurstöðunum. Þá fer Kýpur úr 15. sæti í það 13. og Slóvenía hrapar úr 13. sæti niður í 15. Á sama hátt skipta Malta og Frakkland um sæti, Malta fer úr því 16. upp í það 14.. Þá skipta Albanía og Serbía um sæti, einnig San Marínó og Eistland, sem og Þýskaland og Hvíta-Rússland.Hér má sjá gömlu niðurstöðurnar frá því á laugardag og hér má nálgast uppfærðu niðurstöðurnar. Eurovision Tengdar fréttir Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11 Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30 Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40 Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Töluverðar breytingar hafa orðið á úrslitum Eurovision eftir að mistök voru gerð við útreikninga á atkvæðum frá dómnefnd Hvíta-Rússlands, sem vikið var úr keppni rétt fyrir úrslitakvöldið. Efstu fjögur sætin standa enn óbreytt en Svíþjóð fer upp fyrir Noreg og Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan með leiðréttum stigum. Í yfirlýsingu sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sendi frá sér í dag er klúðrið rakið. Hvítrússnesku dómnefndinni var vikið úr keppninni eftir að meðlimir nefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum áður en úrslitakeppnin hófst.Sjá einnig: Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Í kjölfarið voru áætluð ný stig fyrir dómnefndina sem reiknuð voru út frá atkvæðum annarra landa sem kosið hafa í takt við Hvíta-Rússland í gegnum tíðina. Nú hefur hins vegar komið í ljós að nýju niðurstöðurnar voru rangar en í yfirlýsingu EBU segir að um sé að ræða mannleg mistök.Hatari situr sem fastast í 10. sætinu í nýreiknuðum niðurstöðum.Getty/Guy PrivesReiknaðar hafi verið réttar niðurstöður, sem hafa töluverð áhrif á úrslit Eurovision. Vinningshafinn er þó enn sá sami, Holland, og bætir við sig sex stigum frá því á laugardag. Næstu þrjú lönd, Ítalía, Rússland og Sviss sitja jafnframt sem fastast í sínum sætum og njóta öll góðs af hinum nýju stigum frá Hvíta-Rússlandi. Noregur, sem áður var í fimmta sæti, víkur hins vegar fyrir Svíþjóð, áður í 6. sæti. Þannig situr sænska framlagið nú í 5. sæti með 334 stig og Noregur í 6. sæti með 331 stig. Þá fer Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan og er nú í 7. sæti með 305 stig en Aserbaídsjan tekur 8. sætið. Ísland haggast ekki úr 10. sætinu en hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands, tapar þó tveimur stigum á nýju niðurstöðunum. Þá fer Kýpur úr 15. sæti í það 13. og Slóvenía hrapar úr 13. sæti niður í 15. Á sama hátt skipta Malta og Frakkland um sæti, Malta fer úr því 16. upp í það 14.. Þá skipta Albanía og Serbía um sæti, einnig San Marínó og Eistland, sem og Þýskaland og Hvíta-Rússland.Hér má sjá gömlu niðurstöðurnar frá því á laugardag og hér má nálgast uppfærðu niðurstöðurnar.
Eurovision Tengdar fréttir Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11 Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30 Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40 Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11
Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30
Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40