Reyna að halda stærsta bílastæðahúsinu opnu sem lengst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 13:49 270 stæði eru í bílastæðahúsinu við Traðakot. Um er að ræða stærsta bílastæðahúsið í borginni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir eru hafnar við endurgerð á neðri hluta Hverfisgötu. Lokað hefur verið fyrir umferð upp Hverfisgötuna en girðingar afmarka svæðið sem nær frá Ingólfsstræti í áttina að Smiðjustíg. Stærsta bílastæðahús í miðborginni, Traðarkot sem stendur skáhallt gegnt Þjóðleikhúsinu, er á framkvæmdasvæðinu. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir ástandið hafa verið verra á sömu slóðum. „Það verður reynt að hafa Traðarkot opið eins lengi og hægt er,“ segir Kolbrún. Fólk geti þó þurft að fara flóknari leiðir að húsinu, þ.e. ekki upp Hverfisgötuna heldur nýta sér Klapparstíg eða Smiðjustíg á leiðinni þangað. Óhjákvæmilega verði að loka húsinu einstaka daga, á meðan unnið er að Hverfisgötu beint fyrir framan bílastæðahúsið. Verktakarnir ætli þó að miða við að sú lokun eins stutt og hægt sé. Einn, tvo, þrjá daga. Eitthvað svoleiðis.Frá framkvæmdum á Hverfisgötunni í gær.Vísir/VilhelmKolbrún segir fastakúnna meðvitaða um lokunina en þeir fái inni í bílastæðahúsinu í Kolaportinu eða Vitastíg þá daga sem sé lokað. Tímasetningin sé góð því þótt setið sé um húsin þá fækki í þeim yfir sumarið þegar fólk fer í sumarfrí. Þá sé framboð af stæðum meira. „Þegar er komið sumar fer fólk líka að hjóla einn og einn dag. Það fer kannski bara að hjóla fleiri daga þegar þau vita af þessu.“ Áætlað er að framkvæmdum ljúki í september en um er að ræða samskonar framkvæmdir og verið hafa á efri hluta götunnar.Hverfisgatan hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár.Vísir/VilhelmVerkið felst í endurgerð Hverfisgötu á milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, sem og lagningu fráveitu- og kaldavatnslagnar í Ingólfsstræti á milli Bankastrætis og Hverfisgötu, auk tenginga inn í aðliggjandi götur. Skipt verður um jarðveg samkvæmt kennisniðum. Lagnir veitufyrirtækja verða endurnýjaðar að stórum hluta. Verkið felst í að grafa og fylla í götu, gangstéttar og hjólastíg, grafa og fylla vegna fráveitu-, vatnsveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götulýsingarlagna, leggja fráveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götuljósalagnir, leggja snjóbræðsluslöngur, reisa ljósastólpa, malbika, leggja grásteinskant, leggja hellur og ganga frá gróðursvæðum. Leggja skal snjóbræðslulagnir í gatnamót, gangstéttar og hjólastíga og ganga frá yfirborði með götugögnum. Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við endurgerð á neðri hluta Hverfisgötu. Lokað hefur verið fyrir umferð upp Hverfisgötuna en girðingar afmarka svæðið sem nær frá Ingólfsstræti í áttina að Smiðjustíg. Stærsta bílastæðahús í miðborginni, Traðarkot sem stendur skáhallt gegnt Þjóðleikhúsinu, er á framkvæmdasvæðinu. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir ástandið hafa verið verra á sömu slóðum. „Það verður reynt að hafa Traðarkot opið eins lengi og hægt er,“ segir Kolbrún. Fólk geti þó þurft að fara flóknari leiðir að húsinu, þ.e. ekki upp Hverfisgötuna heldur nýta sér Klapparstíg eða Smiðjustíg á leiðinni þangað. Óhjákvæmilega verði að loka húsinu einstaka daga, á meðan unnið er að Hverfisgötu beint fyrir framan bílastæðahúsið. Verktakarnir ætli þó að miða við að sú lokun eins stutt og hægt sé. Einn, tvo, þrjá daga. Eitthvað svoleiðis.Frá framkvæmdum á Hverfisgötunni í gær.Vísir/VilhelmKolbrún segir fastakúnna meðvitaða um lokunina en þeir fái inni í bílastæðahúsinu í Kolaportinu eða Vitastíg þá daga sem sé lokað. Tímasetningin sé góð því þótt setið sé um húsin þá fækki í þeim yfir sumarið þegar fólk fer í sumarfrí. Þá sé framboð af stæðum meira. „Þegar er komið sumar fer fólk líka að hjóla einn og einn dag. Það fer kannski bara að hjóla fleiri daga þegar þau vita af þessu.“ Áætlað er að framkvæmdum ljúki í september en um er að ræða samskonar framkvæmdir og verið hafa á efri hluta götunnar.Hverfisgatan hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár.Vísir/VilhelmVerkið felst í endurgerð Hverfisgötu á milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, sem og lagningu fráveitu- og kaldavatnslagnar í Ingólfsstræti á milli Bankastrætis og Hverfisgötu, auk tenginga inn í aðliggjandi götur. Skipt verður um jarðveg samkvæmt kennisniðum. Lagnir veitufyrirtækja verða endurnýjaðar að stórum hluta. Verkið felst í að grafa og fylla í götu, gangstéttar og hjólastíg, grafa og fylla vegna fráveitu-, vatnsveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götulýsingarlagna, leggja fráveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götuljósalagnir, leggja snjóbræðsluslöngur, reisa ljósastólpa, malbika, leggja grásteinskant, leggja hellur og ganga frá gróðursvæðum. Leggja skal snjóbræðslulagnir í gatnamót, gangstéttar og hjólastíga og ganga frá yfirborði með götugögnum.
Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira