Reyna að halda stærsta bílastæðahúsinu opnu sem lengst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 13:49 270 stæði eru í bílastæðahúsinu við Traðakot. Um er að ræða stærsta bílastæðahúsið í borginni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir eru hafnar við endurgerð á neðri hluta Hverfisgötu. Lokað hefur verið fyrir umferð upp Hverfisgötuna en girðingar afmarka svæðið sem nær frá Ingólfsstræti í áttina að Smiðjustíg. Stærsta bílastæðahús í miðborginni, Traðarkot sem stendur skáhallt gegnt Þjóðleikhúsinu, er á framkvæmdasvæðinu. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir ástandið hafa verið verra á sömu slóðum. „Það verður reynt að hafa Traðarkot opið eins lengi og hægt er,“ segir Kolbrún. Fólk geti þó þurft að fara flóknari leiðir að húsinu, þ.e. ekki upp Hverfisgötuna heldur nýta sér Klapparstíg eða Smiðjustíg á leiðinni þangað. Óhjákvæmilega verði að loka húsinu einstaka daga, á meðan unnið er að Hverfisgötu beint fyrir framan bílastæðahúsið. Verktakarnir ætli þó að miða við að sú lokun eins stutt og hægt sé. Einn, tvo, þrjá daga. Eitthvað svoleiðis.Frá framkvæmdum á Hverfisgötunni í gær.Vísir/VilhelmKolbrún segir fastakúnna meðvitaða um lokunina en þeir fái inni í bílastæðahúsinu í Kolaportinu eða Vitastíg þá daga sem sé lokað. Tímasetningin sé góð því þótt setið sé um húsin þá fækki í þeim yfir sumarið þegar fólk fer í sumarfrí. Þá sé framboð af stæðum meira. „Þegar er komið sumar fer fólk líka að hjóla einn og einn dag. Það fer kannski bara að hjóla fleiri daga þegar þau vita af þessu.“ Áætlað er að framkvæmdum ljúki í september en um er að ræða samskonar framkvæmdir og verið hafa á efri hluta götunnar.Hverfisgatan hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár.Vísir/VilhelmVerkið felst í endurgerð Hverfisgötu á milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, sem og lagningu fráveitu- og kaldavatnslagnar í Ingólfsstræti á milli Bankastrætis og Hverfisgötu, auk tenginga inn í aðliggjandi götur. Skipt verður um jarðveg samkvæmt kennisniðum. Lagnir veitufyrirtækja verða endurnýjaðar að stórum hluta. Verkið felst í að grafa og fylla í götu, gangstéttar og hjólastíg, grafa og fylla vegna fráveitu-, vatnsveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götulýsingarlagna, leggja fráveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götuljósalagnir, leggja snjóbræðsluslöngur, reisa ljósastólpa, malbika, leggja grásteinskant, leggja hellur og ganga frá gróðursvæðum. Leggja skal snjóbræðslulagnir í gatnamót, gangstéttar og hjólastíga og ganga frá yfirborði með götugögnum. Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við endurgerð á neðri hluta Hverfisgötu. Lokað hefur verið fyrir umferð upp Hverfisgötuna en girðingar afmarka svæðið sem nær frá Ingólfsstræti í áttina að Smiðjustíg. Stærsta bílastæðahús í miðborginni, Traðarkot sem stendur skáhallt gegnt Þjóðleikhúsinu, er á framkvæmdasvæðinu. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir ástandið hafa verið verra á sömu slóðum. „Það verður reynt að hafa Traðarkot opið eins lengi og hægt er,“ segir Kolbrún. Fólk geti þó þurft að fara flóknari leiðir að húsinu, þ.e. ekki upp Hverfisgötuna heldur nýta sér Klapparstíg eða Smiðjustíg á leiðinni þangað. Óhjákvæmilega verði að loka húsinu einstaka daga, á meðan unnið er að Hverfisgötu beint fyrir framan bílastæðahúsið. Verktakarnir ætli þó að miða við að sú lokun eins stutt og hægt sé. Einn, tvo, þrjá daga. Eitthvað svoleiðis.Frá framkvæmdum á Hverfisgötunni í gær.Vísir/VilhelmKolbrún segir fastakúnna meðvitaða um lokunina en þeir fái inni í bílastæðahúsinu í Kolaportinu eða Vitastíg þá daga sem sé lokað. Tímasetningin sé góð því þótt setið sé um húsin þá fækki í þeim yfir sumarið þegar fólk fer í sumarfrí. Þá sé framboð af stæðum meira. „Þegar er komið sumar fer fólk líka að hjóla einn og einn dag. Það fer kannski bara að hjóla fleiri daga þegar þau vita af þessu.“ Áætlað er að framkvæmdum ljúki í september en um er að ræða samskonar framkvæmdir og verið hafa á efri hluta götunnar.Hverfisgatan hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár.Vísir/VilhelmVerkið felst í endurgerð Hverfisgötu á milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, sem og lagningu fráveitu- og kaldavatnslagnar í Ingólfsstræti á milli Bankastrætis og Hverfisgötu, auk tenginga inn í aðliggjandi götur. Skipt verður um jarðveg samkvæmt kennisniðum. Lagnir veitufyrirtækja verða endurnýjaðar að stórum hluta. Verkið felst í að grafa og fylla í götu, gangstéttar og hjólastíg, grafa og fylla vegna fráveitu-, vatnsveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götulýsingarlagna, leggja fráveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götuljósalagnir, leggja snjóbræðsluslöngur, reisa ljósastólpa, malbika, leggja grásteinskant, leggja hellur og ganga frá gróðursvæðum. Leggja skal snjóbræðslulagnir í gatnamót, gangstéttar og hjólastíga og ganga frá yfirborði með götugögnum.
Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira