Reyndi að kaupa sér leið í Hvíta húsið í gegnum Manafort Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2019 16:02 Mynd af Stephen Calk frá árinu 2012. AP/Al Podgorski Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump. Calk er stofnandi bankans Federal Savings Bank of Chicago og er hann sakaður um að hafa notað bankann með ólöglegum hætti til að vinna sér í haginn hjá Manafort og fyrir að hafa logið að eftirlitsaðilum. Þetta kemur fram í ákæru saksóknara í New York sem opinberuð var í dag. Lánin sem um ræðir voru á endanum felld niður að miklu leyti en Calk sendi Manafort lista yfir þau störf sem hann sóttist eftir í Hvíta húsinu. Þar á meðal voru embætti fjármálaráðherra, efnahagsráðherra, varnarmálaráðherra og nítján sendiherrastöður. Hann fór á endanum í viðtal fyrir stöðu aðstoðarráðherra hersins en fékk starfið ekki, samkvæmt Washington Post.AP fréttaveitan vitnar í William F. Sweeney Jr., yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York ,sem segir Calk hafa lagt mikið á sig til að reyna að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þetta hafi þó ekki farið eins og hann vildi. Því hann hafi ekki fengið neina af þeim stöðum sem hann sótti eftir og misst þá vinnu sem hann hafði. Á þessum tíma skuldaði Manafort fúlgur fjár eftir að hann missti sína helstu tekjulind, þegar Viktor Yanukovych var bolað úr embætti forseta Úkraínu. Manafort lifði hátt og tók fjölda lána út á fasteignir sínar og hefur hann meðal annars verið dæmdur fyrir svik í tengslum við þau lán. Hann hefur nú verið dæmdur til rúmlega sjö ára fangelsisvistar. Frekari dómsmál gegn honum standa enn yfir.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinTölvupóstar sýna fram á að Manafort reyndi í aðdraganda kosninganna 2016 að fá Jared Kushner, tengdason Trump og ráðgjafa hans, til að samþykkja að ráða Calk sem ráðherra hersins. Það var áður en Calk hafði samþykkt lánin til Manafort. Hann sendi Kushner einnig tvö nöfn til viðbótar og sagði að þeir menn ættu að koma að ríkisstjórn Trump. Þeir væru mjög áreiðanlegir. Kushner svaraði pósti Manafort með orðunum: „Veð í það.“ Verði Calk fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að þrjátíu ár. Til stendur að hann fari fyrir dómara seinna í dag. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump. Calk er stofnandi bankans Federal Savings Bank of Chicago og er hann sakaður um að hafa notað bankann með ólöglegum hætti til að vinna sér í haginn hjá Manafort og fyrir að hafa logið að eftirlitsaðilum. Þetta kemur fram í ákæru saksóknara í New York sem opinberuð var í dag. Lánin sem um ræðir voru á endanum felld niður að miklu leyti en Calk sendi Manafort lista yfir þau störf sem hann sóttist eftir í Hvíta húsinu. Þar á meðal voru embætti fjármálaráðherra, efnahagsráðherra, varnarmálaráðherra og nítján sendiherrastöður. Hann fór á endanum í viðtal fyrir stöðu aðstoðarráðherra hersins en fékk starfið ekki, samkvæmt Washington Post.AP fréttaveitan vitnar í William F. Sweeney Jr., yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York ,sem segir Calk hafa lagt mikið á sig til að reyna að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þetta hafi þó ekki farið eins og hann vildi. Því hann hafi ekki fengið neina af þeim stöðum sem hann sótti eftir og misst þá vinnu sem hann hafði. Á þessum tíma skuldaði Manafort fúlgur fjár eftir að hann missti sína helstu tekjulind, þegar Viktor Yanukovych var bolað úr embætti forseta Úkraínu. Manafort lifði hátt og tók fjölda lána út á fasteignir sínar og hefur hann meðal annars verið dæmdur fyrir svik í tengslum við þau lán. Hann hefur nú verið dæmdur til rúmlega sjö ára fangelsisvistar. Frekari dómsmál gegn honum standa enn yfir.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinTölvupóstar sýna fram á að Manafort reyndi í aðdraganda kosninganna 2016 að fá Jared Kushner, tengdason Trump og ráðgjafa hans, til að samþykkja að ráða Calk sem ráðherra hersins. Það var áður en Calk hafði samþykkt lánin til Manafort. Hann sendi Kushner einnig tvö nöfn til viðbótar og sagði að þeir menn ættu að koma að ríkisstjórn Trump. Þeir væru mjög áreiðanlegir. Kushner svaraði pósti Manafort með orðunum: „Veð í það.“ Verði Calk fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að þrjátíu ár. Til stendur að hann fari fyrir dómara seinna í dag.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira