Ekki markmiðið að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Sunna Sæmundsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. maí 2019 18:57 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg.„Við vildum fáum það leitt fram hvort að þetta væri heimilt, að stunda hleranir sem þessar. Nú liggur fyrir að svo er ekki. Það er býsna ánægjulegt að okkar mati,“ sagði Bergþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Í úrskurðinum segir að leynileg hljóðupptaka Báru á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert.Sjá einnig: Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamálBergþór segir þó að vegna anna við umræður Miðflokksins á þingi um þriðja orkupakkann hafi ekki gefist tími til að fara rækilega yfir úrskurðinn. Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.Vísir„Í sjálfu sér höfum við verið mjög upptekin í umræðum um þriðja orkupakkann. Okkur hefur ekki gefist tækifæri til að fara yfir þetta saman, okkur fjórmenningunum en ég reikna með að segjum kannski eitthvað um efnisatriði málsins á morgun,“ sagði Bergþór. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, að Miðflokksmenn standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum. Þeir geti höfðað einkamál og krafist skaðabóta frá Báru eða borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Þá geta þeir einnig unað úrskurðinum. Bergþór sagði næstu skref ekki hafa verið ákveðin.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Það sem skiptir máli er að þetta er ekki heimilt. Það var ekki farið í þessa vegferð til að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Halldórsdóttur. Það var ekki markmiðið og við raunar lögðum það til í tilskrifum okkar að henni yrði gerð lágmarkssekt. Málið eins og það liggur núna er býsna ánægjulegt. Þetta má ekki og það má eiginlega segja að friðhelgin vinnur,“ sagði Bergþór.Sjá einnig: Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á KlaustriÞá sagðist hann úrskurð Persónuverndar þó ekki breyta því að hann skammaðist sín fyrir þau ummæli sem látin voru falla á Klausturbar. „Hvað mig varðar dregur það ekkert úr því að ég skammast mín fyrir það sem ég sagði á þessum tíma og hef margbeðist afsökunar á því til þeirra sem við á.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg.„Við vildum fáum það leitt fram hvort að þetta væri heimilt, að stunda hleranir sem þessar. Nú liggur fyrir að svo er ekki. Það er býsna ánægjulegt að okkar mati,“ sagði Bergþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Í úrskurðinum segir að leynileg hljóðupptaka Báru á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert.Sjá einnig: Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamálBergþór segir þó að vegna anna við umræður Miðflokksins á þingi um þriðja orkupakkann hafi ekki gefist tími til að fara rækilega yfir úrskurðinn. Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.Vísir„Í sjálfu sér höfum við verið mjög upptekin í umræðum um þriðja orkupakkann. Okkur hefur ekki gefist tækifæri til að fara yfir þetta saman, okkur fjórmenningunum en ég reikna með að segjum kannski eitthvað um efnisatriði málsins á morgun,“ sagði Bergþór. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, að Miðflokksmenn standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum. Þeir geti höfðað einkamál og krafist skaðabóta frá Báru eða borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Þá geta þeir einnig unað úrskurðinum. Bergþór sagði næstu skref ekki hafa verið ákveðin.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Það sem skiptir máli er að þetta er ekki heimilt. Það var ekki farið í þessa vegferð til að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Halldórsdóttur. Það var ekki markmiðið og við raunar lögðum það til í tilskrifum okkar að henni yrði gerð lágmarkssekt. Málið eins og það liggur núna er býsna ánægjulegt. Þetta má ekki og það má eiginlega segja að friðhelgin vinnur,“ sagði Bergþór.Sjá einnig: Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á KlaustriÞá sagðist hann úrskurð Persónuverndar þó ekki breyta því að hann skammaðist sín fyrir þau ummæli sem látin voru falla á Klausturbar. „Hvað mig varðar dregur það ekkert úr því að ég skammast mín fyrir það sem ég sagði á þessum tíma og hef margbeðist afsökunar á því til þeirra sem við á.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41
Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07
Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00