Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2019 22:45 Íslenski þristurinn Páll Sveinsson kominn í þristahópinn á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Stöð 2/KMU. Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Draumur þeirra, um að eini íslenski þristurinn kæmist til móts við bandaríska þristahópinn, hafði þar með ræst. Sýnt var frá vellinum í fréttum Stöðvar 2. Á flugvellinum biðu hans fimm aðrir þristar, sem rétt eins og Páll, höfðu þjónað Bandamönnum í stríðsrekstrinum á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.Margar flugvélanna, eins og þessi, Virginia Ann, eru málaðar í herlitum, eins og þeir voru í síðari heimsstyrjöldinni.Stöð 2/KMU.Eldri menn úr fluggeiranum töldu að fara þyrfti jafnvel sex áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á Reykjavíkurflugvelli. Flugvirkjar í sjálfboðavinnu fyrir Þristavinafélagið höfðu allt frá síðustu helgi unnið að viðgerð á öðrum hreyfli Páls á Akureyrarflugvelli. Olíuleki á erfiðum stað plagaði hreyfilinn og voru þristavinir að verða úrkula vonar um að verkinu lyki í tæka tíð. Það var svo loksins á sjötta tímanum í kvöld, þegar hreyfilinn hafði gengið drjúga stund, sem grænt ljós var gefið á að vélinni yrði flogið suður, og flugmennirnir voru einnig í sjálfboðavinnu.Páll Sveinsson á flugstæðinu með hinum þristunum.Stöð 2/KMU.Á sama tíma höfðu amerísku þristarnir lent hver af öðrum í Reykjavík í leiðangri sínum yfir Atlantshafið. Þeim er öllum stefnt til Normandi í Frakklandi þann 6. júní þegar þess verður minnst að 75 ár verða liðin frá D-deginum 1944. Í annað sinn í vikunni var í skyndi boðað til flugsýningar með litlum fyrirvara. Svæði norðan Loftleiðahótelsins var girt af. Þar var fólki boðið að skoða þessar sögufrægu vélar í návígi, ræða við áhafnarmeðlimi og ganga um borð í sumar þeirra. Fjöldi fólks mætti út á flugvöll í veðurblíðunni í kvöld til að skoða forngripina, sem sumir bera skemmtileg nöfn, eins og þessi; Betsy's Biscuit Bomber.Stöð 2/KMU.Það sýndi sig á þeim mannfjölda sem mætti, bæði núna og í fyrrakvöld, hver áhuginn er á leiðangri þristanna, sögu DC-3 og C-47-vélanna, sem og þessari ástsælu flugvélartegund. Auk Páls Sveinssonar bauðst gestum í kvöld að skoða flugvélar sem bera gælunöfnin Betsy’s Biscuit Bomber, Virginia Ann, Pan Am, Flabob Express og D-Day Doll. Rétt eins og þristarnir í fyrsta hópnum, sem kom í byrjun vikunnar, eiga þessir það flestir sammerkt að eiga áhugaverða og jafnvel ævintýralega rekstrarsögu.Þessi vél, sem nú heitir Flabob Express, hafði það verkefni í stríðinu að fljúga með æðstu ráðamenn Bretlands, þar á meðal sjálfan Winston Churchill og meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar.Stöð 2/KMU.Áformað er að erlendu þristarnir haldi áfram för sinni til Bretlands á morgun. Búast má við fyrsta flugtaki fyrir klukkan átta á fyrramálið og að þeir verði allir farnir fyrir hádegi. Enn eru þrír þristar ókomnir af þeim fjórtán, sem fljúga frá Bandaríkjunum til Evrópu, og er búist við þeim á næstu dögum. Lendingar nokkurra þristanna í dag mátti sjá í fréttum Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Draumur þeirra, um að eini íslenski þristurinn kæmist til móts við bandaríska þristahópinn, hafði þar með ræst. Sýnt var frá vellinum í fréttum Stöðvar 2. Á flugvellinum biðu hans fimm aðrir þristar, sem rétt eins og Páll, höfðu þjónað Bandamönnum í stríðsrekstrinum á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.Margar flugvélanna, eins og þessi, Virginia Ann, eru málaðar í herlitum, eins og þeir voru í síðari heimsstyrjöldinni.Stöð 2/KMU.Eldri menn úr fluggeiranum töldu að fara þyrfti jafnvel sex áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á Reykjavíkurflugvelli. Flugvirkjar í sjálfboðavinnu fyrir Þristavinafélagið höfðu allt frá síðustu helgi unnið að viðgerð á öðrum hreyfli Páls á Akureyrarflugvelli. Olíuleki á erfiðum stað plagaði hreyfilinn og voru þristavinir að verða úrkula vonar um að verkinu lyki í tæka tíð. Það var svo loksins á sjötta tímanum í kvöld, þegar hreyfilinn hafði gengið drjúga stund, sem grænt ljós var gefið á að vélinni yrði flogið suður, og flugmennirnir voru einnig í sjálfboðavinnu.Páll Sveinsson á flugstæðinu með hinum þristunum.Stöð 2/KMU.Á sama tíma höfðu amerísku þristarnir lent hver af öðrum í Reykjavík í leiðangri sínum yfir Atlantshafið. Þeim er öllum stefnt til Normandi í Frakklandi þann 6. júní þegar þess verður minnst að 75 ár verða liðin frá D-deginum 1944. Í annað sinn í vikunni var í skyndi boðað til flugsýningar með litlum fyrirvara. Svæði norðan Loftleiðahótelsins var girt af. Þar var fólki boðið að skoða þessar sögufrægu vélar í návígi, ræða við áhafnarmeðlimi og ganga um borð í sumar þeirra. Fjöldi fólks mætti út á flugvöll í veðurblíðunni í kvöld til að skoða forngripina, sem sumir bera skemmtileg nöfn, eins og þessi; Betsy's Biscuit Bomber.Stöð 2/KMU.Það sýndi sig á þeim mannfjölda sem mætti, bæði núna og í fyrrakvöld, hver áhuginn er á leiðangri þristanna, sögu DC-3 og C-47-vélanna, sem og þessari ástsælu flugvélartegund. Auk Páls Sveinssonar bauðst gestum í kvöld að skoða flugvélar sem bera gælunöfnin Betsy’s Biscuit Bomber, Virginia Ann, Pan Am, Flabob Express og D-Day Doll. Rétt eins og þristarnir í fyrsta hópnum, sem kom í byrjun vikunnar, eiga þessir það flestir sammerkt að eiga áhugaverða og jafnvel ævintýralega rekstrarsögu.Þessi vél, sem nú heitir Flabob Express, hafði það verkefni í stríðinu að fljúga með æðstu ráðamenn Bretlands, þar á meðal sjálfan Winston Churchill og meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar.Stöð 2/KMU.Áformað er að erlendu þristarnir haldi áfram för sinni til Bretlands á morgun. Búast má við fyrsta flugtaki fyrir klukkan átta á fyrramálið og að þeir verði allir farnir fyrir hádegi. Enn eru þrír þristar ókomnir af þeim fjórtán, sem fljúga frá Bandaríkjunum til Evrópu, og er búist við þeim á næstu dögum. Lendingar nokkurra þristanna í dag mátti sjá í fréttum Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15