Stelpur enn feimnari við tækni en strákar Ari Brynjólfsson skrifar 24. maí 2019 06:00 Silja Ómarsdóttir, Sigurrós Snorradóttir og Sunna Rut Guðlaugardóttir, nemendur í Dalskóla. Fréttablaðið/Anton Brink Þær Silja Ómarsdóttir, Sunna Rut Guðlaugardóttir, Sigurrós Snorradóttir, nemendur í Dalskóla, eru sammála um að þörf sé á meira tækninámi í grunnskólum. Þær voru meðal þeirra rúmlega 900 stúlkna í 9. bekk á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í viðburðinum Stelpur og tækni sem var haldinn í sjötta skiptið í gær. Stúlkurnar heimsóttu HR ásamt því að fara í heimsóknir í fjölbreytt tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.Hátt í þúsund stelpur af höfuðborgarsvæðinu voru á viðburðinum í Háskólanum í Reykjavík ásamt fjölda tæknifyrirtækja. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er stærsti Stelpur og tækni-dagurinn frá upphafi. Frábært hvað það eru mörg fyrirtæki sem eru til í að vera með okkur í þessu því það er svo mikilvægt að stelpur fái að kynnast þessu og hitta kvenfyrirmyndir í þessum störfum,“ segir Þórunn Hilda Jónsdóttir, viðburðastjóri Háskólans í Reykjavík. Sambærilegur viðburður fór fram í Háskólanum á Akureyri í fyrradag. Það var varla þverfótað fyrir stúlkum í HR í hádeginu í gær. Fréttablaðið náði tali af þeim Silju, Sunnu Rut og Sigurrós, sem höfðu um morguninn heimsótt Tækniskólann þar sem þær fengu að taka í sundur tölvu og setja saman aftur. „Við fórum seint af stað þannig að við tókum þær ekki í sundur, en við fengum að setja saman tölvu,“ segir Silja. Höfðu þær einnig kynnt sér virkni rafbóka. Eftir hádegið heimsóttu þær fjarskiptafyrirtækið Sýn. Þeim tókst að fá tölvuna til að virka eftir að hafa sett hana saman. „Það tók mjög langan tíma, það víxluðust nokkrir vírar,“ segir Sunna Rut. „Þetta var frekar erfitt en mjög gaman,“ segir Sigrún. Þær eru sammála um að störf af þessu tagi komi til greina í framtíðinni, en engin af þeim ætlar að prófa að taka eigin tölvu í sundur. „Ég vil að þær virki, þannig að nei,“ segir Silja. Þær Sunna Rut, Sigurrós og Silja eru sammála um að það þurfi meira tækninám í grunnskóla. „Það er ekki neitt í dag,“ segir Sigrún. Silja hefur á tilfinningunni að stúlkur séu almennt feimnari en strákar við að kynna sér tækni, en það sé að breytast. „Þær eru alla vega feimnari, en þetta er að breytast.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Þær Silja Ómarsdóttir, Sunna Rut Guðlaugardóttir, Sigurrós Snorradóttir, nemendur í Dalskóla, eru sammála um að þörf sé á meira tækninámi í grunnskólum. Þær voru meðal þeirra rúmlega 900 stúlkna í 9. bekk á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í viðburðinum Stelpur og tækni sem var haldinn í sjötta skiptið í gær. Stúlkurnar heimsóttu HR ásamt því að fara í heimsóknir í fjölbreytt tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.Hátt í þúsund stelpur af höfuðborgarsvæðinu voru á viðburðinum í Háskólanum í Reykjavík ásamt fjölda tæknifyrirtækja. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er stærsti Stelpur og tækni-dagurinn frá upphafi. Frábært hvað það eru mörg fyrirtæki sem eru til í að vera með okkur í þessu því það er svo mikilvægt að stelpur fái að kynnast þessu og hitta kvenfyrirmyndir í þessum störfum,“ segir Þórunn Hilda Jónsdóttir, viðburðastjóri Háskólans í Reykjavík. Sambærilegur viðburður fór fram í Háskólanum á Akureyri í fyrradag. Það var varla þverfótað fyrir stúlkum í HR í hádeginu í gær. Fréttablaðið náði tali af þeim Silju, Sunnu Rut og Sigurrós, sem höfðu um morguninn heimsótt Tækniskólann þar sem þær fengu að taka í sundur tölvu og setja saman aftur. „Við fórum seint af stað þannig að við tókum þær ekki í sundur, en við fengum að setja saman tölvu,“ segir Silja. Höfðu þær einnig kynnt sér virkni rafbóka. Eftir hádegið heimsóttu þær fjarskiptafyrirtækið Sýn. Þeim tókst að fá tölvuna til að virka eftir að hafa sett hana saman. „Það tók mjög langan tíma, það víxluðust nokkrir vírar,“ segir Sunna Rut. „Þetta var frekar erfitt en mjög gaman,“ segir Sigrún. Þær eru sammála um að störf af þessu tagi komi til greina í framtíðinni, en engin af þeim ætlar að prófa að taka eigin tölvu í sundur. „Ég vil að þær virki, þannig að nei,“ segir Silja. Þær Sunna Rut, Sigurrós og Silja eru sammála um að það þurfi meira tækninám í grunnskóla. „Það er ekki neitt í dag,“ segir Sigrún. Silja hefur á tilfinningunni að stúlkur séu almennt feimnari en strákar við að kynna sér tækni, en það sé að breytast. „Þær eru alla vega feimnari, en þetta er að breytast.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira