Stelpur enn feimnari við tækni en strákar Ari Brynjólfsson skrifar 24. maí 2019 06:00 Silja Ómarsdóttir, Sigurrós Snorradóttir og Sunna Rut Guðlaugardóttir, nemendur í Dalskóla. Fréttablaðið/Anton Brink Þær Silja Ómarsdóttir, Sunna Rut Guðlaugardóttir, Sigurrós Snorradóttir, nemendur í Dalskóla, eru sammála um að þörf sé á meira tækninámi í grunnskólum. Þær voru meðal þeirra rúmlega 900 stúlkna í 9. bekk á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í viðburðinum Stelpur og tækni sem var haldinn í sjötta skiptið í gær. Stúlkurnar heimsóttu HR ásamt því að fara í heimsóknir í fjölbreytt tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.Hátt í þúsund stelpur af höfuðborgarsvæðinu voru á viðburðinum í Háskólanum í Reykjavík ásamt fjölda tæknifyrirtækja. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er stærsti Stelpur og tækni-dagurinn frá upphafi. Frábært hvað það eru mörg fyrirtæki sem eru til í að vera með okkur í þessu því það er svo mikilvægt að stelpur fái að kynnast þessu og hitta kvenfyrirmyndir í þessum störfum,“ segir Þórunn Hilda Jónsdóttir, viðburðastjóri Háskólans í Reykjavík. Sambærilegur viðburður fór fram í Háskólanum á Akureyri í fyrradag. Það var varla þverfótað fyrir stúlkum í HR í hádeginu í gær. Fréttablaðið náði tali af þeim Silju, Sunnu Rut og Sigurrós, sem höfðu um morguninn heimsótt Tækniskólann þar sem þær fengu að taka í sundur tölvu og setja saman aftur. „Við fórum seint af stað þannig að við tókum þær ekki í sundur, en við fengum að setja saman tölvu,“ segir Silja. Höfðu þær einnig kynnt sér virkni rafbóka. Eftir hádegið heimsóttu þær fjarskiptafyrirtækið Sýn. Þeim tókst að fá tölvuna til að virka eftir að hafa sett hana saman. „Það tók mjög langan tíma, það víxluðust nokkrir vírar,“ segir Sunna Rut. „Þetta var frekar erfitt en mjög gaman,“ segir Sigrún. Þær eru sammála um að störf af þessu tagi komi til greina í framtíðinni, en engin af þeim ætlar að prófa að taka eigin tölvu í sundur. „Ég vil að þær virki, þannig að nei,“ segir Silja. Þær Sunna Rut, Sigurrós og Silja eru sammála um að það þurfi meira tækninám í grunnskóla. „Það er ekki neitt í dag,“ segir Sigrún. Silja hefur á tilfinningunni að stúlkur séu almennt feimnari en strákar við að kynna sér tækni, en það sé að breytast. „Þær eru alla vega feimnari, en þetta er að breytast.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þær Silja Ómarsdóttir, Sunna Rut Guðlaugardóttir, Sigurrós Snorradóttir, nemendur í Dalskóla, eru sammála um að þörf sé á meira tækninámi í grunnskólum. Þær voru meðal þeirra rúmlega 900 stúlkna í 9. bekk á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í viðburðinum Stelpur og tækni sem var haldinn í sjötta skiptið í gær. Stúlkurnar heimsóttu HR ásamt því að fara í heimsóknir í fjölbreytt tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.Hátt í þúsund stelpur af höfuðborgarsvæðinu voru á viðburðinum í Háskólanum í Reykjavík ásamt fjölda tæknifyrirtækja. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er stærsti Stelpur og tækni-dagurinn frá upphafi. Frábært hvað það eru mörg fyrirtæki sem eru til í að vera með okkur í þessu því það er svo mikilvægt að stelpur fái að kynnast þessu og hitta kvenfyrirmyndir í þessum störfum,“ segir Þórunn Hilda Jónsdóttir, viðburðastjóri Háskólans í Reykjavík. Sambærilegur viðburður fór fram í Háskólanum á Akureyri í fyrradag. Það var varla þverfótað fyrir stúlkum í HR í hádeginu í gær. Fréttablaðið náði tali af þeim Silju, Sunnu Rut og Sigurrós, sem höfðu um morguninn heimsótt Tækniskólann þar sem þær fengu að taka í sundur tölvu og setja saman aftur. „Við fórum seint af stað þannig að við tókum þær ekki í sundur, en við fengum að setja saman tölvu,“ segir Silja. Höfðu þær einnig kynnt sér virkni rafbóka. Eftir hádegið heimsóttu þær fjarskiptafyrirtækið Sýn. Þeim tókst að fá tölvuna til að virka eftir að hafa sett hana saman. „Það tók mjög langan tíma, það víxluðust nokkrir vírar,“ segir Sunna Rut. „Þetta var frekar erfitt en mjög gaman,“ segir Sigrún. Þær eru sammála um að störf af þessu tagi komi til greina í framtíðinni, en engin af þeim ætlar að prófa að taka eigin tölvu í sundur. „Ég vil að þær virki, þannig að nei,“ segir Silja. Þær Sunna Rut, Sigurrós og Silja eru sammála um að það þurfi meira tækninám í grunnskóla. „Það er ekki neitt í dag,“ segir Sigrún. Silja hefur á tilfinningunni að stúlkur séu almennt feimnari en strákar við að kynna sér tækni, en það sé að breytast. „Þær eru alla vega feimnari, en þetta er að breytast.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira