Greitt fyrir útflutningi á íslenskum framleiðsluafurðum til Kína Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2019 15:41 Guðlaugur Þór og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína. Stjórnarráðið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, undirrituðu í dag þrjár nýjar bókanir við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Með bókununum opnast ný tækifæri fyrir útflutning á íslenskum framleiðsluafurðum til Kína en greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, er staddur hér á landi vegna undirritunar á þremur nýjum bókunum við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Bókanirnar varða viðurkenningu á heilbrigðisstöðlum fyrir fiskeldisafurðir, fiskimjöl og lýsi og ull og gærur. Þær voru undirritaðar í höfuðstöðvum Matvælastofnunar á Selfossi en þær eru afrakstur samstarfs Matvælastofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins við yfirvöld tolla- og dýraheilbrigðismála í Kína. Einnig var undirritað samkomulag um eflingu samstarfs á sviði heilbrigðiseftirlits. „Í ferð minni til Kína í fyrrahaust skrifuðum við undir bókun um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti og því má segja að við séum að taka upp þráðinn síðan þá. Með undirrituninni í dag er verið að stíga enn eitt skrefið í að liðka fyrir framkvæmd fríverslunarsamnings Íslands og Kína,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Á fundi þeirra Guðlaugs Þórs og Ni voru tollamál, heilbrigðismál og útflutningur landbúnaðarvara frá Íslandi til Kína efst á baugi. Auk þess ræddu þeir hvernig betur mætti nýta fríverslunarsamning ríkjanna, en fimm ár eru liðin frá gildistöku samningsins á þessu ári. Kínverski tollamálaráðherrann heimsótti forseta Íslands og ræddu þeir meðal annars viðskipti ríkjanna og samstarf þeirra á ýmsum sviðum, auk sameiginlegrar baráttu gegn loftslagsbreytingum. Ni átti einnig fundi í fjármálaráðuneytinu, sjávarútveg- og landbúnaðarráðuneytinu og með samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá heimsótti hann meðal annars fiskeldisstöð Stofnfisks á Suðurnesjum og sauðfjárbændur í Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Kína Utanríkismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, undirrituðu í dag þrjár nýjar bókanir við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Með bókununum opnast ný tækifæri fyrir útflutning á íslenskum framleiðsluafurðum til Kína en greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, er staddur hér á landi vegna undirritunar á þremur nýjum bókunum við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Bókanirnar varða viðurkenningu á heilbrigðisstöðlum fyrir fiskeldisafurðir, fiskimjöl og lýsi og ull og gærur. Þær voru undirritaðar í höfuðstöðvum Matvælastofnunar á Selfossi en þær eru afrakstur samstarfs Matvælastofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins við yfirvöld tolla- og dýraheilbrigðismála í Kína. Einnig var undirritað samkomulag um eflingu samstarfs á sviði heilbrigðiseftirlits. „Í ferð minni til Kína í fyrrahaust skrifuðum við undir bókun um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti og því má segja að við séum að taka upp þráðinn síðan þá. Með undirrituninni í dag er verið að stíga enn eitt skrefið í að liðka fyrir framkvæmd fríverslunarsamnings Íslands og Kína,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Á fundi þeirra Guðlaugs Þórs og Ni voru tollamál, heilbrigðismál og útflutningur landbúnaðarvara frá Íslandi til Kína efst á baugi. Auk þess ræddu þeir hvernig betur mætti nýta fríverslunarsamning ríkjanna, en fimm ár eru liðin frá gildistöku samningsins á þessu ári. Kínverski tollamálaráðherrann heimsótti forseta Íslands og ræddu þeir meðal annars viðskipti ríkjanna og samstarf þeirra á ýmsum sviðum, auk sameiginlegrar baráttu gegn loftslagsbreytingum. Ni átti einnig fundi í fjármálaráðuneytinu, sjávarútveg- og landbúnaðarráðuneytinu og með samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá heimsótti hann meðal annars fiskeldisstöð Stofnfisks á Suðurnesjum og sauðfjárbændur í Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Kína Utanríkismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira