Segir demókrata ekki eiga að velja frambjóðanda eftir kjörþokka Sylvía Hall skrifar 24. maí 2019 21:56 Julián Castro var yngsti ráðherrann í ríkisstjórn Obama á árunum 2014 til 2017. Vísir/Getty Julián Castro, einn þeirra sem gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar, segir það vera mistök ef kjósendur ætla að velja frambjóðanda út frá kjörþokka og ganga út frá þeirri staðreynd að aðeins hvítur karlmaður geti sigrað Donald Trump. Þetta sagði Castro í samtali við Buzzfeed News þegar hann var inntur eftir skoðun sinni á þeirri háværu umræðu sem nú fer fram innan Demókrataflokksins en margir innan flokksins telja það mikilvægt að flokkurinn velji frambjóðanda sem höfði til fólks utan flokksins en ekki einungis til flokkshollra demókrata. „Ef sagan kennir okkur eitthvað, sérstaklega á þessum tímum, þá er það að þeir frambjóðendur Demókrata sem við teljum hafa mestan kjörþokka eru ekki endilega sigurstranglegastir,“ sagði Castro en margir stuðningsmenn Demókrata hafa lýst því yfir í skoðanakönnunum að þeir muni styðja og kjósa þann frambjóðanda sem er líklegastur til þess að sigra Trump í forsetakosningunum árið 2020. Joe Biden þykir sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar.Vísir/GettyJoe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið efstur í skoðanakönnunum og telja margir ástæðuna vera þá að hann höfði einnig til kjósenda utan Demókrataflokksins og geti sótt fylgi til þeirra Repúblikana sem hallast meira til vinstri. Á stuðningsmannasamkomu Biden í síðustu viku sögðust nokkrir myndu styðja margar þeirra kvenna og frambjóðenda af erlendum uppruna sem nú bjóða sig fram ef staðan væri önnur, en nú væri forgangsatriði að velja þann sem væri líklegastur til þess að koma núverandi forseta frá völdum. „Það er ógnvænlegt að fylgjast með því sem er að eiga sér stað í landinu okkar núna. Ég vil að mitt atkvæði skipti máli sem kona af erlendum uppruna,“ sagði Angie Johnson, einn stuðningsmanna Biden á samkomunni. Hún segir það einfaldlega vera það rökrétta í stöðunni að velja hvítan karlmann til þess að keppast við Trump um embætti forseta Bandaríkjanna. Stuðningsmenn Biden binda vonir við að hann geti sigrað sitjandi Bandaríkjaforseta í kosningunum 2020.Vísir/GettySannfærður um að hann geti unnið fylkin sem demókratar töpuðu síðast Castro hefur ekki hlotið náð fyrir augum kjósenda en hann mælist með um það bil 1% stuðning í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það telur hann sig geta unnið til baka fylki á borð við Michigan, Wisconsin og Pennsylvaniu með því að höfða til fjölbreyttari kjósendahóps líkt og Barack Obama gerði í kosningunum 2008. Þá segist hann vera besti valmöguleikinn til þess að sigra í Arizona, Flórdía og Texas. „Ef kjósendur eru að leita að frambjóðanda sem getur ekki einungis unnið í miðríkjunum heldur einnig í suðvesturríkjunum, þá er ég sá frambjóðandi,“ sagði Castro. Castro segist sannfærður um að hann muni höfða til stærri kjósendahóps en aðrir frambjóðendur og verða þess valdandi að innflytjendur sem ekki hafa nýtt kosningarétt sinn til þessa muni skrá sig á kjörskrá. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Borgarstjóri New York staðfestir framboð sitt Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 16. maí 2019 11:05 Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Julián Castro, einn þeirra sem gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar, segir það vera mistök ef kjósendur ætla að velja frambjóðanda út frá kjörþokka og ganga út frá þeirri staðreynd að aðeins hvítur karlmaður geti sigrað Donald Trump. Þetta sagði Castro í samtali við Buzzfeed News þegar hann var inntur eftir skoðun sinni á þeirri háværu umræðu sem nú fer fram innan Demókrataflokksins en margir innan flokksins telja það mikilvægt að flokkurinn velji frambjóðanda sem höfði til fólks utan flokksins en ekki einungis til flokkshollra demókrata. „Ef sagan kennir okkur eitthvað, sérstaklega á þessum tímum, þá er það að þeir frambjóðendur Demókrata sem við teljum hafa mestan kjörþokka eru ekki endilega sigurstranglegastir,“ sagði Castro en margir stuðningsmenn Demókrata hafa lýst því yfir í skoðanakönnunum að þeir muni styðja og kjósa þann frambjóðanda sem er líklegastur til þess að sigra Trump í forsetakosningunum árið 2020. Joe Biden þykir sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar.Vísir/GettyJoe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið efstur í skoðanakönnunum og telja margir ástæðuna vera þá að hann höfði einnig til kjósenda utan Demókrataflokksins og geti sótt fylgi til þeirra Repúblikana sem hallast meira til vinstri. Á stuðningsmannasamkomu Biden í síðustu viku sögðust nokkrir myndu styðja margar þeirra kvenna og frambjóðenda af erlendum uppruna sem nú bjóða sig fram ef staðan væri önnur, en nú væri forgangsatriði að velja þann sem væri líklegastur til þess að koma núverandi forseta frá völdum. „Það er ógnvænlegt að fylgjast með því sem er að eiga sér stað í landinu okkar núna. Ég vil að mitt atkvæði skipti máli sem kona af erlendum uppruna,“ sagði Angie Johnson, einn stuðningsmanna Biden á samkomunni. Hún segir það einfaldlega vera það rökrétta í stöðunni að velja hvítan karlmann til þess að keppast við Trump um embætti forseta Bandaríkjanna. Stuðningsmenn Biden binda vonir við að hann geti sigrað sitjandi Bandaríkjaforseta í kosningunum 2020.Vísir/GettySannfærður um að hann geti unnið fylkin sem demókratar töpuðu síðast Castro hefur ekki hlotið náð fyrir augum kjósenda en hann mælist með um það bil 1% stuðning í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það telur hann sig geta unnið til baka fylki á borð við Michigan, Wisconsin og Pennsylvaniu með því að höfða til fjölbreyttari kjósendahóps líkt og Barack Obama gerði í kosningunum 2008. Þá segist hann vera besti valmöguleikinn til þess að sigra í Arizona, Flórdía og Texas. „Ef kjósendur eru að leita að frambjóðanda sem getur ekki einungis unnið í miðríkjunum heldur einnig í suðvesturríkjunum, þá er ég sá frambjóðandi,“ sagði Castro. Castro segist sannfærður um að hann muni höfða til stærri kjósendahóps en aðrir frambjóðendur og verða þess valdandi að innflytjendur sem ekki hafa nýtt kosningarétt sinn til þessa muni skrá sig á kjörskrá.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Borgarstjóri New York staðfestir framboð sitt Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 16. maí 2019 11:05 Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24
Borgarstjóri New York staðfestir framboð sitt Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 16. maí 2019 11:05
Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent