Segja flugferðir með Trump í Air Force One ígildi þess að vera hnepptur í varðhald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2019 23:15 Donald og Melania sjást hér stíga út úr forsetaþotunni, Air Force One. Vísir/Getty Fáar flugvélar eru jafn þekktar og Air Force One, sérstök einkaflugvél forseta Bandaríkjanna. Eflaust dreymir marga um að fá að fara um borð en en sú virðist ekki vera raunin á meðal starfsmanna Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Flugferðir með Trump um borð í Air Force One líkjast meira martröðum ef marka má orð núverandi og fyrrverandi starfsmanna forsetans.Fjallað er um málið á vef CNNþar sem rætt er við fimm ótilgreinda fyrrverandi og núverandi starfsmenn Trump sem lýsa því hversu erfitt það geti verið að ferðast um borð í Air Force One. Flugferðirnar á milli landa segja þeir vera verstar, þær geti teygt sig í tuttugu tíma, Fox News sé sé í gangi á öllum sjónvarpsstöðum allan tímann auk þess sem að ekki er gert ráð fyrir svefnaðstöðu fyrir starfsmennina.„Þetta er eins og að vera í varðhaldi,“ sagði einn þeirra í samtali við CNN um millilandaferðirnar. Ein slík stendur yfir núna en Trump hélt til Tokyo í Japan á föstudaginn. Fjórtán tíma flug beið Trump og fylgifiska hans og líklega hefur það ekki hjálpað stemmningunni um borð að Trump á nú í miklu stríði við demókrata á þingi, sem virðist fara mjög í taugarnar á honum.Sefur lítið sem ekkert Starfsmennirnir fyrrverandi og núverandi segja að Trump geri aðeins fjóra hluti um borð í Air Force One. Hann borði, horfii á sjónvarp eða lesi dagböð, ræði við starfsfólk eða hringi í vini og bandamenn heima fyrir til að ræða málin. Starfsmennirnir segja að það versta við flugferðirnar, sérstaklega þær sem séu í lengri kantinum, sé það að Trump sofi lítið sem ekkert þegar hann er um borð í flugvélinni.Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta.vísir/getty„Hann bara fer ekki að sofa,“ sagði einn viðmælandi CNN en í fréttinni kemur fram að í upphafi forsetatíðar Trump hafi starfsmenn sóst eftir því að fá að fara með í opinberar heimsóknir Trump. Nú reyni starfsmenn hins vegar að forðast það eins og hægt sé. Þeir sem ferðast með honum segja að í stað þess að sofa haldi hann endalausa fundi með starfsmönnum sínum og ekkert endilega um mikilvæg málefni. Stundum sé umræðuðuefnið íþróttir eða nýjasta slúðrið. Þá þreytist hann ekki á því að vekja starfsmenn í tíma og ótíma þurfi hann að ræða mikilvæg málefni. Í fréttinni segir að ekki sé mikið um svefnaðstöðu ef frá er skilin aðstaða fyrir forsetann og eiginkonu hans. Því reyni starfsmenn að sofna þar sem það er þægilegast, í sófa eða á gólfinu inni í fundarherbergi. Þá hafi reyndir starfsmenn gripið til þess ráðs að grípa með sér jóga-mottu í flugið, svo undirlagið á gólfinu verði mýkra.Lesa má frétt CNN hér. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Fáar flugvélar eru jafn þekktar og Air Force One, sérstök einkaflugvél forseta Bandaríkjanna. Eflaust dreymir marga um að fá að fara um borð en en sú virðist ekki vera raunin á meðal starfsmanna Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Flugferðir með Trump um borð í Air Force One líkjast meira martröðum ef marka má orð núverandi og fyrrverandi starfsmanna forsetans.Fjallað er um málið á vef CNNþar sem rætt er við fimm ótilgreinda fyrrverandi og núverandi starfsmenn Trump sem lýsa því hversu erfitt það geti verið að ferðast um borð í Air Force One. Flugferðirnar á milli landa segja þeir vera verstar, þær geti teygt sig í tuttugu tíma, Fox News sé sé í gangi á öllum sjónvarpsstöðum allan tímann auk þess sem að ekki er gert ráð fyrir svefnaðstöðu fyrir starfsmennina.„Þetta er eins og að vera í varðhaldi,“ sagði einn þeirra í samtali við CNN um millilandaferðirnar. Ein slík stendur yfir núna en Trump hélt til Tokyo í Japan á föstudaginn. Fjórtán tíma flug beið Trump og fylgifiska hans og líklega hefur það ekki hjálpað stemmningunni um borð að Trump á nú í miklu stríði við demókrata á þingi, sem virðist fara mjög í taugarnar á honum.Sefur lítið sem ekkert Starfsmennirnir fyrrverandi og núverandi segja að Trump geri aðeins fjóra hluti um borð í Air Force One. Hann borði, horfii á sjónvarp eða lesi dagböð, ræði við starfsfólk eða hringi í vini og bandamenn heima fyrir til að ræða málin. Starfsmennirnir segja að það versta við flugferðirnar, sérstaklega þær sem séu í lengri kantinum, sé það að Trump sofi lítið sem ekkert þegar hann er um borð í flugvélinni.Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta.vísir/getty„Hann bara fer ekki að sofa,“ sagði einn viðmælandi CNN en í fréttinni kemur fram að í upphafi forsetatíðar Trump hafi starfsmenn sóst eftir því að fá að fara með í opinberar heimsóknir Trump. Nú reyni starfsmenn hins vegar að forðast það eins og hægt sé. Þeir sem ferðast með honum segja að í stað þess að sofa haldi hann endalausa fundi með starfsmönnum sínum og ekkert endilega um mikilvæg málefni. Stundum sé umræðuðuefnið íþróttir eða nýjasta slúðrið. Þá þreytist hann ekki á því að vekja starfsmenn í tíma og ótíma þurfi hann að ræða mikilvæg málefni. Í fréttinni segir að ekki sé mikið um svefnaðstöðu ef frá er skilin aðstaða fyrir forsetann og eiginkonu hans. Því reyni starfsmenn að sofna þar sem það er þægilegast, í sófa eða á gólfinu inni í fundarherbergi. Þá hafi reyndir starfsmenn gripið til þess ráðs að grípa með sér jóga-mottu í flugið, svo undirlagið á gólfinu verði mýkra.Lesa má frétt CNN hér.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira